— GESTAPÓ —
Athvarf græjufíkla
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 3/4/07 20:59

Hæ ég heiti Bangsímon og er græjufíkill. Samt ekki. En ég keypti mér í dag nýja hátalara fyrir hrúgu af peningum (ef ég mundi einhverntímann taka þá út, þeir eru í raun bara tómar upplýsingar) sem heita Dynaudio Acoustics BM6A.

Þannig að mér datt í hug að búa til þráð þar sem maður getur talið upp hvað maður á fínar græjur ef maður vill.

pant byrja!

það sem er á skrifborðinu mínu núna er:
15" MacBook Pro sem er tölvan mín og keyrir OS X og Windows XP.
Dynaudio Acoustics BM6A sem eru hátalarnir mínir sem eru ótrúlega nákvæmir og geta spilað tónlist hærra en ég mun nokkurntímann þora að spila á þess að vera með þrjár heyrnahlýfar. þeir eru með sitthvorn magnarann inní sér.
Sennheizer HD650 heyrnatól sem eru mjög nákvæm líka og mjög þægilegt að hlusta á.
250GB Lacie harðadisk til að geyma tónlist og glápiefni.
Tapaco mix50 mixer, mjög lítill mixer sem ég nota til að hækka og lækka. fer ekki hærra en 25% á hækkalækka takkanum, því þá finnst mér eins og tónlistin sé að lemja mig.
K790i frá sony ericsson. æðislegur sími sem ég nota sem mp3 spilara, myndavél og vekjaraklukku. og svo náttla síma stundum.
M-Audio MobilePre. usb hljóðkort. ekkert sérstaklega gott en gerir sitt gagn.
Auðkennis lykill fyrir heimabankann.

oh ég hef gaman af fínum græjum.
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 3/4/07 21:01

Skil ekki græjufíkn, það dugar mér að hægt sé að kveikja og slökkva.

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 3/4/07 21:02

Eða láta einhvern annan kveikja, og slökkva svo aldrei... ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 3/4/07 21:04

‹Snortar Bang&Olufsen›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 3/4/07 21:08

það er alltílagi skilurru, þú veist, það þurfa ekkert allir að vera eins skilurru. mér finnst t.d. ekkert gaman af stórum stöfum í byrjun setningar. en það er líka alltílagi, þú veist.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/4/07 22:15

Ég hélt þetta væri athvarf gægjufíkla.

Konungur Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/4/07 22:28

Hakuchi mælti:

Ég hélt þetta væri athvarf gægjufíkla.

Haha ég las það sama.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 3/4/07 22:29

Þá er bara spurning hvort þú segir okkur ekki frá kíkinum þínum.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/4/07 22:32

‹Segir ekki frá kíkinum sínum›

Konungur Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dula 3/4/07 22:35

Ég elska græjur líka en þar sem ég er í handsnúinni fartölvu rétt hjá dettifossi þá er ég bara ótrúlega glöð að geta skrifað eitthvað.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu› áður en ég frýs eða dett út.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 3/4/07 22:36

Dularfulli maðurinn mælti:

Ég elska græjur líka en þar sem ég er í handsnúinni fartölvu rétt hjá dettifossi þá er ég bara ótrúlega glöð að geta skrifað eitthvað.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu› áður en ég frýs eða dett út.

fá sér heitt kakó, klæða sig betur og halda sér fast.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 3/4/07 22:45

‹Starir þegjandi út í loftið›

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 4/4/07 11:13

Græjur eru snilld.
Byrjaði í vídeódellu þegar ég var 10 ára
Fór yfir í tölvudellu þegar ég var 13
Hef verið með vænan skammt af bíladellu líka - án veglegra bíla þó þangað til ég fékk mér Prius græjubíl!
Hef undanfarið mest stundað ljósmyndadellu
Fékk mér nýverið fyrstu leikjatölvuna mína - Wii, snilldar græja, er núna að bíða eftir að einhver búi til líkamsræktar/innréttingabrots/bardagaleikinn "StarWars Kid" það væri snilld. ‹Æfir StarWars Kid taktana›

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/4/07 11:42

Ég á K790i og Sennheiser heyrnartól - meira að segja tvö slík.

Svo á ég fartölvu og vefþjón. Og sjónvarp. Og bíl. Þá er það eiginlega upptalið. Eða jú - ég á brauðrist.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dula 4/4/07 11:50

Vá ég er græjusjúklingur og á tvær starfhæfar tölvur og tvær óstarfhæfar fartölvur. Ég á tvo gemsa, videocameru frá sony, digital myndavél. Lcd flatskjá, heimabíó, amerískan ísskáp, rainbow ryksugu og miele þvottavél og guð má vita hvað.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 4/4/07 13:02

Ég er með Toshiba fartölvu með innbyggðum hátulurum, þannig að ég þarf ekkert aðra.
Ég er með 28"sjónvarp og ágætis heimabíókerfi, ef ég vill stækka, þá er ég með skjávarpa og 2x2 tjald inni í geymslu.
Síminn heitir Blackberry 8703 held ég.
Svaka græja sem ég hef stundum kíkt hingað inn í meðan ég bíð á rauðu ljósi.
Svo er það bara barnið mitt

Honda Shadow...

‹Hoppar út og bónar krómið.. aftur.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/4/07 14:34

Líklega getum vjer talist vera með tölvugræjufíkn ‹Ljómar upp›.

Vjer eigum 5 tölvur (ef vjer munum rjett). Einungis tvær eru reyndar í reglulegri notkun, eina þurfum vjer að losa oss við, ein er merkur forngripur og eina er óákveðið hvað gert verður við. Rjett í þessu vorum vjer að tengja nýtt diskabox við aðaltölvuna og erum vjer þá komnir með sk. RAID og alls rúmlega 2 TB (*) í diskapláss ‹Ljómar upp og byrjar strax að hugsa upp leiðir til að fylla allt diskaplássið sem allra fyrst. Finnur leið til þess og ljómar niður›.

(*) Líklega getum vjer talist vera með einhverskonar vídeógræjufíkn líka enda tengist þetta mikla geymslupláss því m.a. Erum vjer bæði með vídeómyndavjel og vefmyndavjel.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dula 9/5/07 08:48

Lappinn minn er að koma úr viðgerð loksins og þeir voru nú það indælir að hafa þetta undir ábyrgðinni þó svo kóksullið væri mín sök‹Stekkur hæð sína›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: