— GESTAPÓ —
Hljómsveitagagnrýni í boði Dúdda
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 29/1/06 20:02

Kommon! Það hlýtur einhver að geta sagt eitthvað um Bubba Morthens!!!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 29/1/06 20:29

Bubbi, njaahh. Hann er sossem ágætur í hófi. Ágæt lög svona inn á milli, ekkert meira.

Hvað með... humm... Bloc Party?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 29/1/06 21:13

Bloc Party er helvíti hress og skemmtileg rokksveit með skemmtilegan hljóm. Lagið Helicopter er sennilega þeirra frægasta lag og er ekki hægt að segja annað en að það sé bara helvíti gott. Ég veit ekki hversu marga diska þeir hafa gert, sá eini sem ég veit um er allavega Silent Alarm og hann er nokkuð góður. Miðað við þennan disk er þetta allavega helvíti góð hljómsveit.
Bloc Party? Já takk.

Hvað með að Queen verði bara gagnrýnd næst...

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 30/1/06 01:50

Queen hafa mér alla tíð þótt ofmetnir. Þeir mega þó eiga það að maður fær gjarnan lögin þeirra á heilann. Hvort það sé kostur eða galli verður maður svo bara að eiga við sjálfan sig.

Nú vildi ég endilega heyra hvað þið hafið að segja um Fantomas.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 7/2/06 21:52

Fantomas spila „öðruvísi“ þungarokk, þeir eru yfir meðallagi góðir. Ekkert ógeðslega góðir, bara ágætir. Veit ekki alveg hvað ég á segja um þá, kynnti mér þá bara aðeins eftir að Hilmar kom með síðasta innlegg. The Godfather er samt lag að mínu skapi.

Metallica hafa ekki enn verið gagnrýndir. Bætum úr því!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 9/2/06 21:26

Metallica voru í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir nokkrum árum, en eftir því sem ég fór að hlusta á metal tók ég alltaf meira og meira eftir því hversu tilbreytingarlausir þeir eru. Þeir eiga þó mikið af mjög góðum lögum sem maður hlustar ennþá af og til á. Hef samt takmarkaðan áhuga á því sem þeir hafa gefið út eftir svörtu plötuna svokölluðu.

Hvað finnst ykkur svo um Opeth?

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 17/2/06 23:47

Opeth, eitt besta metalbandið í dag. Sænskur námálmur með hugljúfum og rólegum köflum inná milli. Ég kynntist þeim fyrir nokkru síðan og það var ást við fyrstu heyrn - svona nokkurnveginn allaveganna. Þeir fá fullt hús stiga hjá mér.

Hvað finnst svo háæruverðugum baggalýtingum um Alice in Chains?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dannibé 1/3/06 18:01

Alice in chains voru yfir meðallagi í sinni tónlistarstefnu, áttu mörg góð lög og svifu einhvers staðar á milli grunge og þungarokks. Það fór illa fyrir þeim, sérstaklega söngvaranum en hann dópaði yfir sig. Þegar ég heyri lag með þeim í dag hækka ég alltaf vel í og fæ smá gæsahúð.

Næst skal gagnrýna Korn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 1/3/06 18:16

Korn voru ágætir til að byrja með. Eiga nokkur góð lög og svona og voru með skemmtilegan hljóm. Uppá síðkastið hafa þeir hins vegar verið að skíta á sig ég er að missa álitið á þeim. Gömlu, góðu lögin þeirra finnst mér síðan eiginlega ekkert góð lengur útaf ofhlustun á sínum tíma en það er annað mál...
Ekki að fíla þá!

En jæja, hvað hafið þið að segja um Audioslave?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 23/5/06 18:17

Audioslave eru með mikinn kraft og alveg ágætis hljómsveit. Söngvari sveitarinn er góður og með flotta rödd. Audioslave er bara góð og virkilega þétt rokkhljómsveit. Svo sem ekkert mikið meira um þá að segja.

Red hot chilli peppers eru þá bara næstir.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 23/5/06 18:52

‹Brosir út að eyrum.›

RHCP er skemmtileg hljómsveit sem spilar svona kaliforníu jazz-rokk. Textarnir eru vanalega annað hvort léttmelt vitleysa um kynlíf eða bara ekki neitt eða alveg ótrúlega djúpar pælingar. Bassaleikarinn er snillingur. Söngvarinn hefur mikla raddbreidd og samt afar sérstaka rödd.

Næsta hljómsveit: Rasputina.

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Renton 25/5/06 14:06

Rasputina er sérstakt band, og frábært á sínu sviði. Það er voðalega lítið hægt að gagnrýna Rasputina, maður verður bara að hlusta á þau, tónlistin þeirra er rosalega mismunandi.

Næst er það The Distillers.

Cogito Ergo Cogito
        1, 2, 3
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: