— GESTAPÓ —
Ég mæli með sjónvarpsþættinum ...
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 21/10/07 15:44

Ég minnist líka með gleði þáttana um Brakúla greifa.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 22/10/07 07:08

Í hverfisbúðinni minni er hægt að fá Einu sinni var... á DVD...með pólsku tali...grunar mig.

Heyrðu: Mythbusters!

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/07 21:01

Grágrímur mælti:

Og Daffy Duck er hetja

Ég tek undir það. Daffy er unaðslegur karakter og allar myndir með honum fram á sjöunda áratuginn eru vel áhorfanlegar og sumar hreinlega meistaraverk. Á sjöunda áratugnum var hann aðallega settur í eltingarleiki við Speedy Gonzales og eru þær myndir undantekningalaust ömurlegar og illa gerðar myndir.

Ég hef aldrei skilið snobbið í kringum Roadrunner og sléttuúlfinn. Roadrunner er of einhæfur og óréttlætið gagnvart greyið úlfinum fer að fara í taugarnar á manni eftir nokkurn tíma. Tommi fékk þó séns af og til. Þó var þetta geysilega fyndið þegar maður var smákrakki og hafði ekki séð þetta áður. Besti þátturinn með úlfinum var þegar hann var að eltast við Bugs Bunny. Í þeirri teiknimynd talaði hann ensku með hámenntuðum og sjálfumglöðum hreim.

Ég læt fylgja fyrstu orðin hans í teiknimynd, ég kunni þau utanað í mörg herrans ár (eins og reyndar alla Bugs Bunny Roadrunner Movie) en það var farið að fenna yfir þetta og náði ég því í textann á hinu svokallaða interneti.

‹Sléttuúlfurinn kemur að búsetuholu Bugs, með samanbrjótanlega hurð. Hann reisir hurðina í hægðum sínum og bankar. Bugs kemur upp og opnar að sjálfsögðu dyrnar: ›

Wile E. Coyote: Allow me to introduce myself. My name is Wile E. Coyote...Genius. I am not selling anything nor am I working my way through college, so let's get down to cases. You are a rabbit and I am going to eat you for supper. Now don't try to get away! I am more muscular, more cunning, faster and larger than you are...and I'm a genius. Why you could hardly pass the entrance examinations to kindergarten. So I'm going to give you the customary two minutes to say your prayers.
Bugs Bunny: Sorry, Mac, the lady of the house ain't home and besides, we mailed you people a check last week.

‹Bugs Skellir hurðinni á sléttuúlfinn og fer niður›

Klassík, alger klassík.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 1/11/07 22:27

Hefur virkilega enginn minnst á Dave Allen.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 1/11/07 22:29

Ég mæli með Stubbunum þeir skapa ótrúlega mikinn frið á heimilinu.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 1/11/07 22:45

Van Horn mælti:

Hefur virkilega enginn minnst á Dave Allen.

Það stafar í tilfelli voru einfaldlega af gleymsku. Það voru sannarlega stórskemmtilegir þættir ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/11/07 10:07

Vladimir Fuckov mælti:

Van Horn mælti:

Hefur virkilega enginn minnst á Dave Allen.

Það stafar í tilfelli voru einfaldlega af gleymsku. Það voru sannarlega stórskemmtilegir þættir ‹Ljómar upp›.

Já þvílík snilld... ‹Ljómar upp›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 2/11/07 10:09

Skabbi skrumari mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Van Horn mælti:

Hefur virkilega enginn minnst á Dave Allen.

Það stafar í tilfelli voru einfaldlega af gleymsku. Það voru sannarlega stórskemmtilegir þættir ‹Ljómar upp›.

Já þvílík snilld... ‹Ljómar upp›

Já hann var alltaf að breytast í varúlf‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 2/11/07 10:21

Hakuchi mælti:

Grágrímur mælti:

Og Daffy Duck er hetja

Ég tek undir það. Daffy er unaðslegur karakter og allar myndir með honum fram á sjöunda áratuginn eru vel áhorfanlegar og sumar hreinlega meistaraverk. Á sjöunda áratugnum var hann aðallega settur í eltingarleiki við Speedy Gonzales og eru þær myndir undantekningalaust ömurlegar og illa gerðar myndir.

Ég hef aldrei skilið snobbið í kringum Roadrunner og sléttuúlfinn. Roadrunner er of einhæfur og óréttlætið gagnvart greyið úlfinum fer að fara í taugarnar á manni eftir nokkurn tíma. Tommi fékk þó séns af og til. Þó var þetta geysilega fyndið þegar maður var smákrakki og hafði ekki séð þetta áður. Besti þátturinn með úlfinum var þegar hann var að eltast við Bugs Bunny. Í þeirri teiknimynd talaði hann ensku með hámenntuðum og sjálfumglöðum hreim.

Ég læt fylgja fyrstu orðin hans í teiknimynd, ég kunni þau utanað í mörg herrans ár (eins og reyndar alla Bugs Bunny Roadrunner Movie) en það var farið að fenna yfir þetta og náði ég því í textann á hinu svokallaða interneti.

‹Sléttuúlfurinn kemur að búsetuholu Bugs, með samanbrjótanlega hurð. Hann reisir hurðina í hægðum sínum og bankar. Bugs kemur upp og opnar að sjálfsögðu dyrnar: ›

Wile E. Coyote: Allow me to introduce myself. My name is Wile E. Coyote...Genius. I am not selling anything nor am I working my way through college, so let's get down to cases. You are a rabbit and I am going to eat you for supper. Now don't try to get away! I am more muscular, more cunning, faster and larger than you are...and I'm a genius. Why you could hardly pass the entrance examinations to kindergarten. So I'm going to give you the customary two minutes to say your prayers.
Bugs Bunny: Sorry, Mac, the lady of the house ain't home and besides, we mailed you people a check last week.

‹Bugs Skellir hurðinni á sléttuúlfinn og fer niður›

Klassík, alger klassík.

‹Grenjar úr hlátri yfir minningunni›
Annars er eitt eftirminnilegasta atriðið með Wile E. Coyote þegar hann situr fastur í húsi eða farartæki sem af einhverjum ástæðum er allt í einu staðsett á miðjum lestarteinum. Þegar Coyote heyrir að lestin er að koma dregur hann upp litla regnhlíf og spennir hana upp yfir höfði sér, með hinn mikla svip vonleysis á andlitinu. Ég held ég hafi sjaldan hlegið jafnmikið.

Daffy er líka yndislegur. „You are diththpicable!“ er frasi sem alltaf er hægt að grípa í. Ásamt „It'th mine, mine, all mine!“

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 2/11/07 12:13

Hví í dauðyflislegum dólgslátum hefur enginn minnst á Dallas? Þvílíkt eðalsjónvarpsefni komum við aldrei til með að sjá aftur. Ég meina, hver man ekki eftir að hafa fundið til með SúEllen þegar hún drakk sig fulla af því að JoðErr var svo vondur við hana, grátið þegar Jock dó, hlegið yfir hrakföllum Cliff Barnes og fallið í yfirlið þegar Pamela vaknaði loksins eftir tveggja ára draum með Bobbí í sturtunni? Ætlið þið virkilega að segja mér að eitthvað af því sem þið hafið nefnt geti toppað þennan fjórtán ára tilfinningarússíbana sem Dallas var?

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 2/11/07 14:08

‹Potar í Texa með kakósleifinni› Láttu ekki einsog kjáni, Miss Ellí getur aldrei toppað minn fjarskylda frænda Daffy!

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/11/07 01:22

Van Horn mælti:

Hefur virkilega enginn minnst á Dave Allen.

Jú reyndar minntist ég á hann. Skylduáminning að sjálfsögðu.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 4/11/07 01:26

Deadwood , þvílík snilld..

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/11/07 01:38

Svei. Ég er með seríu tvö með Deadwood á tölvunni en vantar seríu eitt. Mig langar virkilega til að sjá þættina, ætli ég neyðist ekki til að kaupa fyrstu seríu.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/11/07 13:32

Ég var að ljúka við að horfa á sjöttu seríu af Curb Your Enthusiasm. Hún fær tíu í einkunn, eitthvert það besta sjónvarpsefni sem ég hef séð. Ekki einn veikur blettur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 17/11/07 14:04

CYE pirrar mig. Sama tilfinning og ég fæ þegar slysast til að horfa á Sigtið. Þeir eru svipaðir karakterar, alltaf að reyna að gera eitthvað merkilegt sem misheppnast ógurlega, aumkunarverðir, misskildir karlaular. Mér líður illa af því að horfa á þá.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/11/07 15:11

Hvern hefði grunað að þú værir svona viðkvæm!?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 17/11/07 17:11

Ég mæli með fréttum á RÚV.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: