— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
gregory maggots 24/11/05 09:47

Verstu kaupin sem ég hef gert tengjast sérstöku blekhylki til að prenta ljósmyndir úr heimilisprentaranum. Sölufýrinn sagði að með í þessu tiltekna hylki væri meira um ljósa liti / ljóst blek en í almennu lithylki, og því yrðu ljósmyndirnar litréttari.
Notkun leiddi í ljós að myndirnar urðu miklu gulari. Hvort það er réttara en áður veit ég ekki, en það er allavega ljótara.

pyntingameistari hennar hátignar - konunglegur skrásetjari þess sem eðlilegt skal teljast - mikill aðdáandi lágstafaritháttar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hel að hurðarbaki 24/11/05 10:13

Flokkast blóð undir grænmetisfæði, ef því fylgir ekkert kjöt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hel að hurðarbaki 24/11/05 10:14

... en þetta er kannski ekki rétti þráðurinn til að vera að spyrja að því?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
gregory maggots 24/11/05 11:01

nei.
‹setur upp fýlusvip›

pyntingameistari hennar hátignar - konunglegur skrásetjari þess sem eðlilegt skal teljast - mikill aðdáandi lágstafaritháttar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/11/05 12:31

Ég asnaðist fyrir 4 árum að kaupa mér fartölvu þá sem ég rita þessi orð á og í stað þess að velja mér fagra, dýra tölvu sem ég hafði augastað á, þá lét ég eiginmann minn fyrrverandi sannfæra mig um að þessi ódýra væri allt eins góð.
Því miður er það ekki svo og nú 4 árum síðar er ég búin að stækka, bæta og breyta Lappa litla eins mikið og hægt er en hann er samt hæggengur og bilanagjarn.
Þetta eru kannski ekki mín verstu kaup en þau slaga hátt í það.

Verstu kaupin eru sennilega í tískufatnaði, enda er ég hætt að kaupa mér föt nema að ég sjái að þau séu líkleg til að vera 'klassísk'.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/11/05 15:15

Ekki notaði Haraldur hárfagri neina tölvu og lagði þó undir sig Noreg og gerði Finnmörku að skattlandi sínu!‹Sveiflar sverði með sverum armi og kveður eina dróttkvæða um brugðna brendi í berserkjahöndum og brenndar borgir á Bretlandi ›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 25/11/05 10:57

Verstu kaupin sem ég hef gert eru þessar asnalegu tívolíferðir.... 20 000 krónur hurfu á einu degi.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 25/11/05 22:59

Held að það sé Citroën BX sem ég keypti og átti samt í tvö ár. Hann var aldrei í almennilegu lagi blessaður, og fóru all margir þúsundkallar í að reyna að laga hann. Held ég hafi fengið 100.000 kall fyrir hann uppí nýjan bíl. Þá var hann í algeru fokki, pústaði inní sig og eyddi 16.l / 100..... En eitt mátt bíllinn eiga.. það var svakalega gott að keyra hann þegar hann á annað borð virkaði.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 26/11/05 03:20

Eftir að fjarlægt var úr mér nýra fyrir margt löngu bauðst mér nokkru síðar að grætt væri í mig nýtt nýra. Eins og gefur að skilja leyst mér afar vel á þetta og ákvað að slá til. Þið getið því ímyndað ykkur hvað mér var misboðið eftir aðgerðina þegar mér barst til eyrna að bölvaður læknirinn hefði saumað í mig notað nýra. ‹Fórnar höndum til áherzluauka›
En ég fékk þetta svo endurgreitt.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/11/05 03:58

voff mælti:

Ekki notaði Haraldur hárfagri neina tölvu og lagði þó undir sig Noreg og gerði Finnmörku að skattlandi sínu!‹Sveiflar sverði með sverum armi og kveður eina dróttkvæða um brugðna brendi í berserkjahöndum og brenndar borgir á Bretlandi ›

‹Setur múl á Voff›
Ég hefði sennilega lagt undir mig Skandinavíu, Hjaltlandseyjar og stórann part Skotlands hefði ég verið uppi á dögum Haraldar. Enginn fær staðist óviðjafnanlega fegurð mína og sterkar galdrakúnstir!

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 8/12/05 03:23

Verstu kaupin sem ég hef gert hljóta að vera fótboltatreyja (ég vil ekki segja hvaða lið, því að það gæti komið slæmu orði á uppáhalds liðið mitt). Ég svitnaði náttúrulega fullt á barnum við að horfa á leikinn... en málið var að treyjan límdist alltaf við mig!!!! Ömurlegt. Þeir sem þekkja þetta vita hvað ég er að tala um. Jæja, það versta var kannski ekki það að hún límdist, heldur að þetta var VARABÚNINGURINN!!!! Svo ég var þarna, feitur og ljótur í varabúning, sveittur eins og fífl.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 8/12/05 03:27

Já, það var ég sem var í varabúning. Ég meina það!

Fleira er ekki í fréttum. Verið þið sæl.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Rússi 25/2/06 12:13

Verstu kaupin sem ég hef gert var þegar ég keypti notaða fartölvu af gaur sem ég kannaðist við. Borgaði 30.000kr fyrir drasl.

» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: