— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 28/11/05 23:30

Hérna kemur smá leikur þar sem hægt er að segja frá sögu sem maður heyrði af eitthvertíma, hún þarf ekki að vera sönn eða ósönn, bara það að maður hafi heyrt af henni.

Þessi leikur gengur örugglega hægt fyrir sig svo ég bið ykkur um að gleyma honum samt ekki!

Jæja fyrsta sagan:

Einu sinni var maður sem ætlaði að drepa sig. Hann setur koll ofan í miðja sundlaug, hengir reipi fyrir ofan kollinn til þess að hengja sig, ætlar að skjóta sig og gleypir fullt af pillum. Svo að ef skotið klikkaði, þá myndi hann hengjast, en ef heningin myndi klikka þá myndi hann drukkna, ef drukknunin klikkaði þá myndi hann deyja af völdum lyfjanna. En þetta fór öðruvísi en hann hélt. Hann ætlaði að skjóta sig en skaut í reipið sem hann ætlaði að hengja sig með, dettur ofan á kollinn, svo að hann drukknar ekki, gleypir þó nóg vatn svo að hann ældi upp öllum lyfjunum.

Þetta er jú langsótt en þó skemmtileg saga.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 29/11/05 10:17

Set þetta í anganvísunarþráð og meðan ég man ætti ég líklega að setja inn eina sögu sem ég hef heyrt.

Ég heyrði hér eitt sinn skemmtilega sögu sem á að hafa gerst á síldarárunum, þegar síldin fyllti hvern fjörð hér við land. Þá voru notuð svokölluð reknet og urðu menn að hrista síldina úr netunum. Það fylgdi sögunni að kokkurinn hefði verið kona og vinsæl mjög. Nú bar svo til að netin fylltust ekki eingöngu af síld, heldur líka af marglyttum og það vita allir sem reynt hafa að marglyttur stinga mjög. Allt var löðrandi í stingandi marglyttum og því var orðið erfitt fyrir kallana að kasta þvagi, án þess að jafnaldrinn yrði stungunum að bráð. Því var brugðið á það ráð að fá kokkinn til að sjá um að halda utan um fermingarbróðurinn meðan á þvagskvettu stóð. Sjaldan hafa menn þurft eins oft að kasta vatni og þá.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 2/12/05 08:18

Góð saga Sæmi.

‹Ljómar upp›

Ég heyri einu sinni sögu um stapadrauginn (vona að það sé stapa). Hann "húkkar" oft far með bílum á leið til Keflavíkur, í nágrenni við Hafnafjörð. Þessi saga gerist fyrir 20 árum. Svo vildi til að vörubílsstjóri nokkur hafi tekið hann uppí. Var hann í svokallaðari vörubílalest og var fremstur. Hann sér því ekki hvort allir séu fyrir aftan hann. Vörubílstjórinn biður stapadrauginn að opna rúðuna og kíkja út. Stapadraugurinn opnar rúðuna og tekur af sér höfuðið og rekur það út um rúðuna.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/12/05 08:36

aulinn mælti:

Jæja fyrsta sagan:

Einu sinni var maður sem ætlaði að drepa sig. Hann setur koll ofan í miðja sundlaug, hengir reipi fyrir ofan kollinn til þess að hengja sig, ætlar að skjóta sig og gleypir fullt af pillum. Svo að ef skotið klikkaði, þá myndi hann hengjast, en ef heningin myndi klikka þá myndi hann drukkna, ef drukknunin klikkaði þá myndi hann deyja af völdum lyfjanna. En þetta fór öðruvísi en hann hélt. Hann ætlaði að skjóta sig en skaut í reipið sem hann ætlaði að hengja sig með, dettur ofan á kollinn, svo að hann drukknar ekki, gleypir þó nóg vatn svo að hann ældi upp öllum lyfjunum.

Ég las þessa sögu einhverntíma á vef Darwin verðlaunanna (verðlaun fyrir að drepa sig á sem fáránlegastan hátt) og var hún þá alveg eins utan þess að maðurinn var ekki fyrir ofan sundlaug. Hann hafði skv. þeirri sögu sem ég las, hengt reipið í tré á einhverri smá klettabrún svo hann féll í hafið þar sem hann jú kastaði upp, var bjargað, og dó svo á sjúkrahúsi úr lungnabólgu.

Hmm ætli þessi vefur sé enn til.

Breyting: Jú hann er enn til! http://www.darwinawards.com/ en ég nenni ekki að leita að þessari sögu...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 8/12/05 03:16

Ég heyrði einu sinni um mann sem var plataður til að éta sinn eiginn putta. Það var víst þannig að hann var að vinna á kjúklingabúi og hann var ekkert svo rosalega gáfaður. Jæja, þeir sem voru að vinna með honum vildu stríða honum og þeir ákváðu að láta hann éta á sér puttann. Þeir gerðu það þannig að þeir göbbuðu hann til að lenda í slysi (sem þeir bjuggu til) og lugu að honum að þeir væru að sprauta í hann fúkkalyfjum eða einhverju. En þeir sprautuðu í hann deyfilyfjum. Svo seinna þegar hann var orðinn daufur í höndinni þá buðu þeir uppá kjúklinga samlokur og þegar hann var kominn með kjúklingasamloku plötuðu þeir hann þannig að þeir settu höndina á honum á milli brauðanna. Svo borðaði hann djúsí BBQ chicken sandwich. Vá, hvað það væri sick að lenda í þessu.

Fleira er ekki í fréttum. Verið þið sæl.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Rússi 25/2/06 16:04

Hermir mælti:

Ég heyrði einu sinni um mann sem var plataður til að éta sinn eiginn putta. Það var víst þannig að hann var að vinna á kjúklingabúi og hann var ekkert svo rosalega gáfaður. Jæja, þeir sem voru að vinna með honum vildu stríða honum og þeir ákváðu að láta hann éta á sér puttann. Þeir gerðu það þannig að þeir göbbuðu hann til að lenda í slysi (sem þeir bjuggu til) og lugu að honum að þeir væru að sprauta í hann fúkkalyfjum eða einhverju. En þeir sprautuðu í hann deyfilyfjum. Svo seinna þegar hann var orðinn daufur í höndinni þá buðu þeir uppá kjúklinga samlokur og þegar hann var kominn með kjúklingasamloku plötuðu þeir hann þannig að þeir settu höndina á honum á milli brauðanna. Svo borðaði hann djúsí BBQ chicken sandwich. Vá, hvað það væri sick að lenda í þessu.

Ömurleg saga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 25/2/06 16:55

Ég heyrði einu sinni sögu af ketti. Hún var skemmtileg.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: