— GESTAPÓ —
Minni spámenn meira gaman
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 26/10/05 15:03

Eftir að hafa lesið yfir nýlegt félagsrit Andrans tróðst með erfiðleikum sú hugmynd í mitt þéttskipaða heilabú að stofna þennan þráð, þar sem gestapóar koma fram með lítið þekkta hljómsveit sem þeir hafa miklar mætur á. Vert er að hafa smá lýsingu á tónlistinni meðfylgjandi og skiptir engu máli hvernig tónlist ræðir um, bara að viðkomandi telji hana einkar skemmtilega. Vona ég að þið kæru gestapóar sitjið ekki á leyndarmálum tónlistarheimsins heldur deilið þeim með góðu fólki.

Ég byrja á að nefna til sögunnar B3 tríó. Þetta er íslensk(eða íslensk/sænsk) hljómsveit sem samanstendur af sannkölluðum djassgeggjurum. Ég fór í vor á vægast sagt geðveika tónleika með þeim á þeim annars misskemmtilega stað Pravda. Þar héldu þeir uppi ekta djassstemningu með sólóum sem fengu hárin til að rísa, krullast hægt og rólega og detta svo af. Mæli ég heldur með nýrra efni frá þeim en eldra þó ég hafi ólíklega heyrt allt þeirra efni. Það má kannski bæta við að trommuleikarinn hefur spilað með hinni margrómuðu Köntrísveit Baggalúts, allavega á tónleikum.

Þetta var kannski full langt hjá mér, nafn og tónlistarstefna eru aðalmálið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/10/05 15:21

Strawbs

Voru í miklu uppáhaldi hjá mér en enginn virðist kannast við þessa frábæru hljómsveit þjóðlagasveit sem þróaðist í rockblöndu.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/10/05 16:53

Ég er með eina fáheyrða. Hún hét The Beatles, eða Bítlarnir eins og ég kalla þá alltaf.

Hljómsveitin starfaði á 7. áratugnum og spilaði mestmegnis vandað popp í takt við tíðarandann. Þeir voru svolitlar hórur á tónlistastefnur en tókst yfirleitt að komast ansi vel frá sínu. Sömdu nokkur bráðskemmtileg lög.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 29/10/05 21:34

‹Gúgglar upp The Beatles›
Neibb, kemur ekkert upp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/10/05 21:41

Ég hef svosem enga hljómsveit í huganum til að upphefja (nema þá listamanninn Aphex Twin, sem þið eruð vafalítið komin með ælu á að heyra um frá mér) ...

EN ! Lærði-Geöff, þessi þráður er sannarlega snilld. Skaltu þakkir hafa. Ég sé fram á að lesa hann í hvert skipti er mig vantar smá tilbreytingu í líf mitt. Gestapóar eru menn vitneskju og tel ég að þráður sem þessi sé afar vel til fundinn. (Auk þess sem að þú átt hrós skilið fyrir að setja hann á réttan stað.)

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 30/10/05 00:44

er svosum sammála limbra þar sem konan er nýbúin að taka til er engin diskur hér nema gamall camel ég bara vona að þú hafir heldur ekki heyrt á þá minst?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 30/10/05 01:28

Ég get sett inn ýmislegt á þennan þráð, sei sei já. Þá er bara að byrja hér og þar.

- Einn allra einlægasti ástardúett heims voru að mínu mati þau Ray Hilderbrand og Jill Jackson (sem er ekki systir Michaels) en þau komu fram undir nöfnunum Paul & Paula og sungu samnefnt lag. Mæli með því áheyrilega lagi.

- Svo eru það hinir poppuðu Útfararstjórar sem fáir virðast hafa heyrt í eða allavegana munað hverjir séu. Mæli þá með lögunum Aðeins Smá (Just A Little Bit) og Stappaðar Kartöflur (Mashed Potatoes) sem var einnig vinsæll og sérstakur dans.

Verst að ég á að vera sofandi á þessum tíma sólasrhrinsins sem þetta er skrifað svo ég verð að láta þetta duga sem fyrsta innskot.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 31/10/05 09:34

Þakka vil ég ykkur fyrir þessa mola. Þó er ég ekki viss um að The Beatles hafi verið hljómsveit, minnir endilega að mamma hafi átt leðurstígvél frá þessum framleiðanda.

En þá vil ég benda á rokksveitina Ten Years After. Fáir sem ég hef spurt þekkja til þeirra en þeir gerðu garðinn frægann eitthvað í kringum 1970. Þeir komu fram á Woodstock og fór ég einmitt að athuga þá nánar eftir að hafa séð þá taka lagið "Goin´ Home" á Woodstock dvd-disk, keypti tvær vínyl í kolaportinu með þeim og verð að segja að hér eru eðalrokkarar á ferð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 5/11/05 22:48

Eina af mínum uppáhaldssveitum er hljómsveitin Primus Það það þekkja nú kanski margir þessa sveit, en þeim sem sem ekki þekkja bendi ég á að kynna sér sveitina. Það er erfitt að skilgreina tónlistarstefnuna, en sennilega væri hægt að tala um fönkað rokk. Bassaleikurinn er alger snilld hjá söngvara sveitarinnar Les Clayopool. Bara gaman gaman. Besti diskurinn er Sailing the seas of cheese

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 5/11/05 23:03

Tilvitnun:

We´re PRIMUS and we suck

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 24/1/06 23:03

Family er mögnuð grúbba frá gullaldartímanum Sérkennileg rödd söngvarans Rogers Chapmans gerir sveitina einstaka í sinni röð..

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/1/06 13:10

Die Ärzte er skemmtileg hljómsveit sem ég kynntist í Þýskalandi. Spilar svona rokk/pönk eitthvað. Kann ekki að skilgreina svona. En skemmtó engu að síður. Ögn pólitískt þegar ekki er sungið um samskipti kynjanna.

Svo mæli ég með Gunter[sic] Gabriel, fyrir þjóðlagafíkla. Fann um daginn best-of disk á 5 evrur í kjörbúð. Þýskur húmorinn lekur af hverjum tón. Í raun ekki ósvipað þeirri tónlist sem köntrísveit Baggalúts flytur.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/1/06 13:18

Hmm. Þetta síðasta innlegg má misskilja. Það sem ég meinti var að tónlistin er svipuð, en húmorinn ekki.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 25/1/06 19:56

Dægurlagapönkhljómsveitinn húfa er gargandi snild.Þeir taka barnalög og spila í pönkútsetningum.Svo eru ljóðin hans Röggvalds gáfaða sem hann flytur í pásum snild

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: