— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 165, 166, 167 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/4/08 23:50

Breyti aðeins til að gleðja bragfræðinga

Störfin kalla, kemur vorið
kætast litlu börnin þá.
Oft í leikjum létt er sporið
lífið sérhver elska má.

Hvað er betra er sumarsól
í sælureiti grænum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 9/4/08 23:56

Hvað er betra er sumarsól
í sælureiti grænum?
Falleg glaðlynd kona´ í kjól
kannski´ að hitta´ í bænum.

Brátt mun koma niðdimm nótt
níðingarnir vakna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/4/08 23:58

Hvað er betra en sumarsól
í sælureiti grænum?
eintóm gleði almenn hól
og Yngismær í bænum

Þó eftir vori víst ég bíði
varla fer á límingum.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/4/08 12:07


Brátt mun koma niðdimm nótt
níðinganir vakna.
Þá er best að hafa hljótt
hægan ,einskis sakna.
----------------------------
Hamagangur á holti var
hænurnar urðu óðar.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 11/4/08 03:10

Hamagangur á holti var
hænurnar urðu óðar.
Lappi stundar Langabar
líkt og aðrir sóðar.

Hlebbi vertu velkominn
víst hef ég þín saknað.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/4/08 09:10

Hlebbi vertu velkominn
víst hef ég þín saknað.
héldu menn í hel vominn
en helvítið er vaknað.

Ætli Vímus elskulegur
orðinn sé nú og streit?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 11/4/08 10:17

Ætli Vímus elskulegur
orðinn sé nú og streit?
Fíkill sá er feikitregur
fékk sér drátt á geit.

Dópaður og drukkinn er
daga jafnt sem nætur.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/4/08 17:38


Dópaður og drukkin er
daga jafnt sem nætur.
Vímus karlinn bagsar ber
blindfullur og grætur.
------------------------
Vanda mig í vinnunni
vænti slíks af öðrum,

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Vanda mig í vinnunni
vænti slíks af öðrum;
fá- er sælt ´i -sinnunni
að sitja´ á steini hörðum.

---------------------------------
Vandi fyrir vefst ei mér
varla, heldég, nokkur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 12/4/08 03:38

Vandi fyrir vefst ei mér
varla, heldég, nokkur
Tel ég létt að teyga hér
tvær á nóttu bokkur.

Fá eru mín fyllerí
frekar lengi standa.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/4/08 11:49


Fá eru mín fyllerí
frekar lengi stunda.
Það er bansett brýerí
bæti upp með landa.
----------------------
Fyllerí er fjandans böl
fæstir ættu að stunda.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 12/4/08 15:48

Fyllerí er fjandans böl
fæstir ættu að stunda.
Límonaði og lageröl
ég lep á milli blunda.

Á síðkvöldum ég svalla mest
og soldið líka um helgar.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 12/4/08 17:11

Á síðkvöldum ég svalla mest
og soldið líka um helgar.
En það er sem mér þykir verst
þegar ég fæ magapest.

Þá á kodda ég kvalinn leggst
og konan mín mér hjúkrar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/4/08 21:08


Þá á koddan kvalinn leggst
og konan mín mér hjúkrar.
Af óráðssíu í draumi dregst
dæmdur,í krýsu sjúkrar.
--------------------------------
Vakna ljúfir dagsins draumar
dvelja í huga litla stund,

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 12/4/08 23:23

Vakna ljúfir dagsins draumar
dvelja í huga litla stund.
Innst í sálarkima kraumar,
köllun mín – að éta hund.

Hugsun þeirri bægi burt
bráir snöggvast af mér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/4/08 23:27

Hugsun þeirri bægi burt
bráir snöggvast af mér.
litla stund ég læt það kjurt
loks þó niður er því sturt.

þó að upphafsorðið sé
oft til niðurlagsins tekið.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 12/4/08 23:32

Hugsun þeirri bægi burt
bráir snöggvast af mér.
Hyggjuvitið helst til þurrt
hollan efa gaf mér.

Í ró og næði nú ég sit
neðan í því fæ mér.

of seinn, biðst forláts

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 12/4/08 23:36

Í sárabætur færðu botn við vísunni Hvurslags:

Í ró og næði nú ég sit
neðan í því fæ mér.
Þvæld ég les og þukla rit
þangað til ég næ mér.

En aftur að keðjunni:

Þó að upphafsorðið sé
oft til niðurlagsins tekið
þá er stundum þornað blekið,
þrotið eða niður lekið.

Þá er ekki annað hægt
en opna sár og rista.

        1, 2, 3 ... 165, 166, 167 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: