— GESTAPÓ —
Verstu Chick-flicks allra tíma??
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 1/1/06 23:04

Getið þið hjálpað mér smá?
Heittelskaður tapaði veðmáli og ég fæ að velja allar vídeómyndir næstu mánuðina.
Til að hann fái nú virkilega að svitna og kveljast ætla ég bara að velja rómantískar stelpumyndir - því lélegri því betri.
Ég bara horfi ekki mikið á svona myndir svo að ég er hálfandlaus.
Hafið þið einhverjar uppástungur?
Því verri - því betri!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 1/1/06 23:07

Vertu nú góð við hann Karlmenn þola ekki rómatíkst kjaftæði.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 1/1/06 23:12

Heyhó! Hann ákvað sjálfur hvað var í pottinum! Og hann tapaði veðmálinu! Hann þarf að horfa stilltur og má ekkert múðra eða kvarta.
Ég hef líka tapað veðmáli - og þess vegna séð um uppvaskið í ár!
Nú er bara komið að honum að blæða!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 1/1/06 23:13

‹Hlær sig máttlausa› Besta hegning sem ég hef heyrt um hingað til.

Ég er sjálf heft í þessum rómó-gamanmynda pakka, en skal leita mér upplýsinga og be right with you ‹Hringir símtöl›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 1/1/06 23:18

Það er engin Videoleiga hér á Sómastað svo að konan getur ekki farið svona með mig.‹Ljómar upp›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 1/1/06 23:41

Meg Ryan er náttúrulega drottning þessara mynda, en Julia Roberts kemst ansi nálægt henni.

Kate and Leopold
French kiss
You've got mail
Sleepless in Seattle
Runaway bride
My best friend's wedding
Steel Magnolias
Fried green tomatoes
How to make an American quilt
Como aqua para chocolate

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 1/1/06 23:44

Someone Like You
Inniheldur pælingar um gamlar beljur. Hugh Jackman, rawr.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kroppinbakur 1/1/06 23:45

Fýkur yfir hæðir (Wuthering heights held ég það heiti) og West side story hafa sent hörðustu karlmenn með ekkosog og langvarandi geðtruflanir á geðdeild. En mér fyndist nú samt að það væri manneskjulegra að slíta bara sambandinu. Eins og Kaninn segir: " Cruel and unusual punishment" er lýsingin á þessari ætlan þinni. En þetta kemur mér ekki á óvart frá grimmara kyninu. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Kroppinbakur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 1/1/06 23:57

Nornin mælti:

Meg Ryan er náttúrulega drottning þessara mynda, en Julia Roberts kemst ansi nálægt henni.

Kate and Leopold
French kiss
You've got mail
Sleepless in Seattle
Runaway bride
My best friend's wedding
Steel Magnolias
Fried green tomatoes
How to make an American quilt
Como aqua para chocolate

Schnilld ‹hlær illgirnislega›
Og west side story! Jájájá!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 2/1/06 00:36

Það þarf greinilega að fara að kenna þér að umgangast karlmenn.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

The Sound of Music

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/1/06 02:39

Af því sem Nornin nefnir og ég hef séð er My Best Friend's Wedding tvímælalaust langverst. Ég myndi leigja hana fyrst og hlæja sérstaklega mikið af detta-á-rassinn bröndurunum. Þá veit hann hvað koma skal.

Þá detta mér í hug hinar hræðilegu To Sir with Love og Love Story. Einnig hin danska Den eneste ene.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 2/1/06 11:52

Já sennilega. Como aqua para chocolate er líka ekki nægilega slæm, hún er eiginlega bara góð (enda ekki Hollíwúdd framleiðsla).

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 2/1/06 11:59

Fannst eneste ene reyndar ekkert svoooo hræðileg.
Og þegar ég var sautján fannst mér fried green tomatoes alveg æði!

Runaway bride er ef ég man rétt hryllileg - reyndar kannski ekki við öðru að búast með Gere í aðalhlutverki (bjakk, kannski að hafa svona Gere-maraþon!)

Var ekki líka Pierce Brosnan í einhverjum rómó myndum? Og Renée Russo (sá sem ráðlagði henni að fara að leika á reyndar skilið kúlu í hausinn)?

Er að hugsa um að hafa vídeókvöld í kvöld ‹Stekkur hæð sína›.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 2/1/06 12:00

ps. Steel magnolias virðist alveg yndislega hræðileg!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 2/1/06 12:08

The Terminator 1 og 2 saman.
Alien serían.
Red Heat
Commando
Three Amigos
Monty Python and the Holy Grail
og margar fleiri í þessum stíl myndu vera alveg passlegar.

Alls ekki bjóða uppá myndir eins og
Three men and a baby
All dogs go to heaven
My girl
October Sky
The Princess Bride

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/1/06 12:34

krumpa mælti:

Var ekki líka Pierce Brosnan í einhverjum rómó myndum? Og Renée Russo (sá sem ráðlagði henni að fara að leika á reyndar skilið kúlu í hausinn)?

Jú, The Tomas Crown Affair - ömurleg endurgerð á ömurlegri mynd (alveg eins og Ocean's Eleven). Ég myndi taka bæði upphaflegu myndina og endurgerðina.

Þá gætirðu valið Roman Holiday og bent á að hún sé nú á topplista IMDb. Breakfast at Tiffany's er tvímælalaust sorp en þú getur logið því að hún sé klassík.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 2/1/06 12:46

Ég mæli með Shes all that... hrikaleg.

En annars er Nornin komin með þær verstu.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: