— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 132, 133, 134 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 21:37

Andþór mælti:

Lútsins þegnar, það er grand
og það er tákn um gæði.
Að kynna andans eldibrand,
Andþór hér í kvæði.

Velkommen minn vænste frend
ver so glað að drekka.
Þori eg að ýta'á send
og svo hrella rekka?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 7/3/09 21:37

Upp úr poka mærðar moka má víst núna.
Gæflynt, kokhraust glæsimenni,
garpinn Loka, heimur kenni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 21:38

Vladimir Fuckov mælti:

Af öllum öðrum ber
með yfirburði mikla.
Fjandanum jeg fremri er
að fela púka (*) lykla.

(*) Laumupúka

Sæll minn ljúfi lykla-Vlad
sem læðist hér um ganga
Últravíti vænt er fat
brátt vín mun þér af anga.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 7/3/09 21:38

„Renni nú upp úr mér alls konar glens,
aulaleg fyndni og drama,
svo mjöðkenndar vísurnar meiki nú sens“
mælir hin fegursta dama.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 21:41

Loki mælti:

Upp úr poka mærðar moka má víst núna.
Gæflynt, kokhraust glæsimenni,
garpinn Loka, heimur kenni.

Sæll minn Loki, ljúfastur í ljóðabrasi
Hnakkreistur sem Hjarta-Blesi
Bitréttur sem Siggi'á Nesi.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/09 21:42

Undirbúinn ei til neins
orðum samt ég raða
öðrum bæði og mér til meins
nú má á súðum vaða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 21:43

Regína mælti:

„Renni nú upp úr mér alls konar glens,
aulaleg fyndni og drama,
svo mjöðkenndar vísurnar meiki nú sens“
mælir hin fegursta dama.

Velkomin sértu hér drottningin djúpa
sem dásama kóngar og hrókar.
Biskupar, riddarar djúpt höfði drjúpa
er dansa við þig - (fært til bókar).

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 21:48

Billi bilaði mælti:

Undirbúinn ei til neins
orðum samt ég raða
öðrum bæði og mér til meins
nú má á súðum vaða.

Velkominn Billi, hinn síglaði sveinn
sífellt þú blikkar
Á mótunum breggst ekki alldrei er einn
alldrei hann klikkar.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 21:49

Ætli fólk sé ekki farið að bíða eftir næsta efni...

2: Óheppileg ummæli eða seinheppni -
hefur þú sagt eitthvað óheppilegt hér á Gestapó, nú eða í raunheimum. Allar vísur um seinheppni velkomnar.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 7/3/09 21:50

2.

Held ég orð ei heppileg
hér úr mínum munni.
Öll þau sem ég unni
eru byggð á veikum grunni.

Ég næ því miður ekki að staldra lengi við. Ef ég kemst í tölvu þar sem ég er að fara eftir vinnu mun ég þó reyna að henda meiru inn.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/3/09 21:52

Mófreður C. Mýrkjartans mælti:

Er kjósa skal þá kjarnamenn
sem klókir segja sex
er mannabót og magnað senn
við Mófreð að setja X

Haltu kjafti kjartans Mýr
marga rænir krafti.
Þú ert ei í góðum gír,
góði, snúðu skafti.

‹Glottir eins og fífl›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sat ég einn í sófa góðum
sagði margt úr huga mér.
Lýsti mönnum logandi óðum
Og lýkur vísu fráleitt hér.

Hjá mér settist hærri maður,
honum tjáði málin fín
Sagði hann þá, síst þó glaður:
„Sjáðu, þett'er mamma mín“

Mófreður C. Mýrkjartansson, Gagnfræðingur og kallfauskur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Vladimir Fuckov mælti:

Mófreður C. Mýrkjartans mælti:

Er kjósa skal þá kjarnamenn
sem klókir segja sex
er mannabót og magnað senn
við Mófreð að setja X

Haltu kjafti kjartans Mýr
marga rænir krafti.
Þú ert ei í góðum gír,
góði, snúðu skafti.

‹Glottir eins og fífl›

Vladimir með vondan sið
vildi gera dyggðir sjö
En hinkrum aðeins hérna við
heyrðu, er þetta í lið tvö?

Mófreður C. Mýrkjartansson, Gagnfræðingur og kallfauskur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 21:56

Djöfull ég hefði átt að undirbúa mig betur... ‹hugsar sig vandlega um›

Vinnustaðapartí:

Sk = Skabbi
Vf = Vinnufélaginn

Vf: Sæll vertu Skabbi minn skál fyrir þér
Sk: Skál kæri vinur minn hressi.

Lögulegur kvenmaður gengur inn í partíið.

Sk: Sérðu'essa prinsessu sú er nú fair
Vf: já sæt þykir dóttir mín þessi.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 7/3/09 21:58

Aldrei hef ég haft í frammi hegðan slæma,
né ummæli sem ekki heima
eiga hvar kerúbar sveima.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/09 21:59

Eitt sinn í Mafíu tróð ég um tær
Tigru, ég sagði'ana móka.
Klærnar út spennti og alveg varð ær,
þó aðeins ég væri að djóka. ‹Glottir eins og fífl›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Billi bilaði mælti:

Eitt sinn í Mafíu tróð ég um tær
Tigru, ég sagði'ana móka.
Klærnar út spennti og alveg varð ær,
þó aðeins ég væri að djóka. ‹Glottir eins og fífl›

Mafíuleikur er mannvonskusport
morknir þar rífast og kýta
Þar gerast menn sekir um siðferðisskort
í stað þess að gleðina nýta!

Mófreður C. Mýrkjartansson, Gagnfræðingur og kallfauskur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 22:09

Mófreður C. Mýrkjartans mælti:

Billi bilaði mælti:

Eitt sinn í Mafíu tróð ég um tær
Tigru, ég sagði'ana móka.
Klærnar út spennti og alveg varð ær,
þó aðeins ég væri að djóka. ‹Glottir eins og fífl›

Mafíuleikur er mannvonskusport
morknir þar rífast og kýta
Þar gerast menn sekir um siðferðisskort
í stað þess að gleðina nýta!

Hnífstungur, bréfsprengjur, hrópandi væl
hreinræktuð bræði.
Í baktjaldamakkinu stend mig með stæl
stórkostlegt æði.

‹Saknar þess að geta ekki verið með núna›

To live outside the law, you must be honest.
        1, 2, 3 ... 132, 133, 134 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: