— GESTAPÓ —
Árshátíðarupplýsingar
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/9/08 12:54

Hér verða upplýsingar um það sem þú þarft að vita varðandi Árshátíðina 2008.

Í nefndinni eru:
Skabbi skrumari
Andþór
Billi Bilaði
Krossgata
Tigra
Dula

Helstu upplýsingar
Árshátíð Gestapó verður haldin laugardaginn 15. nóvember næstkomandi, klukkan 20:00 á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ. Verð 2500 kr.
Með miðanum fylgja bjórmiðar og er hann löglegur gjaldmiðill og hægt er að fá stóran bjór, hvítvínsglas eða rauðvínsglas fyrir hvern miða. Fjöldi miða fer eftir því hvað við eyðum miklum pening í skreytingar og slíkt, en það er ætlunin að hafa það allt í lágmarki.
Allir Gestapóar þurfa að borga inn (auk fylgdarliðs), nema aukaegó, sem láta aðalegóin sín um að borga.
Rúta fer um stór-Hafnarfjarðarsvæðið* og pikkar upp gesti sem skrá sig í rútu og fer rútan sömu leið til baka að lokinni árshátíð. Verð 1000 kr.

*Stór Hafnafjarðarsvæðið er hér skilgreint sem Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur og Reykjavík.

Skráning á Árshátíð
Þau sem ekki hafa skráð sig enn á árshátíðina, en ætla að mæta, eru vinsamlegast beðin um að skrá sig sem fyrst. Hægt er að senda mér einkapóst þar af lútandi eða setja inn skráningu á árshátíðarþræðinum á Efst á Baugi.
Makar Gestapóa eru velkomnir og nýliðar eru hvattir til að mæta.

Þeir Gestapóar sem mæta, fá nafnspjöld afhent við inngang.
Aukaegó geta líka mætt ef aðalegó hefur skráð sig. Til að aukaegó fái nafnspjald, þá þarf það að senda tilkynningu um það til krossgötu. Flýtið ykkur að þessu, svo nafnspjöldin verði klár á réttum tíma.

Skráning í rútu
Ívar og Hexía halda utan um skráningar í rútu. Sendið þeim einkapóst ef þið ætlið að taka rútuna og þið hafið ekki gert það enn, ásamt gemsanúmeri (fullum trúnaði heitið). Nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að panta rétta stærð af rútu og skipuleggja rútuferðina.

Endanlegt rútuplan með stoppistöðvum og tímasetningum birtir Ívar væntanlega í næstu viku (er það ekki Ívar?).

Á staðnum
Við höfum staðinn algjörlega út af fyrir okkur til klukkan 02:00 aðfaranótt sunnudags, en þá er stefnt að lokun. Áslákur er sem sagt lokaður öðrum en Gestapóum og þeirra fylgdarliði fram til loka.
Þar sem þetta er lokað samkvæmi, þá mega börn undir 18 ára aldri mæta á okkar vegum. Það er þó háð skriflegu leyfi foreldra.

Ekki verður boðið upp á veitingar á föstu formi á Árshátíðinni, því er mjög mikilvægt að borða aðeins áður en farið er á Árshátíðina svo drykkirnir fari ekki öfugt ofan í ykkur.
Barinn verður opinn og verður meðal annars hægt að kaupa Ákavíti (og aðra drykki) þegar bjórmiðar eru búnir.

Þema
Þema kvöldsins verður eiginlega hálfgert Ekki-þema. Það er því mælt með því að þið sendið þau sem leika ykkur klædd sem þið sjálf. Ég hef t.d. verið að reyna að redda mínum leikara hatti, samanborið myndina sem ég er með.
Þeir sem eiga erfitt með það geta notað tengingu við nafnið og ef það gengur ekki, þá mælum við með að leikarinn læri taktana ykkar - t.d. væri fróðlegt að sjá bauv stökkva smæð sína.
Þemað er þó engin skylda, eingöngu skemmtileg viðbót.

Skemmtiatriði
Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði sem ekki verða talin upp hér, því þau eiga helst að koma á óvart. En það má allavega minnast á það að hljómsveit Gestapó er búin að standa í þrotlausum æfingum og það eitt er næg ástæða til að mæta.
Ef fólk vill koma með atriði, þá er það að sjálfsögðu velkomið, hvort heldur það er einleikur, töfrabrögð, tónlistaratriði, búktal, kveðnar rímur eða hvað sem er.

Að auki
Bannaðar verða myndavélar, vefmyndavélar og notkun myndavéla í myndavélasímum (og vídeóapparötum hvers konar)...

P.S. ef þú hittir á að skoða þráðinn akkurat þegar hann er opinn, ekki svara honum. Hann verður uppfærður um leið og eitthvað nýtt er að frétta

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/11/08 21:10

Þeir sem ætla á árshátíðina:

albin
Andþór
Anna Panna
Annrún
Álfelgur
B.Ewing
Bismark
Bleiki Ostaskerinn
Dexxa
Don de Vito
Dula
Fergesji
Fræ
Furðuvera
Garbo
Günther Zimmermann
Herbjörn Hafralóns
Hexía de Trix
Hóras
Huxi +færeyingur
Ísdrottningin
Ívar Sívertsen
Kargur
Krossgata
Línbergur
Ljótunn
Nermal
Nornin
Nótta
Rauðbjörn
Regína
Ríkisarfinn
Skabbi skrumari
Skoffín + maki
Sundlaugur Vatne
Sukkodokki
The Shrike +maki?
Tigra
Tina St.Sebastian
Tumi Tígur
Upprifinn
Útvarpstjóri
Villimey
Vladimir
woody
Z. Natan Ó. Jónatanz
Þarfagreinir

Ég vil minna fólk á að ef það vill fá nafnspjald, þá verður það að vera búið að skrá sig fyrir fimmtudag... en að sjálfsögðu getur fólk skráð sig fram á síðasta dag... Samtals hafa skráð sig á árshátíðina 46 póar með mökuim... aukaegó eru ekki í þessari tölu...

Uppfært: 11 nóv klukkan 22:50

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/11/08 22:41

Ívar Sívertsen mælti:

RÚTUPLANIÐ
Sívertsensetrið
Hamraborg
Brautarholt v/ Nóatún
Hlemmur
Hringbraut við Framnesveg
Sunnutorg
Langholtsvegur við Skeiðarvog
Mjódd
Pósthúsið Árbæ.
Áslákur

Verið er að vinna í tímasetningum.

LOKAÐ VERÐUR FYRIR SKRÁNINGAR Í RÚTUNA ANNAÐ KVÖLD (mánudagskvöld).
Þeir sem ekki mæta í rútuna eða afboða sig eftir þriðjudaginn verða samt sem áður að greiða hálft rútugjald þar sem talsverður kostnaður fylgir því að leigja rútuna og við megum ekki láta rútuferðina koma út í mínus fyrir leigutakann sem í þessu tilviki er B. Ewing. Þeir sem vilja leggja þjórfé til handa Búbbanum vinsamlegast geri það að aflokinni rútuferð.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/11/08 20:28

Ívar Sívertsen mælti:

Rútuplan Árshátíðar 2008 - Tímaplan - RÚTAN FULL - ENGIN SÆTI LAUS
ENGIN SÆTI LAUS LENGUR!

ENGIN SÆTI LAUS LENGUR!

Sívertsensetrið 19.00
Hamraborg 19.10
Brautarholt 19.15
Hornið á Háteigsvegi og Rauðarárstíg 19.20
Hringbraut við Framnesveg 19.25
Sunnutorg 19.35
Langholtsvegur við Skeiðarvog 19.37
Eyjabakki 19.45
Pósthúsið Árbæ 19.50
Áslákur 20.00

ENGIN SÆTI LAUS LENGUR!

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/11/08 22:14

Skabbi skrumari mælti:

Ég held það hafi ekki komið fram og ekki einu sinni til tals á þeim árshátíðarnefndarmaraþonfundum sem ég hef farið á...

...en ég held að það sé nokkuð ljóst að allir verða að borga með reiðufé, hvort heldur í rútuna eða á Árshátíðina... ég efast um að það sé hraðbanki á staðnum, svo hugsið út í þetta áður en lagt er af stað... og ekki gleyma lýsinu...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/11/08 19:07

Ívar Sívertsen mælti:

Listi yfir þá sem ætla með rútunni og hvar þeir stökkva inn.
VINSAMLEGAST STAÐFESTIÐ AÐ ÞESSAR UPPLÝSINGAR SÉU RÉTTAR!

Bílstjóri:
B. Ewing.

Hafnarfjörður 19.00:
Ívar Sívertsen, Hexia de Trix, Línbergur Leiðólfsson, Útvarpsstjóri, Villimey Kalebsdóttir, Vladimir Fuckov, Upprifinn, Herbjörn Hafralóns, Garbo, Sukkudokki.

Hamraborg 19.10:
Fergesji, Furðuvera, Hóras.

Brautarholt 19.15:
Bleiki Ostaskerinn, Nermal, Næturdrottningin, Dexxa, Woody.

Háteigsvegur við Rauðarárstíg 19.20:
Regína.

Hringbraut við Framnesveg 19.25:
Andþór, Annrún, Álfelgur, Dula, Skabbi, Bismark IX, Skoffín, Afbæjarmaður í boði Skoffíns, Tígra, Þarfagreinir.

Sunnutorg 19.35:
Tumi Tígur.

Langholtsvegur við Skeiðarvog 19.37:
Günther Zimmermann.

Eyjabakki 19.45:
Ísdrottningin, Anna Panna, Tina St. Sebastian, Albin.

Pósthúsið í Árbæ 19.50:
Rauðbjörn

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/11/08 20:11

Skabbi skrumari mælti:

Það tilkynnist hér með opinberlega að þeir sem ekki vilja blútmiða (bjórmiða) munu eingöngu borga 1500 kr. inn á árshátíðina

To live outside the law, you must be honest.
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: