— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 140, 141, 142 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 14/8/04 21:02

Andskotann það erkiflón
auðvelt finnst að gleðja
en leiðist mjög að liggj´á bón,
leiðist það að biðja.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 14/8/04 22:24

´

Biðja okkur öllum ber
blessun hér um sveitir,
súrir pungar, kúa smér
og saltkjöts bitar feitir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 14/8/04 23:03

Feitir eru á Fróni margir,
framsett á þeim vömbin.
Sumir eru einnig argir,
eltast þeir við lömbin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 14/8/04 23:55

Vömbin kýld af veislumat,
víni í ríkum mæli.
Etið hef ég á mig gat,
engist um og æli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 15/8/04 00:44

Æli ég kominn til kaldalóns
krakkarnir eru með læti.
Þá fer Herbjörn Hafralóns
að hoppa og skoppa' af kæti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rimi D. Alw 15/8/04 13:40

Kæti mæti maður helst
mest ef ekki bara
að samkvæmt syndalistum telst
sannarlega óguðleg vara

‹Eitt innlegg komið, nú fæ ég mér mynd›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Omegaone 15/8/04 18:43

Vara skal maður sig á vana
er verstur er manni sjálfum
óhægt er að ófetið ég er hér mér fram að trana
með óð er hæfir álfum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 15/8/04 19:35

Álfum hef ég aldrei kynnst.
Aldrei renna saman leiðir.
Vil ég af þeim vita minnst
vísum sem af stuðla sneiðir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/8/04 23:30

sendir okkur magnað mjög
merki frá tuðrusparki
karlar illa kunna fög
klára sig í harki

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 16/8/04 02:26

Harki þessu hætti nú
hæpið að ég nenni.
Heil er í því harla brú;
höfundurinn: Venni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/8/04 12:15

Venni elsku vinur minn
vertu glaður snáði
rífðu lús af rassakinn
rýkur burt þá kláði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Omegaone 16/8/04 14:46

Kláði nú mig ertir og best er að klóra
krafsa ég á réttum stað.
En betra væri ef til þess yrði notuð hóra
vegna þess að ei það minkar litla grað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/8/04 14:53

graður stökk á griðkonu
grútarborin var hún
vinur malla vill sonu
vergjarn úti á tún

Hér má finna upplýsingar um stuðla og höfuðstafi, ef þú ert í vafa Omegaone... http://www.heimskringla.net/bragur/Default.asp

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 16/8/04 17:47

Túni fiskinn fékk ég á
tróð ´onum í dollu.
Bóndson með hýrri há
hélt við sæta rollu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 16/8/04 20:25

Rollu einni reið í sveit
á Rangárvelli
Laglegri ég aldrei leit
lopa á belli

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/8/04 23:07

Bellinn ákaft brynna þarf
barma milli
Það vill enginn öldungs skarf
er það hvilli

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 17/8/04 10:12

Hvilli hef ég hvergi séð
hvað er hér á ferð?
Orðskrípi sem æsir geð
við alla kvæðagerð

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heillar 17/8/04 11:05

Kvæðagerðar- kátt er -þing
og kætir geð í önnum.
En stuðlar oft og stafsetning
standa vilja í mönnum.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 140, 141, 142 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: