— GESTAPÓ —
Kallt kaffi
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 26/2/04 18:38

Skabbi skrumari mælti:

mmm....það er fátt betra í skammdeginu en að liggja uppí sófa og drekka írskt kaffi...

Það er nú líka gott að standa uppá hól í dögun og drekka írskt kaffi, og koníak.

En veit einhver hver þessi Gunni var sem þótti kaffi vont, já svo vont að Sniglabandið sá ástæðu til að semja um hann ódauðlegt nútímatónverk.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 26/2/04 19:24

Haraldur Austmann mælti:

Kaffi er bara vont ef það er of þunnt. Prestakaffi er samt best. Smápeningur er látinn ofan í bolla og síðan er kaffi hellt yfir þar til peningurinn sést ekki lengur. Því næst er brennivíni bætt útí þar til peningurinn kemur í ljós. (uss uss) gott.

Ja, þú hefur nú eitthvað til þíns máls. Ekki get ég neitað því að ég hafi velt fyrir mér preststarfinu, og þá kemur blanda sem þessi að góðum notum.

Kveðja, • Kormákur Hálfdán • Löggiltur rugludallur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/2/04 20:34

Þetta snobbskólp sem þið kennið við kaffi er hundahland í samanburði við gamla góða grájarlsteið. Það klikkar aldrei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 26/2/04 20:40

Snobbskólp?! Almilegt alþýðukaffi? Hverjir drekka helst te? Úrkynjaður aðallinn á Bretlandi. Snobb hvað?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/2/04 20:50

Hvaða vitleysa. Teið hefur ávallt verið drykkur allra Breta. Snobbvitleysan tengd teinu hefur aðallega síast inn í gegnum endalausar Agötu Kristí myndir og óraunsæu rugli í þeim dúr. Te er magnaður drykkur, enda lögðu Bretar undir sig jörðina drekkandi te, á sínum tíma. Að sjálfsögðu glutruðu þeir niður heimsveldinu þegar þeir fóru að gæla við kaffi. Flónin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 26/2/04 20:58

Fundu þeir ekki teið á ferðalögum sínum um jörðina? Hvað með það; te er sull og ég gat aldrei vanist því á meðan ég bjó á meðal tedrykkjumanna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/2/04 00:48

Jú. Bretar fundu teið í Kína áður en landið varð að almennilegu heimsveldi. En þess má geta að Kína var á þeim tíma eitt mesta efnahags-menningar og heimsveldi þess tíma og hafði verið í rúm þúsund ár, enda fundu þeir upp á því að drekka te.

Kínverjar voru hins vegar afar eigingjarnir á teið og höfðu einokun á verslun með það. Bretar voru í mesta basli með að kúga út úr þeim tefræ til að planta í nýlendum ásamt því að erfitt var að flytja hana langar vegalengdir sökum þess hve viðkvæm hún var.

Þessi aðstaða var að gera teóða Breta brjálaða meðan teeftirspurn þjóðarinnar 400 faldaðist á 18. öldinni og margfaldaðist enn meira yfir þá nítjándu. Bretar reyndu allt hvað þeir gátu til að eignast meira te. En þar sem Bretar höfðu ekkert að selja Kínverjum enduðu þeir á því að troða opíum upp á þá svo þeir gætu fengið teið sitt (ásamt öðru) en það leiddi m.a. til tveggja ópíumstríða og algerar hnignunar kínverska Quing keisaraveldisins en það var auðvitað út af því að landsmenn hættu að drekka te og fóru að reykja ópíum í staðinn.

Kaup Breta á tei var ekki nóg auk þess sem einokun Kínverja hélt verðinu uppi. Bretar þurftu að geta ræktað sitt eigið te í friði og nú voru þeir gersamlega gegnir af göflunum. Það þurfti ekkert annað en að heyja blóðugar og dýrar styrjaldir í Norðaustur Indlandi (Assam), hrekja burt fólkið sem þar bjó og undirbúa þar land fyrir terækt Bretanna. En Assam þótti hafa góð skilyrði til teræktunar. Þetta gerðist upp úr miðri 19. öld. Eftir áratuga vesen við að kúga innfædda fólkið var loksins hægt að planta te handa Bretunum.

Í kringum 1870 komst teræktun á svæðinu loksins á eitthvað skrið ásamt því sem Bretar hófu ræktun á tei á Ceylon (Sri Lanka í dag) en þaðan kemur hið fræga Ceylon te auðvitað. Næstu 30 árin eftir það 20 faldaðist teframleiðslan í Assam og var teframleiðsla loksins orðin nóg til að mæta teþorsta Breta. En takið eftir að á nákvæmlega sama tíma voru Bretar að leggja undir sig stóra hluta jarðarinnar, drekkandi sífellt fleiri bolla af tei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 27/2/04 00:58

Hvað viðkemur þetta tannlæknum ef ég mætti gerast svo djarfur að spyrja?

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/2/04 01:00

te og kaffi + sykur= skemmdar tennur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 27/2/04 01:01

En manneklan er að ganga að þeirri stétt dauðri í Engilsaxlandi?

Ert þú tannsmiður?

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/2/04 09:53

kaffi má blanda með ýmsum áfengistegundum...man ekki eftir neinum áfengum te-drykk...ergo: kaffi er betra

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 27/2/04 11:21

Það veit þa´enginn hver þessi Gunni var sem þótti kaffi vont.

Kanksi ég spyrji leðjulákana í ritstjórn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 8/3/04 13:30

Skabbi skrumari mælti:

kaffi má blanda með ýmsum áfengistegundum...man ekki eftir neinum áfengum te-drykk...ergo: kaffi er betra

Skabbi góði, ef þú manst ekki eftir neinum áfengum te-drykk er það annaðhvort af því að þú hefur aldrei drukkið neinn slíkan eða af því að þú hefur drukkið of marga slíka.

Til er drykkur sem heitir "slavneskt te:" sterkt svart te með helling af eplabrennivín í. Schlivovtiz held ég að brennivínið hafi heitið, en stafsetningin getur vel verið kolrang hjá mér. Sterkur var hann, get ég sagt ykkur ... hann var borinn fram með fallegan dáleiðandi bláan eld leikandi á yfirborðinu eins og yfir fólgnu fé.

Svo var einnhver drykkur sem gömul vinkona ein var hrifin af .... Earl Grey með slatt af Jamesons. Ég var eitthvað minna hrifin, en reyndar rímar vískí oft vel saman við té, sérlega við oolong-tegundir. Nefna má Laphroiag vískí og Lapsang Souchong te. Það er dásamlegt reykbragð af hvoru tveggja.

Og ef maður er verulega kvefaður (og hver Frónsbúi kannast ekki við það ömurlega ástand?), mæli ég með rjúkandi blöndu af ceylon-te, Glenfiddich, puðursykri og sitronusafa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
kristleifurr 8/3/04 13:40

Kaffi skal lagað úr innfluttum úrvalsbaunum á harða gufu kani í handsmíðaðri kaffivél, þá er það gott kalt og enn betra heitt.

LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: