— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 416, 417, 418 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 26/2/06 21:49

Bjórinn góði belgir vömb,
bumbu myndar stóra.
Snæði glaður lítil lömb
lífs er nautna hóra.

Ananas í eftirrétt
ís úr stórri dollu.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/2/06 22:23

Ananas í eftirrétt
ís úr stórri dollu.
Engin var það ekki-frétt
eftir grillsins rollu.

Í forrétti var folaldsnýra
flamberað á teini.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 26/2/06 23:07

Í forrétti var folaldsnýra
flamberað á teini.
Ufsa, Þorsk og einnig Hlýra
át af heitum steini.

Sviðaaugu súrsuð með
sinnepsgjáðum eyrum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/2/06 23:16

Sviðaaugu súrsuð með
sinnepsgjáðum eyrum
bæst og kæst eitt bambustréð
blátt í munninn keyrum.

Sykurlagðan súrálinn
sýg ég upp úr fati.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 26/2/06 23:25

Sviðaaugu súrsuð með
sinnepsgjáðum eyrum
Tungan bísna bætir geð
best með hnakka meirum

Rófustappa rosgóð
rauðkál með og baunir

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Rófustappa ros[a]góð
rauðkál með og baunir.
Fítonskraft hin frónska þjóð
fær, við hverjar raunir.

-------------------------------
Áfram skal hér ort um mat;
í sig meir skal troða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 27/2/06 00:35

Áfram skal hér ort um mat;
í sig meir skal troða
potá sínar garnir gat
og gubba oní vaskafat

Neðanjarðar nenni ég
naumast lengi að dúsa

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Neðanjarðar nenni ég
naumast lengi að dúsa;
ætla mér hinn efri veg
til almættisins húsa.

---------------------------
Engan hitti himnum á
úr hópi vina minna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 27/2/06 11:30

Engan hitti himnum á
úr hópi vina minna
Þeir dans' á hæl og dillidá
djöfsa hjá og spinna

Margir hafa merkilegt nokk
mikið fram að færa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/2/06 13:40

Margir hafa merkilekt nokk
mikið fram að færa
áðan sá ég Kalla kokk
kæsta sköt'upp færa.

Líður senn að sprengidegi
saltkjöt étum og baunir með,

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 27/2/06 13:41

Gný...

Nei, þýðir ekki.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 27/2/06 14:47

Held ég hoppi bara, þar sem snyrtilega ofstuðlað er í þriðju línu þaráundan

Engan hitti himnum á
úr hópi vina minna
oní víti Áka hjá
eru sér að brynna.

Himnagauf og hörpuspil
held ég mörgum leiðist

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 27/2/06 16:16

Himnagauf og hörpuspil
held ég mörgum leiðist,
vonda fólkið vísast til
vera þarna neyðist.

Hvort er allt vort eftirlíf
eintómt helgistundardund?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 27/2/06 17:54

Hvort er allt vort eftirlíf
eintómt helgistundardund?
eða má í víti víf
virkja heit og munda pund?

Kannski fæst þar kranabjór
og kóbaltbættar veigar!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/2/06 21:07

Kannski fæst þar kranabjór
og kóbaltbættar veigar
púkar stofna karla kór
og kvalarinn vínið teygar.


Nú er úti bongo blíða
bjart er upp í Kollafjörð.

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Pottormur 27/2/06 21:12

Nú er úti bongo blíða
bjart er upp í Kollafjörð
Fá sér kannski smá að *íða
og kyssa síðan móður jörð

Kannski kann ég
eitt að kyrkja

Djamme on!!!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 27/2/06 22:21

Þú ert nú meiri pottormurinn. Setur höfuðstað á vitlausan stað.

Nú er úti bongo blíða
bjart er upp í Kollafjörð.
Þar mun út úr eggi skríða
Álver sem að spillir jörð

Nú er vorið víða komið
varla þó við Álftafjörð

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 27/2/06 23:46

Það rímar ekkert við 'komið' svo ég set þetta svona.

Nú er vorið víða komið
varla þó við Álftafjörð
Þar má finna fjandans ófrið
og frækilega lambaspörð.

Núna verð ég nár að sofa
í nöturlegri mold.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 416, 417, 418 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: