— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 437, 438, 439 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/3/06 21:31

Drepast vil ég drullu-blankur
dauður engan banka styð.
Minn er löngu tómur tankur
tæpast finn ég dauður frið.

Yfir gröf og yfir dauða
eltir brennsanautnin mig.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 30/3/06 21:33

drepast vil ég drullu-blankur
dauður engan banka styð.
af seðlum er´nú tómur tankur
tíeyringa um ég bið

Yfir gröf og yfir dauða
eltir brennsanautnin mig.
Kalla má mig byttu blauða
en blákalt míg ég yfir þig

Greitt hjá Lín hef lánin upp
laus við þeirra nöldur

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 30/3/06 22:07

Greitt hjá Lín hef lánið upp
laus við þeirra nöldur,
með viski og vodka í seven upp
væti að læji öldur.


Landa brugg er laumuspil
ljótt er það að stunda,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Greitt hjá Lín hef lánin upp
laus við þeirra nöldur.
Fátækt þjakar Rapp & Rupp,
en Ripp er mikill höldur.

Landa brugg er laumuspil
ljótt er það að stunda.
Áfram við það, afogtil,
ég eng´aðsíður dunda.

------------------------------------
Sía bruggið - smakka smá.
Smakka síðan aftur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/3/06 23:43

Sía bruggið-smakka smá.
smakka síðan aftur.
Á mér finn og flatur lá
fullur,-ógnar kraftur.

Löngum hefur leikið grátt
löstur drykkju manna,

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 30/3/06 23:45

Sía bruggið - smakka smá.
Smakka síðan aftur.
Þetta er mesti (má ég gá)
jú mesti fylliraftur

mikið verður maginn sver
ef mest þú étur lýsi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 30/3/06 23:46

mikið verður maginn sver
ef mest þú étur lýsi
Enginn verður ógn af mér,
þó auminga ég hýsi.

Danni kallinn datt í gær
og drapst í falli því.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 31/3/06 05:04

Danni kallinn datt í gær
drapst í falli því
bragðarefur býsna fær
birtast mun á ný.

Létt mun leika kölska á
laumast hann úr víti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/3/06 09:14

Við stökkvum ekki yfir lappa þegar hann yrkir rétt...

Löngum hefur leikið grátt
löstur drykkju manna,
Aftur tek þó öl í sátt
yndið vil ég kanna.

Matinn hef ei efni á,
ölið buddu sýgur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 31/3/06 14:00

Matnum hef ei efni á
ölið buddu sígur.
Þegar Skabbi skundar hjá
skært fram tíminn líður.

Fagurt er á fjöllum nú
fuglar úti kvaka,

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 31/3/06 14:28

Fagurt er á fjöllum nú
fuglar úti kvaka,
Ekk'í veðri ætlar þú,
allt að láta vaka.

Baunir éta Breskir menn,
og bæta á sig fitu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 31/3/06 15:36

Baunir éta Breskir menn,
og bæta á sig fitu.
Beikonið þeir éta enn
og yfirleitt með skitu.

Nískir eru Noregsmenn
og nenna ekki að vinna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/3/06 17:16

Nískir eru Noregsmenn
og nenna ekki að vinna.
Fúlir vilja fara senn
að feitum rass'að sinna.

Orðaröðun er öll til,
einhver sagði þetta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 31/3/06 17:20

Orðaröðun er öll til,
einhver sagði þetta.
öðrum gef ég allt sem vil
aldrei lekur skvetta

fönn er hvít og frostið hart
þó fljúgi nú að vori.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/3/06 17:31

fönn er hvít og frostið hart
þó fljúgi nú að vori.
Brúna sinan brennur skart,
í Borgarfjörðinn þori vart.

Svartur mökkur svælir lið
sveitamýrin brennur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 31/3/06 19:41

Svartur mökkur svælir lið
sveitamýrin brennur.
Slökkvi-bíllinn beint á hlið,
brekku niður rennur.

Slökka þyrfti þennan eld,
þjóta til þess strax.

GESTUR
 • LOKAР• 
sorðin úr selárdal 31/3/06 19:49

Svartur mökkur svælir lið
sveitamýrin brennur.
Aðalgeir og íhaldið
engar yrkja stemmur.

Sá ég núna svaka reyk
setur að mér ótta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 31/3/06 19:58

Slökka þyrfti þennan eld,
þjóta til þess strax.
Þetta skulum klár'í kveld,
kasta af lítrum þvags.

Hlandi gusum, hellum á,
heitan árans eldinn.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 437, 438, 439 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: