— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 18, 19, 20 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/08 16:21

Vorblóm upp úr votri mold nú skríða.
Bráðum kemur bölvað hret
og bylur milli hríða.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/4/08 21:39

Með bakkanum skurnin er brotin á eggjum,
með blaðinu síðan er matast.
Og það sem er umlukið alhvítum veggjum
ofan í sársvanga glatast.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/4/08 18:59

Stúlkukindin Litja Ljót
lá í dópi og vændi
uns hún gerði yfirbót
iðraðist og sprændi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/4/08 21:26

Djöfull er hér drungalegt
og dapurt um að litast.
Fram úr hófi frið og spekt
finnst mér hérna ritast.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 17/4/08 13:41


Vorsins ylmur grasið grær
gæjist blóm úr moldu
Himins bláminn tindrar tær
töfrar lífs á foldu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garún 17/4/08 21:51

Fýkur yfir fjöllin,
svo fagurt er
Skríður yfir sandinn,
sólin þar til fer

Ég er feimin og lítillát og þoli gríni.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 23/4/08 21:53


Vetur kveður vorsins blær
væntum sumars hlýu
Harpa byrjar,fagnað fær
frelsis vinir,nýu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óvinur ríkisins 24/4/08 16:41

Sumir vilja sumar,
sól og laufin græn.
Heldur vel þó humar,
heitan, enítæm.

Með þökk fyrir ósamstarfið - Óvinur ríkisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/4/08 08:59

Hausta tekur, laufin safna litum,
leggur kul frá suðurskautinu.
Í Tasmaníu, áður en við vitum,
af sér varpa lauftré skrautinu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 25/4/08 13:01

Örin eins og örskot flaug,
örin gegnum hausinn smaug,
Billa í höfði bilaði taug,
Billi upp í nefið saug.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/4/08 00:27

Golíat minn, kannski gefur þú mér
glæsilegt parrukk á skallann.
Haustkuldann finn ég því hausinn er ber;
helstan það tel ég nú gallann.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garún 26/4/08 22:36

Þó lundin súrni linnulaust
leggst sem mara á vitin.
Lítið hef á láni traust
ljót og veðurbitin.

Ég er feimin og lítillát og þoli gríni.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/4/08 09:33

Sigið er á seinni hluta sunnudagsins.
Núna vil ég njóta fagsins,
njörfaðs máls í formi bragsins.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/4/08 22:56

Enn hér næðir norðan gola
nýstingskuldi ekki frost.
Út í mýri ráfar rola
ræfilsleg með engan kost.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 1/5/08 23:27

Flækist Enter fullur hér um þræði
finnst hann sjálfsagt vera hér eitt æði
ég veit engan mann
vænni en hann
eða betri að kveða hér kvæði

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 8/5/08 22:08

,
Upprifinn og Enter eru
eftirlætis drengir hér.
Skabbi karl og Billi beru (Bilaði)
bærilegir þikir mér.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 12/5/08 17:33

Dettur mér oft drasl í hug
dembi ég því hingað
Þegar gamli fer á flug
fjölgar vísum kannski´ um tug.

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/5/08 19:37

Þúsund vísur ort hef eg
ég orðið kunni'að virkja
Nú hrýtur deyfðin hræðileg
nú hætti ég að yrkja.

To live outside the law, you must be honest.
        1, 2, 3 ... 18, 19, 20 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: