— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3 ... 85, 86, 87 ... 100, 101, 102  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 15/5/06 15:42

Vertu rólegur, það eru margir sem geta þetta, ég ætla þó að sleppi því að reyna að þessu sinni af trúarlegum ástæðum.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 17/5/06 18:30

Þetta er nú sáraeinfalt. Þar sem sviginn (x-x) kemur væntanlega fyrir þriðji-síðastur, hlýtur útkoman að verða 0, hvað sem verður um hina kássuna. (x-x) er ávallt núll hvort eð er.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 21/5/06 17:57

Til hamingju Jóakim.
Þú sást í gegn um þetta og leystir með glæsibrag!
Nú bíðum við hinir bara spenntir eftir næstu þraut.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 23/5/06 00:15

Nú jæja.

Bridgespilari nokkur þarf, sem sagnhafi, að taka alla slagina í einum lit. Hann á sjálfur 4 spil í litnum og meðspilari hans (sem sagnhafinn stýrir) á líka 4 spil, eða 8 spil samtals í litnum (segjum bara hjarta). Eina vandamálið er að hann á ásinn plús 3 hunda heima, en kóng, gosa og 2 hunda í borði, en vantar drottningu.

Hvort er rökréttara fyrir sagnhafa að svína á gosann (þ.e. spila lágu spili heiman og setja gosann á, komi drottningin ekki siglandi), eða freista þess að drottningin liggi blönk eða önnur hjá öðrum hvorum mótspilaranum?

Rökstyðjið.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 23/5/06 09:44

Erum við að spila tvímenning eða sveitakeppni?

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 24/5/06 23:12

Við skulum segja að við séum í tvímenningskeppni, þó það hafi í sjálfu sér engin áhrif á líkindin.

Seztur í helgan stein...
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 25/5/06 09:23

Ef nauðsyn er að eignast alla 4 slagina þurfum við að vita hvar tían er stödd líka, er hún í spilum okkar eða andstæðinganna. Ef hún er í boði er líka hægt að ráða við drottninguna hvoru megin sem hún er, sem eykur á möguleika okkar. Hlutir sem geta haft áhrif á "rökréttu" ákvörðunar okkar eru fyrri sagnir andstæðinga og áðurkomnir slagir, þetta er svínsleg spurning hjá þér Andarflón.‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 25/5/06 14:33

Allt í lagi. Kóngur, gosi, tía og nía eru í borði og andstæðingarnir sögðu aðeins pass og þetta er eftir að vestur spilar út lauftvisti, þannig að engir slagir hafa verið teknir.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/5/06 16:19

Jóakim Aðalönd mælti:

Nú jæja.

Bridgespilari nokkur þarf, sem sagnhafi, að taka alla slagina í einum lit. Hann á sjálfur 4 spil í litnum og meðspilari hans (sem sagnhafinn stýrir) á líka 4 spil, eða 8 spil samtals í litnum (segjum bara hjarta). Eina vandamálið er að hann á ásinn plús 3 hunda heima, en kóng, gosa og 2 hunda í borði, en vantar drottningu.

Hvort er rökréttara fyrir sagnhafa að svína á gosann (þ.e. spila lágu spili heiman og setja gosann á, komi drottningin ekki siglandi), eða freista þess að drottningin liggi blönk eða önnur hjá öðrum hvorum mótspilaranum?

Rökstyðjið.

Ég get ekki hugsað á tveimur blaðsíðum í einu, svo ég færi gátuna hingað yfir...

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 25/5/06 19:40

Líklegasta skipting 5 spila andstæðinganna er 3-2, en það vissu það örugglega allir. Mín kvefaða rökfræði segir mér reyndar líka að það sé líklegra að sá andstæðngur sem hefur fleiri spil í litnum hafi drottninguna svo ég myndi reyna svíninguna. Ég myndi reyndar líklega alltaf reyna svíninguna því hún er fljótlegri leið til að sjá hvar drottningin liggur.

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Úlfamaðurinn 28/5/06 23:32

Hvorugann, þar sem ég hef hvorugann þeirra hitt sjálfur,

annars væri ég búinn að sporðrenna þeim

kær kveðja,

Úlfamaðurinn,

matrixs@mi.is

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Úlfamaðurinn 28/5/06 23:34

Og vitna þar í fyrstu gátuna eða rökfræðiþrautina, þ.e. þessa um rakarana,

kær kveðja,

AUUUUUUUUUUUU

matrixs@mi.is

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 31/5/06 21:55

Anonymous mælti:

Líklegasta skipting 5 spila andstæðinganna er 3-2, en það vissu það örugglega allir. Mín kvefaða rökfræði segir mér reyndar líka að það sé líklegra að sá andstæðngur sem hefur fleiri spil í litnum hafi drottninguna svo ég myndi reyna svíninguna. Ég myndi reyndar líklega alltaf reyna svíninguna því hún er fljótlegri leið til að sjá hvar drottningin liggur.

Þú ert á réttri leið, en ég vil nákvæmari útskýringu. Þetta er jú einu sinni rökfræðiþraut.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/10/07 22:17

Helzta skýring þess hve illa svör berast, þykir mér líkleg að fáir, utan gamalmennaheimilisstofnanna, kunna brúarspilið til hlítar. Vér kunnum það þó eigi.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/11/07 18:45

Jæja væri ekki skemmtilegt að skella inn nýrri þraut? Ég skal reyna að finna eitthvað ef enginn er með neitt í kollinum.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 26/11/07 09:29

Setur bara áttuna út og breytir í spaða Ólsen ólsen

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 1/2/08 07:59

Hvernig væri að starta þessum aftur?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 1/2/08 19:06

‹er enn í lamasessi eftir að hafa litið á síðuna og séð innlegg frá fjandans úlfamanninum›

Það held ég nú!
        1, 2, 3 ... 85, 86, 87 ... 100, 101, 102  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: