— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ormlaug 22/11/06 11:23

Kvæði:

Bráðum koma blessuð jólin
og blíðan
Bagga fer að hlakka til
og bíða

Mikið sem mér líst vel á jólaskífuna, loksins eitthvað annað en Haukur Morthens og Björgvin Halldórsson. Ég held að þetta muni fríska verulega upp á jólalagaflóðið í útvarpinu í ár. Er fólk annars farið að bíða í röð? Væri það ekki gaman, allir Gestapóar í stórri röð með rússahúfur og lopavettlinga, sitjandi undir hlýjum teppum að sötra kakó - það væru nú kósíheit!
‹Tekur fram útilegustól og tillir sér fremst í röðina við Hljómalind›

Fegurðin kemur að innan! • Heimska anórexíu beyglan þín!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 22/11/06 11:29

‹Veðjar á að Japis opni fyrr en Hljómalind og sest þar fyrir utan› Sá kynningarstúfinn í morgun á forsíðunni og hafði gaman af að sjá Glúm og Magnús syngja með.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 22/11/06 12:55

Ég hef löngum þótt efnilegur söngmaður, jafnvel magnaður.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 22/11/06 21:07

Ormlaug mælti:

Kvæði:

Bráðum koma blessuð jólin
og blíðan
Bagga fer að hlakka til
og bíða

Hver er þessi Bagga? Eða á þetta kannski að vera „Baggi fer að hlakka til“?
Á þessum síðustu og verstu þágufallssýkitímum getur maður alls ekki verið viss. ‹Dæsir ákaflega mæðulega og lítur út um gluggann›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 22/11/06 21:12

B. Ewing mælti:

‹Veðjar á að Japis opni fyrr en Hljómalind og sest þar fyrir utan› Sá kynningarstúfinn í morgun á forsíðunni og hafði gaman af að sjá Glúm og Magnús syngja með.

Piff, allir vita að Kaupfjelag Draugasteins og Nærsveita opnar fyrst allra verslana og lokar síðust!

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærlingurinn 22/11/06 22:08

Hexia de Trix mælti:

Ormlaug mælti:

Kvæði:

Bráðum koma blessuð jólin
og blíðan
Bagga fer að hlakka til
og bíða

Hver er þessi Bagga? Eða á þetta kannski að vera „Baggi fer að hlakka til“?
Á þessum síðustu og verstu þágufallssýkitímum getur maður alls ekki verið viss. ‹Dæsir ákaflega mæðulega og lítur út um gluggann›

Ef til vill er þetta stytting á orðinu Baggalútur? Mikið meira hefur verið látið flakka fyrir ljóðlistina.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Alfreð Æringi Önd 4/12/06 17:24

Já, hún er yndisleg, var að kaupa mér þetta gull ‹Stekkur hæð sína›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 4/12/06 22:47

Þér eigið þá við plötuna, væntum vér. Sé raunin eigi sú skiljum vér á engan hátt hvað þér meinið.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 22/12/06 20:01

Hm. Er algjörlega á því að þessi plata sé ein sú besta jólaplata sem nokkru sinni hefur verið gefin út. ‹Ljómar upp›
Inniheldur mörg góð jólalög, og flest þeirra með tilheyrandi fyndnum texta. Ek vil þó ekki gefa það í skyn að nokkuð lag á plötunni innihaldi ófyndinn texta, það væri óvirðing við Baggalútsdrengina sjálfa.

Joð Stalín lávarður | Aðalritari Baggalútíu | Lávarður af Papúa Nýju-Gíneu | Nýkrýndur sjeik af Túrkmenistan | Einræðisherra Japans | Einkaþjónn Dulu | Stórmeistari musterisriddarareglu Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/12/06 23:42

Er ekki "Jodilei" eina lagið þeirra með ófyndnum texta - þ.e. sé hann lesinn af blaði?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 28/12/06 19:07

Ja, ekki er hann fyndinn.

Joð Stalín lávarður | Aðalritari Baggalútíu | Lávarður af Papúa Nýju-Gíneu | Nýkrýndur sjeik af Túrkmenistan | Einræðisherra Japans | Einkaþjónn Dulu | Stórmeistari musterisriddarareglu Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/12/06 14:45

Lærlingurinn mælti:

Hexia de Trix mælti:

Ormlaug mælti:

Kvæði:

Bráðum koma blessuð jólin
og blíðan
Bagga fer að hlakka til
og bíða

Hver er þessi Bagga? Eða á þetta kannski að vera „Baggi fer að hlakka til“?
Á þessum síðustu og verstu þágufallssýkitímum getur maður alls ekki verið viss. ‹Dæsir ákaflega mæðulega og lítur út um gluggann›

Ef til vill er þetta stytting á orðinu Baggalútur? Mikið meira hefur verið látið flakka fyrir ljóðlistina.

Sko. Þetta var útúrsnúningur hjá mér. Ég veit vel að þetta átti líklega að vera stytting á orðinu Baggalútur, en styttingin sú hefur að öllum líkindum verið í nefnifalli (Baggi) og þar af leiðir að þarna eru um þol- eða þágufallssýki að ræða. „Baggi fer að hlakka til“ væri hið rétta.

Að því sögðu heyrði ég í gær tvö lög (á sama korterinu) sem innihéldu þessa villu. Jónsi söng Jólasveinninn kemur í kvöld og þar kemur fyrir í textanum „Mig [sic] hlakkar til“. Hitt lagið var eitthvað um gleði um jólin og þar var sungið hástöfum „Okkur [sic] hlakkar til“.

Hvers konar fábjánar og fífl láta svona lagað fara frá sér? Hvernig er það, er enginn sem er tilfallandi staddur í hljóðverinu eða við hljóðblöndunina sem veit betur? Nú eða bara einhver sem hefur tilfallandi fengið að lesa textann yfir? ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/12/06 15:14

Ég tók nú „Bagga fer að hlakka til“ sem fleirtölu (sbr. „þá fer að hlakka“). ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/12/06 15:18

En þá ætti þetta að vera „Baggar fara að hlakka til“.
„Þá fer að hlakka“ er einungis rjett í samhenginu „þá fer að hlakka í...“

Það ætti kannski að breyta textanum í „Bagga fer að hlakka í“.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/12/06 15:20

Sko. Alltaf er maður að læra. ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: