— GESTAPÓ —
MANNELDISRÁÐ Á VILLUGÖTUM?
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 20/3/04 21:49

Mér er spurn er Manneldisráð á villugötum?
Má sjá hjá vef http://www.manneldi.is/ht/D/old.pdf

Klobbi

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 20/3/04 23:02

Nú fer að styttast í mín efri ár og vil ég nú síst að manneldisráð álíti mig einhverja skepnu. Ég fussa og sveia yfir þessari skýrslu
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 20/3/04 23:03

Þvílík móðgun í garð eldriborgara!
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 22/3/04 08:21

Úff... Það tók mig dálitinn tíma í að fara yfir þetta. "Mennt er máttur" sagði einhver. Og fór svo að skrifa staðlaða matseðla fyrir bjánana þarna úti. Það er náttúrulega engum treistandi til þess öðrum. Ættli það sé nokkuð brjóstvit í nokkrum manni lengur. Ég er orðlaus yfir þessum yfirgangi!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 22/3/04 14:48

Eru þeir að gera annað en það sem þeir eiga að gefa ráð sem hentar hverjum og einum þjóðfélagshóp. Væru þeir ekki að vanrækja hlutverk sitt ef þeir segðu ekki frá því að maukað fæði hentar betur fyrir tannlausa eldri borgara en ómaukað?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 22/3/04 14:56

Mig langar í maukað fæði. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/3/04 18:31

Mig langar í hamborgara með frönskum, salati, sósu, beikoni, eggi, pepperóni, sveppum, osti og hamsatólg.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 22/3/04 19:48

Mig langar í pulsu eða öllu heldur pylsu. En ykkur varðar ekkert um það enda er það mitt prívat og persónu mál.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fári Egilsson 22/3/04 21:22

Fyrir utan það að maður segir villIgötum en ekki villUgötum þá finnst mér að manneldisráð ætti að snúa sér aftur að tilraunum sínum til manneldis.

Er hægt að rækta blátt fólk? En grænt?

Þetta eru spurningar sem brenna á öllum og manneldisráð ætti að einbeita sér að því að finna svör við þeim.

Brunamálaráðherra og Forhirðir • If you can't beat them, burn them!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 22/3/04 21:42

Blátt fólk? Eins og þú veist er hægt að finna strumpa stutt frá kastala Kjartans galdrakarls. Þeir eru blátt fólk

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 22/3/04 22:34

það er löngu búið að rækta blátt og grænt fólk og í öllum regnbogans litum, Líttu bara á Leibba.
Annars finnst mér ritstjórnin vera svo agalega litlaus eitthvað... hefðu gott af smá sólarlandaferð.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/4/04 14:36

Mikill Hákon mælti:

það er löngu búið að rækta blátt og grænt fólk og í öllum regnbogans litum, Líttu bara á Leibba.
Annars finnst mér ritstjórnin vera svo agalega litlaus eitthvað... hefðu gott af smá sólarlandaferð.

Já sammála !

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 23/4/04 13:08

Skemmtilegt rit atarna. Alltaf gaman þegar manneskjur eru hlutgerðar. Minnir um margt á önnur fræðirit stofunarinnar, s.s. vondmeti og þú baunir - bæklingur í litog sykur og börn: vítisdyr helvítis. Annars er ég eindregið á því að næringarfræðingar hatist við allan mat og vilji helst klíð og hýðisgrjón í öll mál og rúsínur til hátíðarbrigða. Geri þeir sem þeir vilji en þurfa þeir endilega að taka frá okkur alla nautn í ellinni? Ég ætla að panta skyndibita með gemsanum mínum, langt fram yfir heilabilunarstigin.

LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: