— GESTAPÓ —
Asnalegur leikur Furðuveru
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 3/12/05 12:35

Strákurinn minn var að syngja með Hjálmum:

♪♪Og ég aftur sný. Kem ég heim á Hlíf.♪♪

Þetta á að vera „kem ég heim á ný“. Hlíf er hinsvegar elliheimili þar sem langamma hans býr.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 3/12/05 13:26

Sonur minn sem þá var 5 ára sat með frænku sinni sem er svört og vini sínum úti á grasi og þá segir stelpan,Ég er svört.Vinurinn segir,Ég er hvítur.sonur minn sagði þá hátt og snjallt,ég er ekki hvítur,ég er andlitslitaður

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 8/12/05 03:06

Góður vinur minn var búinn að lesa rosalega mikið af D&D bókum og gerði það oft þótt að hann væri meðal okkar hinna í hóp. Jæja, einu sinni þegar var svaka rólegt hjá okkur varð hann allt í einu svaka pirraður og sagði hátt:

Hvað er þetta "dettermænd" !?! (determind)

Fleira er ekki í fréttum. Verið þið sæl.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 8/12/05 03:10

Tigra mælti:

Foreldrar nokkrir voru að kenna ungum dreng sínum að það væru ekki jólasveinarnir sem gæfu í skóinn, heldur mamma og pabbi.
Þau töldu drenginn vera búinn að ná þessu, og næst þegar þau fóru í heimsókn til ömmu og afa, báðu þau drenginn um að segja ömmu og afa hver gæfi í skóinn.
Strákur hugsaði sig örlítið um og sagði svo: "Nú, Grýla og Leppalúði"

Gefa jólasveinar ekki í skóinn?

‹Hugsar›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/12/05 01:52

Hermir mælti:

Góður vinur minn var búinn að lesa rosalega mikið af D&D bókum og gerði það oft þótt að hann væri meðal okkar hinna í hóp. Jæja, einu sinni þegar var svaka rólegt hjá okkur varð hann allt í einu svaka pirraður og sagði hátt:

Hvað er þetta "dettermænd" !?! (determind)

‹Klórar sér í höfðinu›

Determined?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wiglihi 12/12/05 11:16

Ónefnd manneskja:
Æi með svona æ hvað heitir það eins og englarnir já svona heilabaugur.
(mundi ekki alveg orðið yfir "geislabaug")

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 17/12/05 12:02

Lítill strákur sagði eitt sinn við annan lítinn strák: „Þú átt ekki að segja grágur, þú átt að segja slákur“

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 30/1/06 01:48

Nýjasta tónsmíð ungans

Hvenær koma páskarnir?
Eftir næsta sunnudag.
Eftir næsta sunnudag,
eru páskarnir búnir.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 31/1/06 00:23

Eftirfarandi er nú alveg á mörkum þess að vera siðsamlegt, en ég læt það engu að síður flakka. Þið megið kenna svefngalsa um.

Sumar eitt, sem og fleiri, vann ég í bæjarvinnunni í brekku einni stórri og gróðri vaxinni. Með mér þar voru einnig bróðir minn og sameiginlegur vinur okkar. Dag einn vorum við þrír að vinna saman á tilteknum bletti ofarlega í brekkunni. Þegar hér er komið við sögu erum við að slappa af, og vinur okkar liggur í hjólbörum og lætur fara vel um sig. Hann er í galgopalegu skapi og lætur hvað það sem honum kemur til hugar fjúka greiðlega.

Þegar hann sér hóp af nýliðum neðar í hæðinni sem eru komnir til að slást í vinnuhópinn lætur hann eitthvað á þessa leið falla um einn einstakling í þeim hópi: „Noh, sjáiði þessa! I want to f*** her in the a**!“ (Já, hann greip þarna til engilsaxnensku, blessaður drengurinn).

Eigi löngu síðar kom síðan í ljós að viðkomandi var síðhærður strákur.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 31/1/06 01:32

Þarfagreinir mælti:

Eftirfarandi er nú alveg á mörkum þess að vera siðsamlegt, en ég læt það engu að síður flakka. Þið megið kenna svefngalsa um.

Sumar eitt, sem og fleiri, vann ég í bæjarvinnunni í brekku einni stórri og gróðri vaxinni. Með mér þar voru einnig bróðir minn og sameiginlegur vinur okkar. Dag einn vorum við þrír að vinna saman á tilteknum bletti ofarlega í brekkunni. Þegar hér er komið við sögu erum við að slappa af, og vinur okkar liggur í hjólbörum og lætur fara vel um sig. Hann er í galgopalegu skapi og lætur hvað það sem honum kemur til hugar fjúka greiðlega.

Þegar hann sér hóp af nýliðum neðar í hæðinni sem eru komnir til að slást í vinnuhópinn lætur hann eitthvað á þessa leið falla um einn einstakling í þeim hópi: „Noh, sjáiði þessa! I want to f*** her in the a**!“ (Já, hann greip þarna til engilsaxnensku, blessaður drengurinn).

Eigi löngu síðar kom síðan í ljós að viðkomandi var síðhærður strákur.

Einhvern veginn grunar mig að þið minnið hann enn á þetta, karlgreyið. Annars sagðist hann nú vilja anal-mök, máski voru þetta ekki mistök.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 31/1/06 01:36

Já, við minnum hann enn stundum á þetta þegar við hittum hann, sem er því miður ekki svo oft nú orðið. Og kannski voru þarna ómeðvituð freudísk öfl að baki, en hvað sem því líður var það auðvitað sérlega óheppilegt að hann skuli hafa valið þessa gerð maka í þessu tilfelli.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 31/1/06 02:00

Þessa gerð maka... hehehe

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 21/2/06 14:28

"Ebbabed æglaru me í hundin?"

-Óskyljanlegur litli frændi

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 21/2/06 20:39

Fimm ára sonur minn var að fræða mig um hrygningu fiska.

"O so, ha... so kemur fiskapabbinn og sprautar sona yfir eggin sko ha... og þá ha, koma sona litlir ungafiskar ha..."

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 21/2/06 20:40

Hva? Eru engir storkar í sjónum?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 21/2/06 20:41

Greinilega ekki.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/1/09 02:28

Nei, þeir eta úr ferskvatninu.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/1/09 02:29

Frœndi vor, ungur að árum, átti til, og á enn, að segja: „Á ég að sverða þig?“

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: