— GESTAPÓ —
Hvað gerir lífið dásamlegt akkúrat núna?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 6, 7, 8 ... 31, 32, 33  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 4/5/08 20:08

3 sneiðar af súpukjöti
3 bakaðar kartöflur (vel stórar) með smjöri og sýrðum rjóma
3 stórir skammtar af salati með fetaosti
slatti af brúnni sósu
1/2 l. af vatni

Þetta er það sem sonur minn borðaði í kvöldmatinn! Sérdeilis frábært þar sem það þarf yfirleitt að tala ofan í hann hvern einasta bita! En ekki í kvöld! Í kvöld höfðu foreldrarnir ekki undan að bæta á diskinn.

Sumarið hlýtur að vera komið.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 4/5/08 21:06

Maturinn sem endaði í belgnum á mér.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garún 4/5/08 21:54

Öll þessi dásamlegu verkefni sem við eigum eftir að klára.

Ég er feimin og lítillát og þoli gríni.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 4/5/08 22:59

Þakkirnar sem ég fékk fyrir það eitt að bera rakakrem á fætur gamallar konu.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 4/5/08 23:43

Það er flókið.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 5/5/08 01:10

Vinkonurnar mínar , frumburðurinn og mamma mín.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 5/5/08 05:26

Engin þrasandi kerling nálægt mér.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 5/5/08 14:07

Ekkert í augnablikinu. Sem betur fer er þó ekkert sem gerir það slæmt heldur.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 5/5/08 15:19

Litlu hundahárin sem fljúga um herbergið í tignarlegum dansi og virðast ekki þurfa að koma niður.
Svo og kaffið og stúlkan mín. ‹Ljómar upp og brestur í söng›

Lalala viu viu víí
dúdididú lala
Lalalalal vííííííííí

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 5/5/08 19:05

Straujárn og hey.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 5/5/08 19:16

Þrestirnir sem byggja sér hreiður og horfa bjartsýnir og áhyggjulausir til sumarsins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 5/5/08 19:22

Lífið og tilveran á degi sem þessum.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 5/5/08 19:32

Besta fjölskyldufólkið mitt í heimi, sem skilur mig hreint og beint án skilyrða eða útskýringa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 5/5/08 20:58

Apríl mælti:

Þrestirnir sem byggja sér hreiður og horfa bjartsýnir og áhyggjulausir til sumarsins.

Ánægjusvipurinn á kettinum sem að situr fyrir neðan hreiðrið og búinn að vera að naga þá sem duttu úr hreiðrinu. Ómetanlegt.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 5/5/08 21:03

Dagur sem þessi gerir lífið þess virði að lifa.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 5/5/08 21:11

Rattati mælti:

Apríl mælti:

Þrestirnir sem byggja sér hreiður og horfa bjartsýnir og áhyggjulausir til sumarsins.

Ánægjusvipurinn á kettinum sem að situr fyrir neðan hreiðrið og búinn að vera að naga þá sem duttu úr hreiðrinu. Ómetanlegt.

En sjáðu til! Ungarnir hafa ekki enn broið sér leið út úr eggjunum sem eru óverpt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 5/5/08 21:12

Smartís í ís, smartísís! Já og velgja.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 5/5/08 21:12

Ég minntist aldrei á neina unga, var það?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
        1, 2, 3 ... 6, 7, 8 ... 31, 32, 33  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: