— GESTAPÓ —
Langbesti leikurinn: Hvað eruð þið að fara að gera núna?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 50, 51, 52 ... 510, 511, 512  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 7/6/04 20:27

Vamban mælti:

Reykingar mjög heilla rafta
rettuna færi ég Skafta
Fáðu þér smók og sopa af kók
og sjúgð'í þig kosmíska krafta

Frímann flugkappi fer nú varla með fleipur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 7/6/04 21:13

Ég ætla að fá mér brjóstsykur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 7/6/04 21:16

ööö...hæ! ‹Hleypur í burtu og dettur í poll á leiðinni og haltrar hágrátandi heim›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 7/6/04 22:06

Er að fara að gera leiðinlegasta partinn við vinnuna.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dillinger 8/6/04 11:17

ég er svona að fara að huga af því að fara að fá mér hádeigismat

John Dillinger. • Foringi Aftökusveitar Krumpu. • Fangelsisstjóri Baggalútíu. • Eigandi Sálar Nornarinnar. • Skriffinnur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 8/6/04 16:53

Frelsishetjan mælti:

Er að fara að gera leiðinlegasta partinn við vinnuna.

Fara heim?

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Konstantín 8/6/04 17:10

Frelsishetjan mælti:

Er að fara að gera leiðinlegasta partinn við vinnuna.

Dvelja með samstarfsfólkinu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/6/04 17:44

Frelsishetjan mælti:

Er að fara að gera leiðinlegasta partinn við vinnuna.

Skeina yfirmanninum?

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 8/6/04 18:03

Hakuchi mælti:

Frelsishetjan mælti:

Er að fara að gera leiðinlegasta partinn við vinnuna.

Skeina yfirmanninum?

Nei það geri ég bara þegar að ég fer í stafsmannaviðtal og er að biðja um launahækkun.

Annars var þetta leiðinlegast við vinnuna að það er að fara að vinna. En það datt engum í hug.

Órækja var samt ekki langt frá því, því að ef þetta hefði verið að sama tíma í fyrra, þegar að ég var með skassinu þá hefði þetta verið rétt.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 8/6/04 23:45

Fáðu þér aðra vinnu það er ömurlegt að vera í leiðinleri vinnu ‹Setur upp vorkunarsvip›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Brenjar 9/6/04 19:44

Ég þarf víst að elda kvöldmatinn.

‹Dæsir mæðulega og truntast fram í eldhús›

Seðlabankastjóri Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 9/6/04 19:59

feministi mælti:

Fáðu þér aðra vinnu það er ömurlegt að vera í leiðinleri vinnu ‹Setur upp vorkunarsvip›

Þetta er nefnilega skemmtileg vinna þangað til að ég þarf að vinna.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/6/04 23:54

Núna ætla ég að spyrja ykkur líkt og yfirstjórnina: Eyðileggst allt grænmeti ef það frýs? Ef aðeins sumt af því gerir það og annað ekki, þá þætti mér vænt um að fá greinargott svar við þessari spurningu...ha?...hmmm?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/6/04 00:44

Vér ætlum að bregða oss til Draumalands og dveljast þar í nokkra klukkutíma.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/6/04 09:27

Tinni mælti:

Núna ætla ég að spyrja ykkur líkt og yfirstjórnina: Eyðileggst allt grænmeti ef það frýs? Ef aðeins sumt af því gerir það og annað ekki, þá þætti mér vænt um að fá greinargott svar við þessari spurningu...ha?...hmmm?

Hugsa að flest allt grænmeti fari illa út úr frosti, sérstaklega ef þú ætlar að borða það ferskt...ef þú ætlar að elda það (sjóða-steikja), þá myndi ég nú ekki hafa áhyggjur af því...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 10/6/04 09:37

Tinni mælti:

Núna ætla ég að spyrja ykkur líkt og yfirstjórnina: Eyðileggst allt grænmeti ef það frýs? Ef aðeins sumt af því gerir það og annað ekki, þá þætti mér vænt um að fá greinargott svar við þessari spurningu...ha?...hmmm?

Þetta svar flokkast ekki undir s.k. greinagóð svör en upplýsingarnar eru engu að síður áræðanlegar og fengnar úr reynsluheimi kvenna. Frysting er geymsluaðferð sem dregur að öllu jöfnu nokkuð úr gæðum grænmetis. Til að draga úr þessu er eina ráðið að elda grænmetið strax en ekki láta það þiðna og elda síðan. Við þetta má bæta að fyrir frystingu er grænmeti gjarnan forsoðið. Þessa aðferð er hægt að nota við allt grænmeti eftir því sem ég best veit.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 10/6/04 09:56

Já, ég þakka góðar upplýsingar, enö mér sýnist að megnið af grænmetinu hafi bjargast fyrir utan gúrkuna og sveppina, en hinir síðarnefndu lyktuðu af hægfara dauða. Reyndar kemst ég að raun gæði hráefnisins í kvöld, þegar ég saxa mér grænmetisblöndu á ný.

Hér er síðan einföld uppskrift af hollri próteinríkri máltíð.

Skerið niður ferskt grænmeti af ýmsu tagi ofan í poppkornsskál.
Harðsjóðið 4 egg, hendið rauðunum í ruslið, enda enda ekkert annað en kólesterólkítti. Saxið hvítuna niður og bætið henni í skálina með hinu.
Saxið niður hvítt kjúklingakjöt sem einnig fer með. Kjúklingapura er eitur og þið fleygið henni í ruslið
Hrærið öllu saman, bragðbætið með uppáhaldskryddinu, permesanosti, örlitlu af Paul Newman olíu og snæðið af bestu lyst. Einfaldara getur það ekki verið.

Tekið skal sérstaklega fram að eggjahvíta og kjúklingakjöt er uppfullt af nauðsynlegu próteini og ber ekki með sér mikla fitu, þannig að þessi máltíð er mjög staðgóð og næringarrík.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/6/04 10:03

Tinni, væri ekki ráð að starta matreiðsluhorni...hljómar vel þessi réttur þinn...

        1, 2, 3 ... 50, 51, 52 ... 510, 511, 512  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: