— GESTAPÓ —
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Meistarinn 10/2/07 16:50

Leitin ađ lífinu

Hvar er lífiđ sem ég taldi ađ vćri selt í stórmarkađnum
innanum pakkasúpur og kex?
Já, hvar er ţađ líf, ţetta stađlađa líf?
Ég finn ţađ hvergi.
Ég leita búđ úr búđ frá kaupmanni til kaupmanns í Smára og Kringlu,
er jafnvel međ stjörnukíki til ađ leita.
Er ţađ ađ finna í himinhvolfunum ţetta líf sem ég leita ađ?
Hafa vísindamenn uppgötvađ ţađ og stílfćrt til fjöldaframleiđslu?
Dauđann finn ég og er ţó ekki ađ leita.
Hann er í sígarettunni og ljósum prýddum skemmtistöđum.
Hann er sveittur á dansgólfinu í alsćlu.
Hann er í strćtinu, hann er í kogganum, hann er í rauđsprittinu rámur og hás.
Hann lćđist ađ vitundum grunlausra barna í formi saklausra leikja,
hann er í barnapíunni sem horfir á „meinlaust“ porn međ flekklausa kćrastanum sínum.
Dauđinn er ríkjandi alls stađar í fréttunum, jafnvel í saklausum kosningum og fegurđarsamkeppnum.
En hvar er ţetta líf sem mér var heitiđ í vöggunni og á leikskólanum áđur en barnapían kom og spillti minni vitund, áđur en fréttirnar smugu inní sálina?
Já, ţví finn ég ţađ ekki í hillunum innanum tískuvörurnar?
Bandiđ spilar og sveittur strákur á skemmtistađ dansar og hrekklaus stelpa dansar međ án ţess ţó ađ vita viđ hvađa mars hún er ađ dansa.
Og börnin byrja ađ syngja „Ţá var kátt í höllinni“ viđ lag dauđa bandsins.
Ţetta er ljóđ mitt til ţín, já til ţín sem kannt ađ geyma mitt líf.
En brjóst mitt er fullt af ótta og samviska mín svört eins og samviskur virđulegra borgara.
En góđborgarar finnast ekki lengur, fyrir mér eru bara til rík svín sem felast í fílabeinsturnum međ dauđann rćktađan í görđunum sínum. Ţađ er bara samviskulaust ríkt fólk sem hefur áhyggjur af sveiflum hlutabréfamarkađarins og ţađ er fólkiđ sem stal lífinu í frelsisins nafni.

En ég, hugsa ég stundum? Hvernig verđ ég ef ég efnast einn daginn?
Verđ ég ţá líka tilfiningalaust svín sem hrín í takt viđ markađinn.
Verđ ég ţá hluti ţessa valds sem um mannslíf ekkert skeytir.
Verđ ég partur af líflausu afli peningamaskínunnar?
Ég sem ţrái líf fullt ađ heilbrigđum gildum og jafnrétti.
Ţetta líf var eitt sinn til, ţađ veit ég ţví ég hef lesiđ um ţađ í bókum.
Ég hef lesiđ um gömlu gildin, um gömlu fjölskyldueininguna.
En finn ţađ ekki í mínu lifanda lífi, ţó ég leiti búđ úr búđ.
Allt annađ er ţó ađ finna svo sem hćgindavörur, hagrćđingarvörur og
vörur sem „allir“ ţurfa ađ eiga. En gildin finn ég hvergi.
Ţví frjálshyggjan hefur leyst spilltasta eđli mannsins úr lćđingi og hin gömlu og góđu gildi vikiđ fyrir markađnum. Ég ţrái einfaldleikann og öldungaráđ vitiborinna ekki reglugerđamaskínu bakarísdrengjanna sem auđinn fengu í arf.
Er ţessi hugsun mín óraunsć og barnaleg?
Er ţetta ósk vitfirrts manns sem kann ekki hinn spillta leik?
Eđa er ég einn óspilltur međ réttmćtar óskir?
Ósk mín um endurreisn fjölskyldueiningarinnar verđur seint uppfyllt í ţeim veruleika sem er ríkjandi í nútímanum.
Frjálshyggjan, hćgristefnan, hefur kviksett lífiđ og viđ syngjum öll jarđarfararsálminn djúpt inni í sálum okkar ómeđvituđ, ţar sem viđ keyrum á óráđlegum hrađa í gegnum tilveruna. Blind leit ađ lífsgćđum og allaveganna hćgindum hafa tekiđ ţađ líf sem ég sćkist eftir ađ lifa ađ eilífu Amen.

Meistarinn. Lyfsali baggalútu.
LOKAĐ
» Gestapó   » Kveđist á   » Hvađ er nýtt?
Innskráning:
Viđurnefni:
Ađgangsorđ: