— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 135, 136, 137 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 7/3/09 22:59

Sá kokteill sem ég kýs er stór
og kannski nokkuð riskí:
Bjór,bjór,bjór,bjór,bjór,bjór,bjór,
bjór,bjór,bjór,bjór,viskí.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/09 23:00

Útúrsnúningur frá Vlad:

Gestapóa gleðja spjöll
er gefa fró hér andans tröll
sem sting'upp mó um víðan völl
en vekja þó upp hlátrarsköll.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/3/09 23:00

Upprifinn mælti:

Hvurt er leyniefnið?

Upprifinn, hann ekki með
öllu fylgist hjer.
Hefur ekkert efni sjeð,
illa kappinn sjer.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 23:03

‹Blandar fyrsta drykkinn›

Ballantines, berjasaft
brennivín í hræri
upp úr flæðir fyrir raft
flottur sopinn tæri.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Kæran blút og Kláravín
kannski með ég kíki
þessi uppskrift þykir fín
þýðing á bjórlíki.

Mófreður C. Mýrkjartansson, Gagnfræðingur og kallfauskur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 23:04

Skabbi skrumari mælti:

6. Leyniefnið er kokteill kvöldsins...
Eftirfarandi drykki má nota að vild, ekki er nauðsyn að nota alla vökvana í kokteilinn og að sjálfsögðu má bæta við, því listinn er ekki tæmandi:

Appelsínusafa
Áka
Ákavíti
Balla
Ballantines
Berjasaft
Blút
Brennivín
Brennsa
Djús
El vínó
Eplasnaps
Gambra
Gin
Grants
Greip
Hreindýrið
Jägermeister
Jameson
Kakó
Kamparí
Kláravín
Kók
Límonað
Landa
Lýsi
Meistara
Mjólk

Mysu
Órans
Rjúpuna
Rósavín
Sjenever
Sjenna
Sjokkolað
Sprite
Spritt
Sprútt
Víti
Vodka

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/3/09 23:06

Ballantines, brennivín
bjórinn líkar vel.
Freistar aftur alltaf mín
asnahanastjel.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 23:07

Næst ég blanda gin í greip
og gambrasull í kúpu
inn í búr svo ákaft hleyp
og út í set má rjúpu.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/3/09 23:08

Sjokkoladi út í rjóma renni
og rommi líka eitthvað bara minna
því fylleríi ansi illa nenni
ef að ég þarf líka að hér að vinna.‹Brestur í óstöðvandi grát›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/3/09 23:11

Vladimir Fuckov mælti:

Upprifinn mælti:

Hvurt er leyniefnið?

Upprifinn, hann ekki með
öllu fylgist hjer.
Hefur ekkert efni sjeð,
illa kappinn sjer.

ég kom seint og varla veit
vel þvi hvað hér skeði
En Vladimir er vísdómsgeit
og vitsmunana sleði.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/09 23:12

Berjasaftin bætir kraft
er böli veldur öl.
Hún frískar aftur fylliraft
sem fölur varð sem mjöl.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 7/3/09 23:12

Yndælt skal nú byrla bland,
bragða skaltu heillin mín.
Mysa, konjak, meyjarhland,
magasýrur, brennivín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 23:13

‹Blandar í plastflösku fyrir Upprifinn sem á stendur opnist í neyð›

Hérna færðu fína von
í flösku - nokkuð vandað.
Jagermeister jameson
jakuxamjólkurblandað.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/09 23:22

Augnalokin eru sigin
ansi neðarlega.
Upp er talin öll mín lygin
og ég kveð með trega.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 23:23

‹Blandar töfrakokkteil og gefur öllum á línuna›

ÁkavítisVodkaLýsi
vínberjasaftsblanda
Kóbaltsduft og konjaksvísi
og kíló af sætum landa.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/3/09 23:27

(Hjer varð skyndilega frekar dauflegt)

Mikil alltof er nú ró.
Eru hjerna sauðir ?
Alltof mikið af öllum dró.
Eru sumir dauðir ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 23:29

Billi bilaði mælti:

Augnalokin eru sigin
ansi neðarlega.
Upp er talin öll mín lygin
og ég kveð með trega.

Þreytan hún mig hendir ljót
hér og nú og allt mitt streð
hagyrðinga horfið mót
-hér með glaður nú ég kveð.

Ég gef mönnum góðfúslegt leyfi til að halda áfarm að blanda drykki fram á nótt... en um klukkan tvö eftir miðnætti verður að vera búið að loka og slökkva ölllum ljósum hér á þessu hagyrðingamóti... ég þakka öllum sem mættu og þeir sem komust ekki mæta bara næst... Skál og góða nótt...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hér er allt svo span og spikk
spaugið virðist orðið þreytt
Elsku vinir hjartans, HIKK
helst ég segi ekki neitt...

Mófreður C. Mýrkjartansson, Gagnfræðingur og kallfauskur.
        1, 2, 3 ... 135, 136, 137 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: