— GESTAPÓ —
Áskorun á skáld baggalúts!!
» Gestapó   » Kveðist á
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Krull 25/9/03 15:30

Flest þau ágætu ljóð sem ég hef hér rekið augun í eru í stökuformi, eitt og annað flækist með. Þetta hæfir í raun ekki jafn virðulegri síðu og baggalúti því ekkert er eins "halló" og eitthvað "miðjusvall" (m.v. tíma). Ávallt hefur það þótt vera móðins að yrkja frekar eitthvað nýstárlegt, t.d. atómljóð með bókstaflegri (ok ekki) myndrænni framsetningu, eða eitthvað nógu andskoti fornt!

Því skora ég á skáld baggalúts að kasta hér fram dróttkvæðum, háfleygum atómljóðum eða öðru í svipuðum tón!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 25/9/03 15:35

Ég bendi yður allranáðasamlegast á Frændaljóðabálkinn minn, ótvíræðum hæfileikum mínum til sönnunar. Til að gleðja aðdáendur bálksins get ég einnig bent á að 8. ljóðið var að birtast á vefnum rétt í þessu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/03 15:36

Krull
bullumsull
fullumdrull
Krull

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 25/9/03 15:45

Jæja Krull, sjáðu hvað þú hefur opnað fyrir‹Bendir sturlaður af bræði á ljóðið hans Skabba› , ég ætla að vona að þú sérst stoltur af sjálfum þér!

nú verður ekki aftur snúið ...

Gagnvarpið er komið til að vera
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Krull 25/9/03 15:59

Mér lýst vel á þetta Glúmur..þetta verður athyglisvert. Skabbi er rokinn af stað og byrjar þetta..reyndar vona ég að þetta eigi eftir að verða athyglisverðara en það er orðið...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/03 16:02

Skabbi
labbakrabbi
nabbadabbi
Skabbi

ég þarf smávegis stund til að venjast atómsforminu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 25/9/03 17:15

milli beið þess bjöllu
beri aftur sneri
stirður stafs og hurðar
stelir osts úr felum

Hana, er þetta nógu bévíti dróttkvætt fyrir þig?

GESTUR
 • LOKAР• 
allsbert 25/9/03 22:27

Sér hann kveða
sér hann kyrja
miklir skálda magar.
Vill hann streða
við að byrja
kann þó bágt til bragar.

GESTUR
 • LOKAР• 
allsbert 25/9/03 22:36

Og svo ein á trúarlegu nótunum fyrir svefninn

Meðan ofar
moldu sefur
Bussa sonur Bussi.
Illu lofar
litlu gefur
Gussa faðir Gussi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 26/9/03 01:08

ljóð án brags
ok beittra stuðla
lúnum brandi líkist
hollt mun hölum
hátt að fága
brýnd má eggjun bíta

andans steypu
ýmsir hyggja
grunnan poll má grugga
svo að djúpir
sýnist hölum
drulla verður drulla

‹Ljómar upp›

Dr.Barbapabbi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 26/9/03 08:52

Barbapabbi mælti:

andans steypu
ýmsir hyggja
grunnan poll má grugga
svo að djúpir
sýnist hölum
drulla verður drulla

Þetta er satt á svo marga vegu! ‹Brosir eins og álfur›

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/9/03 11:14

Atómljóðin allvel hentu atómöld-u.
Nú erum í nýjum tíma.
Neita ég að hætt´að ríma.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 26/9/03 11:34

rím
er aðeins lím
lím
er aðeins slím

Já rím er aðeins slím

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/9/03 16:54

Gagnslaust er að brjóta blað
og bragarhætti lofa
Skeyti ég þá skít í það
og skýst svo heim að sofa.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 26/9/03 17:13

Andans fróðum ann ég góðum atómljóðum
þó vil meinbug þennan taldan
það er hvað þau birtast sjaldan

Dr.Barbapabbi
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: