— GESTAPÓ —
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 18/2/06 18:02

Það er ekki að furða að" íslennskukunáta" sé á undanhaldi.

Vinur minn‹Starir þegjandi út í loftið› Benti mér sko á þetta....

En þetta er víst "hipp&kúl" , vinsæl síða meðal unga fólksins, að auglýsa partý á vinsælum skemmtistað.
Er ég nokkuð einn um að sjá eitthvað að þessari grein ?‹Klórar sér í höfðinu›

http://b2.is/?sida=tengill&id=149276

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 18/2/06 18:21

Tja, í fljótu bragði sé ég eina innsláttarvillu („vægst“ - sem væntanlega á að vera „vægast“) og svo er þessi setning alveg meingölluð:

„Mann undrar ekki að heyra að stuðningsmenn hennar ætla að fjölmenna á Gauknum þar sem Silvía nótt/Ágústa Eva sést oft á Gauknum.“

Svona væri þetta betra: „Heyrst hefur að stuðningsmenn hennar ætli að fjölmenna á Gaukinn þar sem Silvía Nótt/Ágústa Eva sést oft þar“

Greinin er auk þess dálítið klaufalega orðuð, engin ritsnilld þarna á ferð. En sérnafnið Nótt má víst fallbeygja svona:
Nótt
Nótt
Nótt
Nóttar

Finnst það reyndar skrýtið en þetta er leyfilegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 18/2/06 21:33

Hver er þessi Silvía Nótt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 18/2/06 21:35

Þú vilt ekki vita það

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/2/06 22:30

Stelpið mælti:

Tja, í fljótu bragði sé ég eina innsláttarvillu („vægst“ - sem væntanlega á að vera „vægast“) og svo er þessi setning alveg meingölluð:

„Mann undrar ekki að heyra að stuðningsmenn hennar ætla að fjölmenna á Gauknum þar sem Silvía nótt/Ágústa Eva sést oft á Gauknum.“

Svona væri þetta betra: „Heyrst hefur að stuðningsmenn hennar ætli að fjölmenna á Gaukinn þar sem Silvía Nótt/Ágústa Eva sést oft þar“

Þú gleymir í leiðréttingunni þinni að taka fram að engan skuli undra. Það getur vel verið að það hafi verið aðalatriðiðiðið í upprunalegu setningunni.

Maður gæti því sagt:

„Skal engan undra að stuðningsmenn hennar muni fjölmenna á Gaukinn, þar sem Silvía Nótt/Ágústa Eva sést oft þar.“

Mér finnst þetta ógisslega betra sonna.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 19/2/06 12:06

Já, ég pældi í þessu en fannst orðatiltækið ,,að engan skuli undra" bara alls ekki passa inn í greinina. Sá/sú sem skrifaði greinina kann ekki einu sinni að nota orðatiltækið og greinin er öll á voðalega einföldu máli svo mér fannst hitt óþarflega háfleygt. En vel leiðrétt hjá þér engu að síður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/2/06 20:52

Ég er mótfallinn íslensku. Djöfulsins hrognamál.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/2/06 23:31

Gaukur á Stöng (sjá Flateyjarbók; „hér skal rita Gauks sögu Trandilssonar“) er í þgf Gauki á Stöng? Með greini vissulega Gauknum, og hefur þessi sérvitskulegi greinir á sérnafni unnið sér sess í málinu.* Í fréttinni er þetta hins vegar rammvitlaust: Gauk í þgf greinislaust.

____
* Güntherinn Zimmermanninn er ekki mjög fagurt, t.d.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Pottormur 25/2/06 23:43

Haraldur Austmann mælti:

Ég er mótfallinn íslensku. Djöfulsins hrognamál.

Ég er fullkomlega sammála þér Haraldur, gott að heyra í manni með eitthvað á milli kinnbeinanna
xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 26/2/06 00:28

And what's up with that?

Hví þurfa Íslandingar alltaf af beygja eftirnöfn?

Til Robert Zimmermanns?
Til Jack Jones'
Til John Johnsons?

Fornöfn skal beygja, en eftirnöfn eigi!

Til Roberts Zimmermans
Til Jacks Jones
Til Jonhs Johnson.

Who's with me?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Emk á yðru bandi.

Þó hef ég trú á að í seinna dæminu hjá þér muni einu s-i ofaukið í innslætti, hafi ég á annaðborð skilið rétt.

Eignarfallsbeygingar ættarnafna, sbr. [til] Halldórs Blöndals eru mér þyrnir í augum & eyrum - en eru, eftir því sem næst verður komist, hin opinbera réttnotkun.
En - mín máltilfinning býður uppá að til samræmis skyldi þá einnig beygja slík nöfn í öðrum föllum, & væri þgf. í þessu tilviki [frá] Halldóri Blöndali.
Ekki hef ég þó enn orðið var við þessháttar - sem betur fer.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 26/2/06 11:17

Beygingar nafna hafa alltaf verið mér erfitðar. Ég á erfitt með að beygja mörg nöfn og er ekki alltaf viss um að ég geri það rétt. Reddast þó yfirleitt því þeir sem heita nöfnunum eru ekkert vissir heldur.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 26/2/06 13:09

Það hangir tilkynning um alla skólabyggingu þar sem ég geng menntaveginn þessa dagana: "Ekki missa af Sign á Gauk og Stöng!"
Gaukur beygist:
gaukur
gauk
gauki
gauks
...er það ekki? Og svo er þetta Gaukur á Stöng...

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bimbultóki 10/3/06 08:29

Hvaða bévítans fjaðrafok, íslenska rúllar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/3/06 11:29

Æi, þegiðu.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 10/3/06 12:36

Ekki gleyma þeirri villu sem kemur fram um að lagið hennar sé mjög gott.Þetta lag er hörmulegt af öllu leiti ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: