— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 26/11/06 12:01

nú er dagur lífs og leti
ligg ég bara og dorma
kannski rís úr kósí fletti
og klæði út mína orma

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/11/06 09:50

Grasekkillinn gleðst hér á
Gestapói núna.
Vísnagátu vil ég sjá
verulega snúna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/11/06 09:56

Í tilefni af óþolandi bílaauglýsingu sem er mikið spiluð í útvarpinu þessa dagana:

Núna er mér ekki’um sel,
en í lúxuskerrum,
er krullujárn og kaffivél,
og klósett handa perrum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/11/06 11:16

Nóvember er næstum búinn,
nú má fara’að hugsa’um jólin.
Gjafakaupin, gjarnan snúin,
gremju valda eldhústólin.

(Pabbi komst þó upp með það að gefa "praktískar" gjafir, enda gömlu hjónin hagsýn.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/11/06 09:40

Magnað fékkstu móðurborð,
svo mynda getir notið.
Nú skal velja aðgangsorð
sem enginn getur brotið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/12/06 15:08

Ég sá einhverja fyrirsögn um að einhver ráðherra væri alls ekki viss um að nokkuð hefði verið hlerað. En hvað sumir eru bláeygðir.

Þó ráðherrann nú mæli af mekt
og mæni oní kverið,
ég held að það sé hugsanlegt
að hlerað hafi verið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 1/12/06 16:45

Það var óvenju kalt í vinnunni í dag og ég fór að hugsa um súkkulaðið góða sem ég bjó til í gær...

Úr nístingskulda nötra
og norpa eins og rolla,
hve sæl ég vildi sötra
súkkulaði úr bolla.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/12/06 18:01

Desember er dottinn á,
dregst hann oft á langinn.
Við undirbúning er ég þá
oftast nokkuð banginn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 3/12/06 00:01

Dagur langur desember
dregur senn að jólum.
Ofsakátur feiminn fer
í frakka, upp að Hólum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/12/06 17:22

Ég náði loks að horfa á "Gamlárspartý" myndbandið áðan.
‹Ljómar upp›

Myndbandið er mjög svo gott,
magnað einnig lagið.
Eftir það fer aulaglott,
um mig annað slagið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/12/06 11:25

Ég var að skipta yfir á nagladekkin, og fór með lítið notuð dekk til að athuga hvort hægt væri að taka þau upp í.

Einskis virði eru’í dag,
orðnir gamlir hlutir.
Eitt sinn þótti efla hag,
einhverju að koma’í lag.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/12/06 09:53

Enga vísu á ég frú,
inni’í mínum haus.
Þessa krísu þarf ég nú
að þreyja vínalaus.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 5/12/06 11:00

Mýkjublöndur mixa fús
úr melónum og peru,
banana og beljudjús,
búrbonskoti' og vodkalús.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/12/06 09:56

Tvöþúsund innleggin á ég að baki.
Mér óar það nokkuð er lít ég um öxl.
Því er það von að nú vísunum hraki,
með vananum kemur á reglurnar slaki.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/12/06 10:56

Lánardrottnar læðast að
með ljótan svip í framan.
Gjaldfellingin gerir það
að grúppa þeir sig saman.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/12/06 09:30

Tónaraðir, textabrot,
töluvert af bíti.
Banameinið byssuskot.
Bítil enn ég sýti.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mona Lisa 8/12/06 10:39

Þrútinn böll ég þarf að fá
þrír væru sko æði
Daglangt mér svo djöflist á
drukkna vil í sæði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 8/12/06 11:30

lífið er helvítis darraðadans
dauðinn mun toga i kauðann.
Á þessu byggist sá metnaður manns
að mála fyrst bæinn vel rauðan.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: