— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 252, 253, 254 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/5/09 18:25


Ekki ég.. Obobbobb.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gregoríus 11/5/09 19:09

Hvernig væri þá að smella nýjum fyrri parti á þráðinn... pant ekki!
[kaldhæðni] ég er nefnilega svo hrikalega ljóðrænn [/kaldhæðni]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 11/5/09 19:21

sulli mælti:

Skárra:

Á Hofsósi ísbirnir öskra
úlabbalabbalei

Á Baggalút var mér að blöskra
baradídaraddadei.

Andþór kemur enn á ný
öllum reddar málunum.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 11/5/09 19:23

Á Hofsósi ísbirnir öskra
úlabbalabbalei
Ýmsum þar eflaust blöskra
allt þetta fussum svei.

Andþór kemur enn á ný
öllum reddar málunum.
-Þar sem sullar alltaf í
andans drullu skálunum.

Hvernig væri vinur kær
að vanda ljóðaskrifin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/5/09 22:48


Hvernig væri vinur kær
að vanda ljóðaskrifin.
Komi sá er fyrstur fær
frjóþungunarlyfin.
-------------------------------
Norðurljósin skýna skær
Skagafirði yfir.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
12/5/09 01:47

Norðurljósin skína skær
Skagafirði yfir.
Þeirra fagurfúli blær
fram á sumar lifir.
---
„Innganga í ESB
er allra meina bót!“

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 12/5/09 09:18

„Innganga í ESB
er allra meina bót!“
Þett'er staðreynd, það ég sé,
og þræti ekki hót!

Einmana við ysta haf
er örvita, hrokafull þjóð.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
12/5/09 09:40

Einmana við ysta haf
er örvita, hrokafull þjóð,
sem Drottinn náðargáfu gaf
svo gæti hún ort öll sín ljóð
um Íslending sem er, og var
og alla tíð stóð sína plikt.
Um hreinræktuðu hetjurnar,
sem haf'enni sjálfstæðið tryggt.
---
Er valdið til sölu? Er sjálfstæðið falt
fyrir seðla af annarri gerð?

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/5/09 13:31


Er valdið til sölu?er sjálfstæðið falt
fyrir seðla af annari gerð?
Ég neita mun góði samt athugum allt
alónýt krónan og gengið mjög valt.
----------------------------------------------
Með glampa í augununum fegurðar fljóð
fögnuð oss vekja á ný.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 13/5/09 19:44

Með glampa í augununum fegurðar fljóð
fögnuð oss vekja á ný.
-Til þeirra kveð ég mín ljúfustu ljóð
um leið og ég kemst í frí.

Þegar vinda loksins lægir
langar mig að grilla ket.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
13/5/09 20:42

Þegar vinda loksins lægir
langar mig að grilla ket.
- Ef þið, virðar, verðið þægir,
vinda alla slökkt ég get.
---
Sumum þykir sjarmerandi
sig að drekka' í hel,

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 13/5/09 21:31

[b][i]
Sumum þykir sjarmerandi
sig að drekka' í hel
Aumur þessi fúli fjandi
fögnuð engan tel.
---------------------------------
Vín er manni bannsett böl
bytra gefur reynslu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/5/09 21:50

Vín er manni bannsett böl
bitra gefur reynslu.
Þessvegna ég þamba öl,
þjórið aldrei veldur kvöl. (öfugt við að rembast við að finna rímorð við reynslu)

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 13/5/09 21:58


Vantar fyrripart Froggi sæll!

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/5/09 22:12

Ribbit – var sofandi!

Með áfengi sálina vökva ég vil,
vikuna alla, morgna og kvöld.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 13/5/09 22:58



Með áfengi sálina vökva ég vil
vikuna alla,morgna og kvöld
Þig hungrar í ölið ég skömmina skil
skálaðu og taktu af Bakkusi völd..
----------------------------------------------
Dreymandi áfengi er skelving og skömm
skemmir hvern einasta mann.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 14/5/09 11:14

Dreymandi áfengi er skelfing og skömm,
skemmir hvern einasta mann.
En taugin sem dró sérhvern rekka var RUM (hér er farið fram á enskan framburð)
í ríkið – er þorstinn brann.

Nú Árni er kominn á upphafsreit,
afglöpin verða nú dýr.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 14/5/09 11:23

Heimskautafroskur mælti:

(hér er farið fram á enskan framburð)

Aðeins Íslendingar geta látið sér detta í hug að bera RUM fram með kringdu ö-i. Þannig að hér hefði átt að standa: hér er farið fram á ísl-enskan framburð.

Nú Árni er kominn á upphafsreit,
afglöpin verða nú dýr.
Hann veður farsæll í sunnlenskri sveit
og sællegur, betri en nýr.

Ef þú gnagar ginseng-rót
og gleypir Herbalífið

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3 ... 252, 253, 254 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: