— GESTAPÓ —
Tinnaleikurinn
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 47, 48, 49 ... 81, 82, 83  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 21/2/06 01:07

Hvur djöfullinn, ég þarf að endurnýja kynnin við Tinnabækurnar góðu...

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 21/2/06 01:12

Allir ættu að vera í stöðugu sambandi við þær ágætu bækur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 21/2/06 10:36

Muni ég rétt er bókin "Tinni í Ameríku". Sólskjöldur er Indíánaforinginn sem hafði látið binda Tinna við staur. Tinni þreifaði fyrir sér og fann harðnaða trjákvoðu (harpix) á staurnum sem hann síðan skaut með þumalfingri í kinn Sóskjaldar. Indíáninn sá taldi þá að barn sem lék sér með teygjubyssu hefði skotið á sig og gaf barninu kinnhest. Barnið missti teygubyssuna og annar indíáni tók hana til handargagns, Tinni skaut þá öðrum trjákvoðuköggli og var þeim sem þá hélt á vopninu kennt um og hann sleginn niður, bróðir hans kom honum til varnar og innan tíðar var allur ættbálkurinn kominn í allsherjarslagsmál. Tinni gat því óáreittur leyst sig og flúið að vettvangi.
Indíánarnir hétu ýmsum skondnum nöfnum sem ég því miður man ekki í svip.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 21/2/06 23:30

Það held ég að Sundlaugur sé einn alsnjallasti maður sem að ég hef heyrt um. gáfur hans og þekking á Tinna eiga sér varla hliðstæðu í hinum vestræna heimi og hvað þá annarsstaðar, enn og aftur tek ég ofan fyrir þér Sundlaugur.

‹Færir Sundlaugi Tinnaalmynd svo að hann hafi einhvern að tala við sem er jafnfróður um ævintíri Tinna og hann sjálfur og vísar inn þremur léttklæddum stúlkum sem færa Sundlaugi spurnarréttin í þessum leik.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 24/2/06 12:13

‹Ljómar upp og hefur ekki augun af léttklæddu stúlkunum›

Jæja, er ekki kominn tími fyrir næstu gátu?
Tinnabækurnar eru margar há-pólitískar og uppdiktuð lönd og átök milli þeirra eiga sér oftast hliðstæðu í raunheimi. Hvaða tvö ríki fara í stríð í sögunni um skurðgoðið með skarð í eyra, til hvaða stríðs í raunveruleikanum er verið að vísa og hvaða tvö ríki börðust í því stríði?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 24/2/06 18:37

Æi ég man aldrei hvaða lönd þetta voru en stríðið var út af fótboltaleik var það ekki.
á milli kólumbíu og ecuador?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 25/2/06 01:20

Nei, ekki ertu á réttu róli þarna, kæri vinur. Ég við fá fram nöfn ríkjanna í Tinna-bókinni og nöfn þeirra raunverulegu ríkja sem er verið að vísa til ásamt því nafi sem þetta stríð er almennt kallað

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 25/2/06 02:36

Er þetta ekki fótboltastríðið milli Hondúras og El Salvador? Annað Tinnalandið er væntanlega San Theodoros en hitt hef ég ekki.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 25/2/06 19:45

Uppdiktuðu ríkin heita San Theódoros og Núevo Ríkó.

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Sundlaugur Ýsfirðingur 26/2/06 18:49

Upprifinn mælti:

Uppdiktuðu ríkin heita San Theódoros og Núevo Ríkó.

Það er rétt en aðeins hluta gátunnar er svarað

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 28/2/06 17:23

Stríðið milli Chile annars vegar og Perú/Bólivíu hins vegar? (Um miðja 19. öld ef ég man rétt...)

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/2/06 17:27

‹hristir höfuðið› Nei, þetta var á 20. öld.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
fagri 6/3/06 13:52

Ég þurfti að hætta mér af baggalút og út í hættulegt fen alnetsins til að grafa upp að þetta var að sjálfsögðu chaco (tsjakó) stríð þeirra pargvæinga og bólivíinga þar sem yfir hundrað þúsund manns mun hafa verið slátrað frá 1932-1935. Já og Paraguay vann.

The Ayatollah of Rock 'N' Rollah
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 6/3/06 14:31

‹Færir Fagra sigurfána›

Það var rétt. Reyndar átti Paraguay í þvílíkum styrjöldum um tíma að lunganum af karlpeningi landsins var slátrað og tvísýnt þótti um viðgang þjóðarinnar. Var það enda látið óátalið þó karlar tækju sér fleiri en eina konu.

Rétturinn er þinn, Fagri

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 8/3/06 01:52

Bólivía hefur alla tíð verið aumingi í stríðum og alltaf tapað, enda landið stórt, fámennt og á landamæri að allt of mörgum löndum, fyrir utan að eiga allt of miklar auðlindir og falleg svæði sem nágrannarnir girnast. Chile t.d. reif af þeim aðganginn að sjó í stríði og þarf Bólivía í dag að treysta á Perú í þeim tilgangi.

Ég verð að viðurkenna að ég mundi ekki eftir þessu stríði, en Paraguay átti sinn uppgang og sitt hrun, enda eiga þeir ekki heldur aðgang að sjó. Argentína hefti einfaldlega aðgang þeirra í Río de la Plata og efnahagur landsins hrundi sem spilaborg.

En, áfram með leikinn...

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
fagri 8/3/06 06:21

Já, afsakið töfina. Ein lauflétt úr Leynivopninu. Þegar Tinni og Kolbeinn komu til Szóhód var þeim sýnd mikil öryggisgestrisni og voru þeim skipaðir tveir "leiðsögumenn" hvað hétu þessir ágætu menn?

The Ayatollah of Rock 'N' Rollah
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/3/06 12:24

Króníkk og Himmerzekk?

Betri spurning hefði verið hverjir eru...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
fagri 8/3/06 14:56

Upprifinn mælti:

Króníkk og Himmerzekk?

Betri spurning hefði verið hverjir eru...

Það er öldungis rétt. Taka verður mið af þeim tíma sólarhrings er spurning þessi var skrifuð, virkni mín var ekki í toppi þó að ég hafi skvett yfir mig kaffi.

The Ayatollah of Rock 'N' Rollah
        1, 2, 3 ... 47, 48, 49 ... 81, 82, 83  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: