— GESTAPÓ —
Framhaldsskólar
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 12/5/06 12:25

Nú þarf Dúddi að fá skýr svör frá þeim einstaklingum sem annað hvort eru í eða hafa einhvern tímann verið í menntaskóla.

Hvaða skóli er bestur?

[Allir að gagnrýna sinn skóla!]

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/5/06 12:45

Mk... einn og einn mjög góður kennari.. allt annað við þennan skóla, prump

Borgó: Góður skóli. Fínir kennarar. Einn og einn svartur sauður. Þægileg aðstaða til að læra. Mæli með honum.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/5/06 13:06

MOFBH (Mennta- og fjölbrautaskóli baggalútíska heimsveldisins) ber að sjálfsögðu af. Þó ber að hafa í huga að inntökuskilyrðin eru afar ströng.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 12/5/06 13:10

Þú segir nokkuð, hvar er sá skóli aftur staðsettur? Maður ætti kannski að kíkja í heimsókn og líta yfir aðstæður.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 12/5/06 15:03

MR hafði nú hörku félagslíf, 2 nemafélö og 2 árshátíðir skiluðu miklum hasar.
Iðnskólinn í Reykjavík gat ekki einu sinni hengt upp auglýsingar í framboð nemafélagsins...

Góðar stundir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Renton 12/5/06 15:33

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er nýtt hugtak yfir helvíti. Þar ræður Satan ríkjum og kennararnir tala lélega íslensku. Að minnsta kosti einu sinni í viku fyllist allt af túristum sem Satan vill sýna skólann, en þeir gera ekkert nema trufla kennslu. Ég get ekki beðið eftir að klára þetta.

Cogito Ergo Cogito
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 12/5/06 15:41

Í guðs bænum ekki fara í MS... ekki nema þér finnist gaman að vera með þeim sem ekki komust í Verzló í skóla.

Annars hef ég heyrt að Kvennó beri af í öllu, frábær kennsla, gott félagslíf og svo eru stúdentsprófin þaðan mjög virt... sama á nú við Verzló, en þú þarft að vera andskoti klár til þess að komast þangað, eða þekkja einhvern mikilvægan.

MH er auðvitað góður einnig þegar að námi kemur og ef þú ert þessi "artí fartí" týpa áttu eftir að passa vel þar inn, en annars er voða klíka í þeim skóla... færð t.d. ekki að setjast á hvaða borð sem er nema þekkja einhvern innan þeirrar klíku.

Borgó er ágætisskóli fyrir þá sem eru ekkert að flýta sér í gegnum námið. Margskonar brautir og þessháttar.

En ég mæli mest með að fara í skóla með áfangakerfi, bekkjakerfin virka oftast eins og grunnskóli bara uppá nýtt. Svo er bölvað vesen að falla í tveimur fögum í bekkjarkerfi, þarft að taka allt árið uppá nýtt!

En gangi þér vel. Og gerðu mér þann greiða að missa þig ekki í félagslífinu og læra smá þó svo að það sé allt voða spennandi.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 12/5/06 15:56

Nú, þá hlýt ég að eiga fara í Verzló, ég er nú svo andskoti klár... Annars er ég farinn að hallast að því að það séu ekkert eintómir hnakkar þar. Ekki miðað við þá sem ég þekki sem ætla þangað. Síðan, eins og þú segir, komast ekkert helstu hnakkarnir þarna inn (sem betur fer).
Hvað með MR? Eru þeir að skíta á sig?
Annars hef ég náttúrulega bara MK sem vara... Ætti að komast þar inn sjálfkrafa.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/5/06 15:59

Ég held að það skipti voðalega litlu máli upp á framtíðina hvaða skóla maður velur, í rauninni. Allir veita þeir prófgráður sem gera handhöfum þeirra kleift að komast inn í háskóla, en þær eru óttalega lítils virði einar og sér; það liggur við að skeinipappír sé verðmætari. Ég held því að aðalviðmiðið sé að velja skemmtilegan skóla.

Menntaskólinn í Reykjavík er ekki skemmtilegur að mínu mati. Um þetta eru auðvitað skiptar skoðanir, en frá þessari afstöðu minni mun ég aldrei hvika.

Fjölbrautaskólann í Breiðholti þekki ég einnig persónulega. Þar er allt fremur afslappað og nóg af nemendum, en þeim mun minna af virkri starfsemi þeirra á meðal.

Menntaskólinn við Hamrahlíð held ég að gæti vel verið skemmtilegur - þar er að minnsta kosti nóg af undarlegu fólki, og slíkt er ósjaldan uppspretta spélegra uppátækja.

Verzlunarskóli Íslands er dýrari en allir hinir, enda fara fáir í hann sem ekki eru með fjáða foreldra til að greiða mismuninn. Nema þá auðvitað að undanskyldum þeim sem eru almennt séð gefnir fyrir að eyða um efni fram í misgáfulegum tilgangi.

Menntaskólinn Hraðbraut er áhugaverður nýr kostur sem ég hefði án efa laðast að ef hann hefði verið til þegar ég var að velja mér menntastofnun á sínum tíma. Hugmyndafræðin að baki honum er sú að best sé að ljúka þessu öllu saman af sem fyrst, og út á hana hef ég fátt að setja.

Svo eru nokkrir aðrir skólar á höfuðborgarsvæðinu, en ég þekki þá lítið og hef lítið velt þeim fyrir mér. Ég ítreka það hins vegar enn og aftur að gæði menntunarinnar eru aukaatriði þegar velja skal skóla. Hagkvæmast væri líklega að sækja hverfisskólann, nema að hann sé svo óskemmtilegur að slíkt sé ótækt.

Einnig tek ég undir með Aulanum að áfangakerfið er betra en bekkjakerfið, sérstaklega upp á það að mun minni pressa er á nemendur um að ná einstökum fögum. Auðvitað getur þetta verið galli; latir námsmenn lenda oft í því að falla ítrekað í fögum, og þá dregst námið á langinn. En með dugnaði og hæfilegri framtakssemi ætti þetta ekki að vera neitt mál.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
U K Kekkonen 12/5/06 16:01

Maður brá sér í Kustaa Vaasa lukio (Kustaa Vaasa Mentaskólinn í Helsinki) var svosem alveg ágætt. Annars er skólinn ekki allt heldur það sem maður lærir þar, sem var nú allt of fátt því að því miður þá er menta og fjölbrautaskólar allt of stuttir og félagslífið tímafrekt.

- Yfirmaður Skógarhöggsstofnunar Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 12/5/06 17:49

Byrjaðu bara í Versló og farðu svo í Hamrahlíð. Þá færðu að kynnast fjölbreytni mannlífsins.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/5/06 20:42

Framhaldsskólinn á Laugum er eina vitið. Það er lítill skóli þar sem allir þekkja alla og flestir nemendur búa saman á heimavist. Þar þekkir maður líka kennarana og þeim er flestum hjartans mál að kenna manni efnið. Þar er líka öflugt félagslíf sem fer ört batnandi. Þar er líka öflugur Gestapói sem ræður ríkjum á kvöldin og um helgar.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/5/06 20:49

Auðvitað er best að tala við einhvern sem hefur verið í öllum framhaldsskólum landsins, sá/sú getur borðið þetta saman.

Það er auðvitað hægt að velta fyrir sér hvað maður ætlar að læra, í hverju maður ætlar að sérhæfa sig í og reyna að sigta út frá því. Þeir sem fara í fjölbraut geta blandað bóknámi og einhverri iðngrein og geta þá farið út á vinnumarkaðinn í iðninni þegar nóg er að gera og svo í skóla þegar ekki er eins mikil eftirspurn.

Annars þá fór ég bara þangað sem vinir mínir fóru. Það var ekki mikið flóknara en það. Og virkaði bara ágætlega.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 12/5/06 22:45

Vertu samt ekkert að velja þér skóla eftir því hvaða týpa þú ert. Það þarf að fara að útrýma þessum ýmindum sem skólar eru með!

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nasistinn 12/5/06 22:49

Hverju þarf að útrýma? Gyðingum eða svertingjum?

Heyrðu Nasisti - rasismi, nasismi og fasismi er ekki vel séður hér nema í gríni. Þar sem þú ert húmorslaus, skaltu hætt´essu. Gæslan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 13/5/06 00:41

Aulinn mælti:

Vertu samt ekkert að velja þér skóla eftir því hvaða týpa þú ert. Það þarf að fara að útrýma þessum ýmindum sem skólar eru með!

Já, það er rétt. Mér líst reyndar ágætlega á Verzló. Pabbi er núna líka á því að ég eigi að fara í þangað, ástæðan? Þeir gerðu myndband.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 13/5/06 00:54

Menntaskólinn Hraðbraut hentar vel fyrir þá sem vilja klára stúdentsprófið á skömmum tíma, sem er auðvitað helsta einkenni skólans. Skólinn er lítill og myndar skemmtilegt andrúmsloft fyrir bæði nemendur og kennara. Vegna smægðarinnar er skólinn mjög persónulegur. Auðvelt er að kynnast samnemendum og kennurum skólans. Hraðbraut er ábyggilega nær því að vera bekkjarkerfi heldur en áfangakerfi. Hann hefur hvorki frelsi áfangakerfisins né strangar kröfur bekkjarkerfis varðandi endurtöku anna(ára). Skólinn hefur um að bjóða stúdentspróf af mála- og náttúrufræðibraut. Hann hentar einkar vel fyrir duglega og metnaðarfulla nemendur.
Pluralus W hefur sambönd innan skólans en eins og sést er hann ekki sterkur í íslensku. Og svo er hann líka þreyttur því að klukkan er svo margt!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/5/06 14:41

Auðvitað ferðu í Verzló Dúddi minn. Tsjokkóliðið getur þú hæglega leitt hjá þér (mér tókst það vel amk) og þess í stað notið afburða aðstöðu og úrvals kennslu. Það er helber þvættingur að þú þurfir efnaða foreldra til að komast í þennan skóla. Síðast þegar ég vissi var munurinn 20-30 þúsund krónur per ár. Ú ú ú en óyfirstíganlegt. Ég vann amk. sjálfur fyrir skólagjöldum með sumarvinnu og komst ágætlega af yfir veturinn.

Á sínum tíma stóð val mitt helst milli Verzló og mr. Ég hafði útilokað MH út af hvimleiðum og tilgerðarlegum artí fartí hippafílingi sem virtist loða við skólann, auk þess sem mér hugnaðist ekki sérlega vel áfangakerfið.

Ég kíkti inn í mr á sínum tíma og ákvað að ég nennti ekki að lifa við svo slæman aðbúnað í fjögur ár. Mér finnst á vissan hátt leitt að erkióvinurinn mr virðist hafa verið í einhvers konar niðursveiflu síðastliðin ár. Það er ekkert gaman að slöppum óvinum.

Það eina sem ég sé eftir fyrir þína hönd er að þú fáir ekki að njóta leiðsagnar hins goðsagnakennda og stórkostlega snillings, Valdimars Hergeirssonar. Hann er með síðustu karlmennum Íslands, eftir standa pissudúkkur eins og við. Hann er því miður farinn á eftirlaun.

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: