— GESTAPÓ —
Kveðið um menningarnótt
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 16/8/03 16:21

Hér eru þrjár hálfkveðnar vísur sem þið megið gjarnan reyna ykkur við áður en það verður um seinan:

Á menningarnóttu, er mennirnir hrasa
um mannlegar kenndir, drósir og vín...

mig fýsir að vita, hver verður hvar
og hversvegna akkúrat þar?...

að líkindum Reykjavík riðar til falls
ríkja þar allskonar sníkjandi dýr...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 16/8/03 16:48

Á menningarnóttu, er mennirnir hrasa
um mannlegar kenndir, drósir og vín...
Þá rifja sumir upp sífræga frasa
eins og, "Heldurðu ekki þú kíkir til mín?"

Þegar fjörugum gestunum fjölgar
inn á okkar ástkæra fallega bar,
mig fýsir að vita, hver verður hvar
og hversvegna akkúrat þar?...

Þegar við höfum dansað okkar vals
og venjulegur dagur, upp rennur nýr,
að líkindum Reykjavík riðar til falls
ríkja þar allskonar sníkjandi dýr...

Þessu var nú bara hennt upp í fljótheitum. Þarf að drífa mig á salernið núna. Vona að aðrir geri þetta betur en ég.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 16/8/03 18:35

Á menningarnóttu, er mennirnir hrasa
um mannlegar kenndir, drósir og vín...
kætumst við einnig á krá meðal glasa
komið nú bræður, fylleríssvín

mig fýsir að vita, hver verður hvar
og hversvegna akkúrat þar?...
kíkja þá skaltu barasta á bar
ég býst að fáist þar svar.

að líkindum Reykjavík riðar til falls
ríkja þar allskonar sníkjandi dýr...
skammarleg borgin er skemmtitík alls
skríkjandi píka og flíkin svo rýr

Dr.Barbapabbi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/8/03 09:18

Á menningarnóttu, er mennirnir hrasa
um mannlegar kenndir, drósir og vín
Karlarnir öskra og kerlingar masa
kátir menn syngja og drekka sem svín

mig fýsir að vita, hver verður hvar
og hversvegna akkúrat þar?
labb´upp á hólinn eða hang´inn á bar
halda um bjórinn uns fæ ég blátt mar

að líkindum Reykjavík riðar til falls
ríkja þar allskonar sníkjandi dýr
Borgarstarfsmenn blésu til svalls
það borgar sig ekki að vera svo hýr

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Sulllur 18/8/03 11:36

Á menningarnóttu, er mennirnir hrasa
um mannlegar kenndir, drósir og vín...
Í menningar nafni um ráð fram ég rasa
en rölti svo heim til að skammast mín.

mig fýsir að vita, hver verður hvar
og hversvegna akkúrat þar?...
Við þessu fæst ekkert einhliða svar
nema af því bara, allstaðar.

að líkindum Reykjavík riðar til falls
ríkja þar allskonar sníkjandi dýr...
þau eru þegar allt kemur til alls
íhaldsins þjónar og heilagar kýr.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: