— GESTAPÓ —
Hvað finnst Gestapóum um Silvíu Nótt?
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 13/5/06 01:24

Ég hef verið að fylgjast með evróvisíonfaranum okkar í fréttunum, þar sem hún er frekar áberandi. Langar að heyra hvað fólki með vit í kollinum finnst um hana. Finnst einhverjum hún fyndin? Er hún kannski fyndin? Er einhver að fatta hana?
Ég veit bara þetta: Fyrst hataði ég hana. Svo elskaði ég að hata hana. Nú elska ég að aðrir hati hana!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
freðmundur 13/5/06 01:27

Ég hata það að lítil börn elski Silvíu Nótt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 13/5/06 01:42

Já. Það er leiðinlegt að hún skuli vera fyrirmynd ungra barna. En ég get ekki að því gert að finnast skemmtilegt hvernig Evrópubúar eru að taka henni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 13/5/06 01:56

Ertu þá að spyrja út í leiknu persónuna Silvíu Nótt eða manneskjuna á bakvið glysið, Ágústu Evu?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 13/5/06 02:01

Persónuna, Silvíu Nótt. Það er skondið að hugsa til þess hvað Íslendingar voru lengi að átta sig á því að þetta væri leikin persóna og nú virðist sem svo að aðrir Evrópubúar séu í sömu krísu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 13/5/06 06:07

Það hefur nú spurst út í Evrópu að íslendingar eru voðalega sjálfsánægðir, ætli að þetta verði ekki bara eðlilegt fyrir þeim.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
GESTUR
 • LOKAР• 
Silvia nachte 13/5/06 17:41

Hún er yndæl, frábær og umfram allt íslensk...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 13/5/06 17:51

Mér finnst þetta yndislegt og bráðfyndið fyrirbæri. Þetta er svo hrottalega póstmódernískt allt saman.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 13/5/06 18:07

Mér finnst Nótt skemmtileg. En ég vona innilega að hún verði ekki langlíf persóna. Ég hugsa að hún láti sig hverfa í sumar, eða það væri allavega skynsamt. Leikkonan getur samt alveg farið að gera eitthvað annað, þar sem hún er klár og hæfileikarík.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/5/06 18:09

Ég held það verði fyrst fyndið ef Ágústa Eva festist í hlutverkinu og verði enn að lifa á Sylvíu nótt ca. 55 ára, komin með ömmuhold og vel strekkt eftir nokkrar fegrunaraðgerðir. Þá verður sirkúsinn fullkomnaður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 13/5/06 19:23

ég er alveg hjartanlega sammála Bangsímon..

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Renton 13/5/06 19:48

Fyrst þegar ég sá þáttinn hennar, langaði mig að troða drullusokk niður kokið á henni. En núna finnst mér þetta bara fyndið, að hún sé að gera grín að öllum þessum "yfir-alla-hafnar"-stelpum á landinu, sem síðan taka hana sér til fyrirmyndar og verða bara ennþá verri. Sýnir hvað Íslendingar eru asnalegir í hausnum. Aðallega kvenfólkið samt. Ég rakst á eina á kaffihúsi, eða ég rakst ekki á hana, hún labbaði á mig.. Hún var að hneykslast á mér og mínum vinum og Jesús á hjólaskautum hvað hún var furðuleg þessi kona. Hún var aðeins of mikið að stæla hana Silvíu Nótt.

Cogito Ergo Cogito
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 13/5/06 20:11

ég þoli hana ekki og hef aldrei gert.

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 13/5/06 21:33

Ég tek undir með Ferrari og ég vona svo sannarlega að hún komist ekki áfram í aðalkeppnina.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 14/5/06 16:30

Mér finnst hún fín. Gaman að senda eitthvað svona ofur ýkt í glysið sem er í Eurovision. Hún á eftir að vinna þetta
‹ Er fluttur í skyndi á bráðadeild með bjartsýni á háu stigi›

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 15/5/06 00:07

Ok. Eins og fleiri þá þoldi ég ekki hana né þættina hennar fyrst þegar þetta kom fram, fannst þetta allt of mikil stæling á AliG-Johnny Naz týpunum og eiginlega bara ekkert fyndið.
Svo kom júróvisjón og ég fór að fíla týpuna á sviðinu, fannst hún mátulega klikkuð og geggjuð og smellpassa í júró.
Núna eftir að hafa heyrt og séð framkomu hennar í Grikklandi þá sveiflast ég milli þess að hlæja og gráta. Mér finnst hún bara svo yfirgengilega dónaleg á köflum að djókið deyr en þess á milli gerir hún eitthvað sem er svooo fyndið að maður orgar af hlátri.
Mér er samt eiginlega meira sama en nokkuð annað, júró smúró, það verður búið eftir næstu viku og Silvía Nótt með. Það er ekkert eftir fyrir hana hérna...

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 15/5/06 00:32

Það er örugglega merki um einhverfi á háu stigi að vera enn að hlæja að þessum júróvisjónbrandara.

Og hvað á það að þýða hjá flestum að taka fram að þeim þótti gæran leiðinleg einu sinni en síðan hafi hún alltíeinu orðið voða fyndin? Eru menn ekki að reyna að vera í báðum liðunum í einu? Aukvisaháttur, segi ég.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 15/5/06 00:41

Ég tek það fram af því að mér finnst í raun mjög merkilegt hvernig þessi „persóna“ sem var í raun bara einhver algjör aukapersóna af Skjá Einum, fór að því að ná allri þjóðinni með í einhvern við-elskum-að-hata-Silvíu-Nótt leik. Júróvisjón var besta markaðstrikkið hennar og framlengdi líftímann en eins og ég segi, eftir næstu viku verða allir komnir með upp í kok aftur og brandarinn verður búinn, engar áhyggjur Isak!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: