— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 273, 274, 275 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 25/8/09 11:22

Hérna yrkja aðeins þeir,
sem andans listir meta.
Berin melt'í blíðuseyr
og blóð'í móa freta

--

Drullumal og draugatal
drungalegar ferðir

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/8/09 11:32

Hérna yrkja aðeins þeir,
sem andans listir meta
og kvæði góð úr ljótum leir
lunknir mótað geta.

Óheppnin vill elta mig,
enga lukku ber ég.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/8/09 11:36

Agúrkan mælti:

Hérna yrkja aðeins þeir,
sem andans listir meta.
Berin melt'í blíðuseyr
og blóð'í móa freta

--

Drullumal og draugatal
drungalegar ferðir

Ert þú það sem kallað er random word generator?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 25/8/09 12:21

hvurslags mælti:

Agúrkan mælti:

Hérna yrkja aðeins þeir,
sem andans listir meta.
Berin melt'í blíðuseyr
og blóð'í móa freta

--

Drullumal og draugatal
drungalegar ferðir

Ert þú það sem kallað er random word generator?

Áttu við slembislúbbert?

Óheppnin vill elta mig,
enga lukku ber ég.
Hæpin slembi orða slig
slepp'ekki sem boðleg.

Samsett orð eða sundur tvö
seint ég kann að læra

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/8/09 12:40

Það mætti kalla þig það, og botninn hjá þér er með báða stuðla í lágkveðu.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 25/8/09 14:18

hvurslags mælti:

Það mætti kalla þig það, og botninn hjá þér er með báða stuðla í lágkveðu.

Reyndar finnst mér "random word generator" athugasemding þín óþarfi, í fyrsta lagi ríma slembin orð ekki nema fyrir tilviljun og í örðu lagi fannst mér fyndið að hnoða saman orðunum blíða og saur/seyra enda klárlega búið til með vilja og vitund en ekki með slembnum hætti. Kannski meintir þú slembinn orðaveljari eða slembinn viljasamanorðahnoðari nú eða eitthvað allt annað? Ég kann þó vel við slembislúbbert.

Stuðla ábendingin er hins vegar vel þegin og takk fyrir það. Þetta er ef til vill betra svona

Óheppnin vill elta mig,
enga lukku ber ég.
Með slitinn pung og pokasig
í partý ekki boðleg

Belgur fullur bland'í poka
bifast ekki úr gólfinu.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 25/8/09 15:29

[i Látum á REYNA.

Belgur fullur bland í poka
bifast ekki úr gólfinu.
Hér er best að láta loka
leynisgangna hólfinu.
_----------------------------
Horfi framm á dagsins dýrð
drattast latur niðr'á torg.[/i]

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 26/8/09 13:27

Horfi framm á dagsins dýrð
drattast latur niðr'á torg
Skál af rækjum, sæt og sýrð
seðjar magans hola org

Geldur engar gjafirnar
gubbið fötubleika

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/8/09 15:30


Geldur engar gjafirnar
gubbið fötubleika.
Árans tíma tafirnar
trúna gerir veika.
----------------------------------
Blár og fagur fjallahringur
frelsi veitir og unaðs ró.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 26/8/09 18:17

Blár og fagur fjallahringur
frelsi veitir og unaðs ró.
Þar sem ungur Eyfirðingur
æddi fyrir björg og dó.

Ó þú mikla Íslands hrun,
illt er þér að hæla.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/8/09 22:06

Ó þú mikla Íslands hrun,
illt er þér að hæla.
Fjallkonan þá flekkuð mun
fara brátt að skæla.
Enginn liggur undir grun
þó af þeim stígi bræla;
Á meðan þing- af meðaumkvun
-menn við Bakkus gæla.

Sigmundur af miklum móð
malar fullum krafti.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 26/8/09 22:56

Sigmundur af miklum móð
malar fullum krafti.
engin ráðin gefur góð
Gvuð nú láti hann halda kjafti

þegar fá í glasið gott
gerast orðin betri

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/8/09 23:25


Þegar fá í glasið gott
gerast orðin betri.
Galsi miklill fyrna flott
færist haust nær vetri.
-------------------------------
Þegar súpa af glasi glaðir
gangnanenn í réttunum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
27/8/09 11:28

Þegar súpa af glasi glaðir
gangnanenn í réttunum.
Verða þeir oft velviljaðir
(virðist mér, af fréttunum).
---
Kærkomið er kvæðasport,
og kvæðasmíðar.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 27/8/09 12:09

Kærkomið er kvæðasport,
og kvæðasmíðar.
Örkum hér í athvarf vort
yrkjum vísur blíðar.

Látum berast ljósið héðan
lýsa upp veru manna

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/8/09 12:11

[i]

Kærkomið er kvæða sport
og kvæða smíðar.
Brátt þér sendu kveðju kort,
kætast munum síðar.
-------------------------------
Nú til verka glaður geng
göfgar vinnan manninn.
[/i----------------------------]
Látum berast ljósið héðan
lýsa upp veru manna.
þess víst bíða margir meðan
meistararnir þettað kanna.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 27/8/09 12:29

Kærkomið er kvæðasport,
og kvæðasmíðar.
Ég vild'ég gæti vísur ort,
vænni, tíðar.

------------------

Látum berast ljósið héðan
lýsa upp veru manna.
Rökkvið skall á rétt á meðan
rósin brá sér úr að neðan

-------------------

Nú til verka glaður geng
göfgar vinnan manninn.
Algerum þó er í spreng,
það orsakast af leðurþveng.

----------------------

Andleysi og almenn leti
á mig sækja.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/8/09 13:24

Andleysi og almenn leti
á mig sækja.
Tæplega að garmur geti
gengið milli bæjarlækja.
---------------------------------
Sækir að mér drungi og doði
dæmalaust er veðriði gott.

lappi
        1, 2, 3 ... 273, 274, 275 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: