— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/11/05 12:47

Ef eitthvert ykkar veit það ekki, er ástæða til að taka það fram hér. Hægt er að skoða skannaðar útgáfur ýmissa tímarita á vefnum www.timarit.is í ágætis gæðum.

Þar má meðal annars skoða

* Skírni frá 1827 til 1916 (!)
* Fjölni (í heild)

og að sjálfsögðu léttmeti:

* Auglýsingablaðið
* Sovétvininn

Frábær vefur, 3,5 af 4 stjörnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 16/11/05 14:03

Þakka þér fyrir það, fróðleiksfísnin hjá mér er mikil, ávalt.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/11/05 16:34

Ástarþakkir himinhægða, heyr þú fýsnar minnar brak.
Enn í dag með svangan maga, tak þú ferlegt frillutak.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 16/11/05 16:52

Ástarþakkir himinhægða, heyr þú fýsnar minnar brak.
Enn í dag með svangan maga, tak þú ferlegt frillutak.
Okkur sýnir öldnu ritin, öðlingurinn hann Isak.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/11/05 16:52

Þvílík snilld. Lesið í 1. tbl. Sovétvinarins Halldór K. Laxness reyna að réttlæta það að verkamenn eigi ekki gluggatjöld fyrir gluggana af því uppbygging borganna hafi gengið fyrir " ... Ykkur mun furða á því, ... að það eru mjög óvíða gluggatjöld fyrir gluggum í húsum fólks ... Þannig munuð þið sjá fagrar spánýjar stórborgir ... höll eftir höll, sem verkamennirnir hafa reist sér ... Var þá byltingin ekki unnin fyrir gýg, úr því fólk hefur ekki ráð á að hafa gluggatjöld? ... "

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/11/05 19:40

Já. Þetta er frábær vefu. Þarft og virðingarvert framtak. Ókei, kannski ekki þarft, en skemmtilegt.

Ekki gleyma að þarna er líka að finna færeysk og grænlensk tímarit.

Eftirfarandi er úr færeysku blaði sem heitir því snilldarnafni Fuglaframi og er frá 1898.

Tilvitnun:

Hann var vidgita makaleysur maður aðt hava við aðt gera- friðsælur, fólkaligur og beinasamur móti öllum. Hansara hugur stóð nógv til at virka fyrir síni bygd og fyri landinum

Alltaf jafn krúttleg tunga, sú færeyska.

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: