— GESTAPÓ —
Vísnagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 64, 65, 66 ... 99, 100, 101  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/4/08 21:39

Skot í myrkri: Leon?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/4/08 21:45

Hann er niðji Nafla-Jóns. Napoleon átti afkomendur sem báru nafn hans. Hluti þess er leon, eða ljón.
Nýtur lukku víst með sann. Ljónheppinn.
Vinsæl ræman var til góns. Leon, eða ljón, var vinsæl mynd.
Viðurnefni á tignarmann. Hér vandast málið, en ljónið er jú konungur dýranna. Kannski vísar vísnahöfundur til þess.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 14/4/08 21:54

Ekki er það „ljón“. Þess má geta að ég þykist hafa látið gátuna fylgja eigin heilræðum um gátusmíð og því myndi ég ekki láta línu standa fyrir „ljónheppinn “en svarið vera „ljón“. Peersónulega þykja mér slíkar vísur gallaðar.

Þar sem síðustu visur mínar leystust mjög hratt hafði ég þessa heldur langsóttari en vona að menn geti fallist á að hún sé rökrétt þegar lausnin liggur fyrir.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 14/4/08 21:55

Endurbirt á nýrri síðu:

hlewagastiR mælti:

Hann er niðji Nafla-Jóns.
Nýtur lukku víst með sann.
Vinsæl ræman var til góns.
Viðurnefni á tignarmann.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/4/08 22:13

Ég ætla enn að skjóta; er spurt um hundadagakóng?

Jörundur hundadagakóngur komst til valda í rósti Napóleónsstyrjaldanna, og því í vissum skilningi afkomandi hans.
Það má lita á það sem hundaheppni hundadagakóngsins að hafa orðið kóngur.
Vinsælt sjónvarpsleikrit var gert eftir leikritinu um hundadagakónginn.
Vissulega er hundadagakóngur viðurnefni á tignarmann.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 14/4/08 23:00

Má ég skjóta á GRÍS?

Hann er niðji Nafla-Jóns: þarna er vísað til svínsin Napóleons í Dýrabæ Orwells ... og niðja þess sem er grís
Nýtur lukku víst með sann: algjör „grís“
Vinsæl ræman var til góns: Baddi grís (Babe) – eða stórmynd Grísla
Viðurnefni á tignarmann: forseti vor Óli grís

Það væri nú fyndið ef þetta væri rétt hjá mér og Gríslingur sjálfur búinn að gata.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 15/4/08 00:02

Kynjólfur hlýtur að vera með þetta. Þetta er annars hin fínasta þraut.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 15/4/08 09:40

Já Kynjólfur er með þetta þótt reyndar hafi ég haft aðra skýringu á þriðju línu enda hét kvikmyndin Babe (Baddi) ekki Grís. Það hét hins vegar kvikmyndin Grease.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 15/4/08 11:43

Nú er mér farið að förlast - ég (grislingur) sat inní sjónvarpsherbergi í gærkveldi og horfði á
Ólaf Ragnar og frú dansa og klappa´við lag úr Grease.
Vísbendingarnar voru allstaðar í kringum mig. En allt kom fyrir ekki.
Góð vísa og Kynjólfur klár.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 15/4/08 12:17

Með rafti þeim í lás ég læt.
Loðin fjallaskessa.
Kartaflananna móðir mæt.
Minnkar þrýsting vessa.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 15/4/08 12:43

hlewagastiR mælti:

Með rafti þeim í lás ég læt.
Loðin fjallaskessa.
Kartaflananna móðir mæt.
Minnkar þrýsting vessa.

Mella?
ég hef heyrt þetta með kartöfluna og auðvitað vessaléttinn
en er ekki með orðabók til að sannreyna restina.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 15/4/08 12:43

Mella

Djö, aðeins of seinn. Mella er annað orð um slagbrand og tröllskessu.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 15/4/08 13:50

Rétt hjá Grislingi og Ússi fulkomnaði skýringuna.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 15/4/08 13:55

Hér kemur ein lauflétt.

Í fýlupúkum finnst hann oft.
Fólk sem illa lætur.
Oft á tíðum lýsir loft.
Leggst við þína fætur.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 15/4/08 14:03

Hundur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 15/4/08 14:08

Jújú, mikið rétt.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 16/4/08 01:03

hlewagastiR mælti:

Já Kynjólfur er með þetta þótt reyndar hafi ég haft aðra skýringu á þriðju línu enda hét kvikmyndin Babe (Baddi) ekki Grís. Það hét hins vegar kvikmyndin Grease.

Hahaha, auðvitað. Fíbblið ég. Þetta er brilljant!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 16/4/08 01:27

Slaghörpuna slær hann á.
Slöngutuðru leggur.
Sjómennskunni segir frá.
Segg og annan heggur.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3 ... 64, 65, 66 ... 99, 100, 101  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: