— GESTAPÓ —
Nýyrðasamkeppni Schultzs
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 88, 89, 90 ... 94, 95, 96  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 20/10/08 02:10

Skringiriðill.

Sú árátta útvarpsmanna að segja manni í sífellu hvað klukkan er.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 20/10/08 02:33

Úrvarp.

Það að mæta nágranna sínum á ganginum og segja hæ og stíga til hliðar til að geta mætt henni en hún stígur líka til hliðar. Og svo aftur. Og aftur.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 20/10/08 17:41

Úpsdans.

Þegar maður segir alveg satt en fólk fattar það ekki

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/10/08 20:22

Fattleiksleysi.

Að segja eitthvað ógeðslega sniðugt sem engum finnst fyndið nema maður sjálfur...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 21/10/08 02:05

Innfyndni
- - -
Að fresta því að fara í háttinn, vegna þess að maður nennir ekki að bursta tennurnar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 21/10/08 05:21

Þá er maður tannvaka.

Fólk sem manni verður ílla við um leið og maður hittir það.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 21/10/08 06:37

Maður fær bara svipkligju af þeim.

Óvissa þegar maður veit ekki, hvort ætti að kaupa nýjan hlut eða gera við þá gamla.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 2/11/08 16:51

Wayne Gretzky mælti:

Gott íslenskt orð yfir perra takk.

Er öfuguggi eigi nógu gott orð fyrir yður?

En nýtt orð fyrir tillögu Kidda gæti verið valhendukvíði.

Oss vantar gott orð fyrir þá athöfn að leita dyrum og dyngjum að hlut, hver er á afar áberandi stað, en finna þó eigi, fyr en bent er á hann.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 5/11/08 13:11

Fergesji mælti:

Oss vantar gott orð fyrir þá athöfn að leita dyrum og dyngjum að hlut, hver er á afar áberandi stað, en finna þó eigi, fyr en bent er á hann.

Glámblindni

Tilvitnun:

Hann tók þá að leita sykursins í mikilli glámblindni, allt þar til Ormlaug sá aumur á honum og benti honum á að sykurkarið var á nefinu á honum allan tímann - og gleraugun hans ofan í kaffinu hans.

Nú vantar gott íslenskt orð yfir stofnun sem geymir fyrir mann peninga án þess að nota þá í einhverja vitleysu á meðan.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 5/11/08 13:20

Þar gæti hið færeyska orð "Sparikassi" komið að góðum notum, sérstaklega í ljósi vinskapar Færeyinga við lánveitingar.

Mig vantar orð yfir mann eða konu sem fær fráhvarfseinkenni þegar hann/hún lítur ekki inn á Baggalút í svolítinn tíma.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 5/11/08 13:21

Sérhver gestapói.

Sú hæfni fíkla að fela fíkn sína.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 12/11/08 10:09

Vammhuld (skal ekki ruglað saman við tengt heilkenni sem kallast Whamduld)

Fólk sem er svo áhrifagjarnt að það bergmálar ávallt það sem fram kemur í fjölmiðlum

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 12/11/08 14:37

Bjargmiðill.

Það að neita að ganga í skóm.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/11/08 20:55

Iljagaursheilkenni.

Það að vilja vita eitthvað um eitthvað sem maður veit að ekki er hægt að vita.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 24/11/08 10:16

Skabbi skrumari mælti:

Það að vilja vita eitthvað um eitthvað sem maður veit að ekki er hægt að vita.

Þar kemur hið sárþjála orð þrlærdómur í góðar þarfir

Hópur karlmanna sem hittist reglulega undir því yfirskyni að stunda hannyrðar en eru í raun bara að metast um hver bakar bestu kökurnar.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/11/08 10:25

„Ritstjórn“

Manneskja sem safnar „síðustu Rolo-molum“.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 24/11/08 19:44

Æ, ó, Billi... nú muntu bráðum hverfa...

En rólóbitasafnari getur ekki verið annað en SJÁLFSELSKUR. (Sbr. auglýsingarnar...)

Að vanda sig svo mikið við að detta ekki í hálku að maður gleymir að halda jafnvægi á hálkulausum blettum.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 24/11/08 19:48

Glúmur mælti:

Fólk sem er svo áhrifagjarnt að það bergmálar ávallt það sem fram kemur í fjölmiðlum

Langaði bara að skjóta þessu inn

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
        1, 2, 3 ... 88, 89, 90 ... 94, 95, 96  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: