— GESTAPÓ —
Hæstirjettur Baggalútíu staðfestir dóm Hjeraðsdóms
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 20/11/08 19:47

Fergesji mælti:

Ja, hér. Og eruð þér einvörðungu þrjú hundruð kílógrömm? Það þykir oss lítið, miðað við stærð yðar á myndinni.

Es. Litir yðar virðast hafa mistekizt í framköllun.

Skipið virkar bara svona stórt í baðkarinu.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 20/11/08 19:50

voff mælti:

Undarleg "fræði" þessi lögfræði. Stundum fær maður á tilfinninguna að lögfræðinám eigi alls ekki heima í háskólum heldur sé meira í ætt við iðnnám. Að lögfræðinám sé ekkert annað en að þjálfa upp næstu kynslóð af heimtufrekum kröfugemsum og pappírstígrum, sem garga "Ég mótmæli" eða "Þetta er stjórnarskrárbrot" á tuttugu sekúndna fresti, en reyna svo að slá um sig með frösum eins og "Kröfuhafaskiptin gátu ekki gengið í gegn vegna res-judicata áhrifa kyrrsetningargerðarinnar" eða einhverju álíka. En þegar kemur að því að iðka fræðin, setja fram gagnrýni á núverandi skipulag eða einhverjar tilteknar niðurstöður dómstóla, þá vill fólk oft þegja þunnu hljóði. Það má ekki styggja réttinn, menn mega ekki styggja þá sem dæma.

En fyrir bragðið finnst manni oft að þetta fólk hafi jafn mikla ástríðu fyrir viðfangsefninu eins og kjötiðnaðarmaður sem úrbeinar 3.128 hangilærið eða rafvirki sem tengir 2.162 innstunguna.

Er það ekki eðli fræða, svo sem þau voru iðkuð af Forn-Grikkjum og eiga að vera iðkuð af háskólamenntuðu fólki, að spyrja spurninga? Er það ekki eðli fræðanna að leita svara við hinu óþekkta. Og til að leita svara við hinu óþekkta þá þurfi "fræðimennirnir" stundum að vera óþekkir. Er Hæstiréttur óskeikull? Tæplega. Ef það sitja menn í Hæstarétti, og allir menn eru mannlegir, og ef það er mannlegt að skjátlast, þá hlýtur Hæstarétti að skjátlast einhvern tímann. Og hvenær skjátlast dómstólum? Það er það sem lögfræðingum ber að ræða um.

Þeir fáu lögfræðingar sem ráðast að lögunum með kjafti og klóm, efast um þau og láta reyna á gildi þeirra eru venjulega gagnrýndir á neikvæðan hátt, úthrópaðir sem menn spillingar og bloggaðir í kaf af sósíalistum með ofsóknarbrjálæði. Ég nefni engin nöfn.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
        1, 2
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: