— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 216, 217, 218 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/12/08 20:37


Ofsagróða algjört fár
engum skyldi bjóða.
Senn er liðið átaks ár
áraun margra þjóða.
-----------------------------'-+
Árið næsta bjart og blítt
blessun okkur færir.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 28/12/08 21:02

Árið næsta bjart og blítt
blessun okkur færir.
Allt þá verður eins og nýtt.
Íslendingar kærir.

Mér er orðið stirt um stef
(stolinn er því frasi)

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/12/08 21:25


Mér er orðið stirt um stef
(stolin er því frasi ).
Undir borði hérna hef,
heimabrugg í glasi.
------------------------------
Pinu ögn af góðu Gini
gömul kona færði mér.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Smali 29/12/08 00:39

Pinu ögn af góðu Gini
gömul kona færði mér.
Botn, frá Lappa Lúðasyni
leyndist nokkuð góður hér

þúsund hef ég þrautir reynt
en þessi er verri öðrum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
29/12/08 02:01

Þúsund hef ég þrautir reynt
en þessi er verri öðrum.
Það skaltu vita - ég syndi seint
í sundlaug fullri' af nöðrum.
---
Mér finnst gott að melta ket
á milli jóla' og nýárs

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 29/12/08 14:53


Mér finnst gott að melta ket
milli jóla og nýárs.
Enda góðan matinn met
meður sterkra víntárs.
-------------------------------------
Sendi í loftið fúlan fret
fraketturnar gaula.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 29/12/08 22:11

Sendi í loftið fúlan fret
fraketturnar gaula.
Hangikjöt ég kátur ét
og kökur sífellt maula.

Nýja árið nálgast fljótt
nú er hitt að baki.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 29/12/08 22:17

Nýja árið nálgast fljótt
nú er hitt að baki.
Árið kveðja skal ég skjótt
sem skítur væri í laki.

Stoltur tendra stjörnuljós
og staupa mig á spíra.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 29/12/08 22:22

Stoltur tendra stjörnuljós
og staupa mig á spíra.
Barsmíðar á betlidrós
í -bol skal stunda -hlíra.

Slæmur nú er magi minn
má ég ekkert borða.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/12/08 13:19


Slæmur er nú magi minn
má ég ekkert borða.
Farðu karl á kamarinn
kerrti með og forða
-----------------------------
Lítil sem engin bragarbót
bætir magapínu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/12/08 14:45

Lítil sem engin bragarbót
bætir magapínu.
Ef að svo lægir iðrarót
allt verður í fínu...

... lagi, og þá lundin skánar,
losnað hef við jólasteik.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/12/08 15:06


Allt í lagi þá lundin skánar
losnað hef við jólasteik.
Veður batnar heldur hlánar,
huldar vættir bregð'á leik.
------------------------------------
Nú til vinnu karlinn kátur
krýkagleiður flýtir sér.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dúlli litli 30/12/08 16:11

Lappi: Hver andskotinn er að krýka?

Ég er bara svo mikil dúlla.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/12/08 17:02

Dúlli, lappi notar „krýka“ sem lýsingarorð, en ekki sagnorð. (Ætli krýkagleiður þýði ekki að vera stórstígur.)

Nú til vinnu karlinn kátur
krýkagleiður flýtir sér.
Því að hangir slappt hans slátur
sletti hann úr því heima, ber.

Núna ársins endastundir
okkur framhjá skeiða greitt.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 30/12/08 17:19

Krikagleður á það að vera. Krikinn (no) er um hálsinn. Sá sem er krikagleiður ber höfuðið hátt, reigir sig. Sá sem er krikagleiður er væntanlega oft líka hleinagleiður/hlaunagleiður, þ.e.a.s. gleiður til þjósins og skálmar því stórstígur, væntanlega góður með sig.

Núna ársins endastundir
okkur framhjá skeiða greitt.
Skoteldum og skálum undir
skáldið gerist krikagleitt.

Komið nú að kveðast á
krikagleiðu vinir.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 30/12/08 17:35

Komið nú að kveðast á
krikagleiðu vinir.
Lappi vísast ljómar þá
og líka allir hinir.

Kveðjum árið klukkan tólf,
krikagleiðir skálum.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/12/08 17:57

Kveðjum árið klukkan tólf,
krikagleiðir skálum.
Ég spýtu læt í sprengikólf
og spotta tendra af bálum.

Komist skot úr köku hátt
krikagleiðir verða flestir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 30/12/08 18:02

Komist skot úr köku hátt
krikagleiðir verða flestir.
Nýársheit er flest þó flátt
fráleitt hverfa þannig lestir.

Djöfull er ég drýldinn gaur
djöfull er ég krikagleiður.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3 ... 216, 217, 218 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: