— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 213, 214, 215 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/1/09 00:31

Ekki hrekkja unga snót
ofsans hlekkir kvelja
blekktu svekktu bættu hót
bjóddu í snekkju að dvelja.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 10/1/09 00:38

Dvelja vil ég draumahöll
ég dotta fram á borðið
ljúka brátt mín kvæðaköll
það kólnar vísnaorðið.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 10/1/09 01:11

Orðin raðast ekki vel,
inn í huga mínum.
Skammdegi ég skuld þá fel,
er skell' inn þessum línum.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 10/1/09 02:02

Í ljóðið fjórar línur samdi
lengi í þær rýndi.
og einni þeirra týndi.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/1/09 13:08


Týndi Nói flottum frakka
fullur gengur heim á leið
Stefnu tekur beint á Bakka,
bálreið frúin heima beið.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 10/1/09 22:07

Beið ég kaldur við klettinn svarta
sá krumma taka dífu
senn mun rýrna sjónin bjarta
við sjávarkalda rdrífu.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/1/09 12:14

Drífur snjó af Snæfelli
snjókarlarnir bíða.
Því úrkomunnar úrhelli
eru útaf bílar víða..

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
11/1/09 16:10

Víða þekki þýska snót.
Það er reyndar skondin saga;
hún er nefnilega ljót,
þótt lífgi upp á mína daga.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 11/1/09 16:54

Daga marga dreymir mig,
dömu eina fríða,
sem heilsar mér og háttar sig,
með henni vil ég smíða.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 11/1/09 17:13

smíðar margur glaður gaur
gjarnan argur vanda
ef að vargur vill fá aur
verður Karg að granda

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 12/1/09 14:19

Grandalaus í góðan flokk,
gekk ég ungur piltur.
Þá var ekkert fokking fokk
né fjandans skríllinn trylltur.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/1/09 21:24


Tryltur æðir grónar götur
gryðungurinn Seli frá,
á hornum báðum fastar fötur,
fjósamannsins eign og þrá.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 13/1/09 00:39

Þráhausar og þvergyrðingar,
þykja ekki eðal.
Eyjamenn og Öxfirðingar
eru þar á meðal.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Keðjan fór uppogniður & útumþúfur ofarlega á síðunni hér á undan... hér var ég að reyna að
flétta samanvið vísu frá lappa – en varð of seinn, svo lokavísan tekur mið af innlegg Herbjarnar.

Gljúpt er berg í geði manns;
gliðnar auðveldlega.
Minningar í huga hans
höggva, sárum trega.

Þrá, sem virtist grafin, gleymd,
gjörla utan vega,
tekur sig þá upp með eymd
ævagamals trega.

Meðal við í veröld finnst
veiki þeirri eigi,
þegar ríkir, yst sem innst,
ólæknandi tregi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 13/1/09 01:35

Tregur orðin tíni á blað,
tala í fáum línum
saga heimsins sér á stað
í samtímanum mínum.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
13/1/09 02:56

Mér er horfin höfuðtrú
á himins merku sýnir.
Klukkan er nú orðin þrjú,
elsku vinir mínir.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/1/09 19:18

Mín er klukkan kvöldmatur
og kveð því slæma vísu.
Ég greiði öll mín gjöld latur
samt gæti lent í krísu.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/1/09 20:36

Krísu sit ég funda fjöld
og finnst þá skást að þegja,
því kjaftaskanna feikna fjöld
er ferleg, þér að segja.

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 213, 214, 215 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: