— GESTAPÓ —
Jah nú er það svart.
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/9/06 19:53

Óþarfi að velta sér upp úr því hvort eð er ... ég greini alla veganna afskaplega litla þörf á slíku.

‹Fær sér blút›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 29/9/06 21:06

‹Setur kút á Þarfa›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 29/9/06 21:09

Ávarp Galdrameistarans

Galdrameistarinn var ekki sérlega hress með það í dag að ég væri að dæma Tigru vegna eins af mínum frægu misskilningum. Í ljós hafði komið að ég hafði steinstauragleimt því að slökkt yrði á götuljósum Reykjavíkurborgar til að hægt væri að skoða stjörnurnar betur. Galdrameistarinn hefur vissulega lög að mæla. Þar með skírist titill pistilsins Nú er það Svart. Hvað Galdrameistara sjálfann varðar tel ég að hann ætti að hugsa áður en hann framkvæmir og setur einhverja þvælu á Baggalútinn til að gera út á aðra sem eiga hvort eð er eftir að átta sig á eigin þvælu síðar, einkum ef um merka atburði á borð við þennan er að ræða. En þessi atburður er aðeins byrjunin á því að senn muni allar rafmagns og háspennulínur hverfa og með þeim öll rafmagnsljós. Hvenær það verður mun væntanlega ekki hafa í för með sér nein vandræði fyrir Galdrameistarann því að bæði ég og hann verðum búnir að skipta um æviskeið löngu áður en það gerist.

Úlfamaðurinn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 29/9/06 21:11

Mæltu manna heilastur.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/9/06 21:16

‹Kinnkar spekingslega kolli›

Já, orð í tíma töluð.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 29/9/06 21:26

Úlfamaður.

Ég er alinn upp í sveit við kertaljós og það að handmjólka kýr svo ég man tímana tvenna.
Eitt er venjuleg þefmengun sem borgin er stútfull af og svo þessi ljósmengun sem fylgir nútímanum og er ákaflega hvimleið þega heiðskýrt er og dimmt enda sæki ég mjög mikið í myrkur, (þó aðalega sálarmyrkrið í sjálfum mér) enda hef ég mjög mikla ánægju af því að skoða himinn og stjörnufestinguna þegar svo ber undir.

Hins vegar var pistill þinn algerlega út úr kú. Eða frekar heilli kúahjörð ef út í það er farið.

Hvað mig og mína persónu varðar, þá skrifa ég ýmislegt sem fólki líkar ekki, en það eru mínar skoðanir og við þær stend ég hvort sem æra mín ber skaða af eða ekki, en það er ekki þitt að segja mér hvað ég má segja og hvað ekki.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 29/9/06 21:38

Ég biðst afsökunar ef þér finnst að ég hafi verið að segja þér hvað þú átt að segja og hvað ekki. Ég var að reyna að sýna fram á að þú værir í fullum rétti ásamt Tigru og að ég hafi haft rangt fyrir mér. En því miður, allur þessi lestur minn á efni um stórabróður hefur gefið mér öfgafullan fíling um að ég sé stór bróðir þegar litli bróðir minn býr í Danmörku.
Þakka þér fyrir að benda á misskilninginn sem ég hafði orðið fyrir og að ég eigi ekki að segja öðrum fyrir verkum hér (en ef menn bulla þá hafa allir rétt að gera smá grín þó). Ég er reyndar ættaður úr Eyjafirði og hef oft komið í sveit. Ég er svo mikið náttúrubarn að eðlisfari að ég þoli ekki borgina. Ef ég myndi geta breytt mér í úlf í þessari vídd myndi ég velja Borgarfjörðinn sem fyrstu tilraunastöðina.

Úlfamaðurinn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 29/9/06 21:41

Úlfur í Borgarfirði mundi kalla á marga hlaðna riffla.
Ekki kanski hjá mér, tjahh, nema til að búa mér til rússneskt úlfaragú eins og ég smakkaði einu sinni á siglingum mínum um heimshöfin, en ég held að Borgfirskir bændur yrðu lítt hrifnir af úlfi á sveimi.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 29/9/06 22:07

Enginn þeirra er með.......þú veist.

Úlfamaðurinn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 30/9/06 01:12

‹Vill vera með í sveitatalinu› Ég hef komið í Mosfellsbæ...!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/9/06 02:11

Hah! Það er ekkert.

Ég hef komið í Mosfellssveit.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 30/9/06 12:16

Nauhhh, djöfull ertu kaldur.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þamban 30/9/06 17:50

Bæti þetta. Einu sinni vaknaði ég á Grundarfirði og hélt ég væri í Borgarnesi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 30/9/06 18:03

Ég vaknaði einu sinni í Keflavík eftir hresst djamm í Breiðholtinu.
Vá hvað það var óþægilegt, þar sem ég mundi EKKERT hvernig ég komst þangað!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 30/9/06 19:47

Til Tigru:

Þú virðist alltaf vera að lenda í einhverju yfirnáttúrulegu eins og ég. Hafa FFH sést í nágrenninu þar sem þú býrð? Þegar þú varst fimm ára, sástu litla veru með stórann haus og ílöng, svört augu eða eitthvað svipað? Dreymir þig stundum eitthvað sem tengist dulrænum atburðum? Hverfa hlutir í kringum þig eða birtast aftur? Láta rafmagnstæki illa þar sem þú gengur um eins og t.d. útvörp?
Annars finnast mér þú og Jóakim Aðalönd vera meðal bestu rithöfundanna hér, ásamt Skrabba Skrumara, Þarfagreini, Hakuchi og fleirum. Besta ljóðskáldið er blóðugt. Besti teiknarinn ert þú.

Varðandi þetta með horfna brauðið; ég á eftir að senda þér skemmtilega draumslýsingu þar sem brauð frá Bónus og heimsókn geimvera kemur fyrir. Hún er ekki það svakaleg og er draumur sem ég hafði fengið sjálfstætt. Eftir hann hætti ég að hræðast geimverur. Gamla fóbían sem ég hafði haft gagnvart þeim var horfin.

Úlfamaðurinn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 1/10/06 11:34

Tigra mælti:

Ég vaknaði einu sinni í Keflavík eftir hresst djamm í Breiðholtinu.
Vá hvað það var óþægilegt, þar sem ég mundi EKKERT hvernig ég komst þangað!

Ég fór um margt fyrir löngu á ball í Njálsbúð sællar minningar. Vaknaði á Húsavík. Þurfti aðstoð mér fróðari manna við að rifja upp hvernig ég komst þangað.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 1/10/06 14:33

Ég fór uppí grafarholt um daginn.‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 1/10/06 14:37

Ég fór til Reykjavíkur um daginn úr sveitinni.
Skelfileg upplifun.
‹Skelfur af hræðslu við tilhugsunina›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: