— GESTAPÓ —
Minningargrein
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 7/10/05 21:55

Nú er orðið svo langt síðan ég hef sést hér að við hljótum að fara að gefa okkur það að ég sé dauður og af því tilefni vil ég hér minnast mín með nokkrum orðum.

Ég held að ég geti algjörlega óttalaust fullyrt það hér að söknuður okkar allra er mikill að sjá á eftir skrifum þessa magnaða penna og hef ég þá trú að menn telji það ekki til tíðinda þó ég segi að skrif hans hér á vefinn í gegn um tíðina nægi til að skipa honum stöðu í hugum vorum á sama stalli og mönnum eins og Edgar Allan Poe, John Steinbeck, Fyodor Dostoyevski og Þorgrími Þráinssyni, slík var hlýjan, slík var alúðin og síðast en ekki síst.........slíkur var GEÐBILAÐSLEGUR húmorinn í skrifum hans.

Já...þau voru ófá síðkvöldin sem skrif Semmnings snertu hjörtu vor og náðu á einhvern ótrúlega áreynslulausan, og jafnframt tiltölulega látlítinn, hátt að lyfta munnvikum okkar upp fyrir eyru þegar þau birtust okkur hér sem ferskur andvari upp úr andfýlu þeirrar meðalmennsku sem hér einkennir flesta penna, svona ef miðað er við hann að minnsta kosti. Sögur hans af kvennafari, viskýdrykkju, töffaraskap og handknattleiksferli munu seint falla okkur úr gleymsku.

Góður.....tja......nánast fullkominn (ef ekki hefði verið fyrir sjúklega fullkomnunaráráttu hans og skort á sjálfstrausti) félagi er frá vor fallinn.

Blessuð sé minning hans.

Þeir sem vilja minnast Semmnings er bent á að skrifa hér fyrir neðan.

(Stórir stafir og upphrópunarmerki vinsamlegast afþökkuð)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/10/05 22:00

Augnablik, þú ert nú ekki farinn kallinn... ég lofaði þér fyrir margt löngu að hitta þig aftur á hittingi... ‹Starir þegjandi út í loftið› eða alla vega að drekka með þér svo sem eins og einn eða ellefu bjóra ‹Klórar sér í höfðinu› já, eða alla vega sódavatn.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 7/10/05 22:02

Pepsi Max?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 8/10/05 00:36

Blessiðig.................

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 8/10/05 09:39

Blessuð sé minning þín, Semmning. Ég hefði haft svo gaman af að kynnast þér fyrir andlátið.

En ætti þessi þráður ekki frekar að vera í „Vjer ánetjaðir“?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 8/10/05 11:28

Hver var þessi Semmning?

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/10/05 12:41

Semning var hvers manns hugljúfi og einstakur gleðigjafi. Í hvert sinn er hann kom inn í herbergi var sem það lýstist upp af lífsgleði og hamingju.

Megir þú eiga gott eftirlíf og hjartans þakkir fyrir samveruna í þessari tilveru.

-Hakuchi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Raskolnikof 9/10/05 14:43

Já, Dostoyevski var gull af manni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ormlaug 11/10/05 23:00

Raskolnikof mælti:

Já, Dostoyevski var gull af manni.

Greini ég Oedipusarduld í orðum þínum?

Fegurðin kemur að innan! • Heimska anórexíu beyglan þín!!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/10/05 16:12

Semmning Semmningsen mælti:

Nú er orðið svo langt síðan ég hef sést hér að við hljótum að fara að gefa okkur það að ég sé dauður

Úr því að svo er væri þeim mun áhugaverðara en ella að sjá frá yður fleiri innlegg hjer á Gestapó til viðbótar þessari skemmtilegu minningargrein. Oss hefur ávallt langað að vita hvernig sje að vera dauður og á það eflaust við um fleiri gesti hjer.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 12/10/05 16:53

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Raskolnikof 12/10/05 18:38

Ormlaug mælti:

Raskolnikof mælti:

Já, Dostoyevski var gull af manni.

Greini ég Oedipusarduld í orðum þínum?

Má vera, ef við lítum svo á að Dostoyevski sé móðir mín. En ég vil eigi sænga með honum/henni. Fyrr myndi ég stinga úr mér augun.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 13/10/05 16:00

Semmning gamli félagi! Hvernig hefur þú haft það í limbóinu? Á að vera bálför eða eigum við að geyma þig í kistunni fram að áramótum?

Skál!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 8/11/05 10:37

Vladimir Fuckov mælti:

Semmning Semmningsen mælti:

Nú er orðið svo langt síðan ég hef sést hér að við hljótum að fara að gefa okkur það að ég sé dauður

Úr því að svo er væri þeim mun áhugaverðara en ella að sjá frá yður fleiri innlegg hjer á Gestapó til viðbótar þessari skemmtilegu minningargrein. Oss hefur ávallt langað að vita hvernig sje að vera dauður og á það eflaust við um fleiri gesti hjer.

Þetta er bara fínt. Mesti gallinn er að það er frámunalega hæg nettenging hérna. Skilst að það sé, svona í meginatriðum, helsti munurinn á að vera hér eða í "efra".
Hér er öll aðstaða til reykinga sem best verður á kosið og tóbak vex á trjánum en því miður hefur enginn hér nokkurn tímann heyrt minnst á eldfæri nokkurs konar, og er það miður.
Hér er bert kvenfólk á hverju strái en holulaust með öllu og hef ég ekki fengið á því nokkrar skýringar.
Hitinn er vel yfir meðallagi.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 8/11/05 10:42

Vamban mælti:

Semmning gamli félagi! Hvernig hefur þú haft það í limbóinu? Á að vera bálför eða eigum við að geyma þig í kistunni fram að áramótum?

Skál!

Varstu í fríi? Mér var, við hátíðlega athöfn og að viðstöddu margmenni, sturtað niður í klósettið á skemmtistaðnum "Flippum og Fíflumst" í úthverfi höfuðborgarinnar daginn eftir að ég drapst. Dynjandi lófatak fylgdi víst í kjölfarið,ef marka má blaðagreinar í Vítispóstinum,sem maður fær sendan hér á tveggja sekúndna fresti. Og þar er komin önnur ástæða fyrir hversu pirrandi það er að eldfæri skuli ekki vera hér fáanleg.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 8/11/05 10:47

Æ,já....Ég gleymdi einu.

Það er ÓTRÚLEGA mikið af vinum og ættingjum ykkar allra hérna. Þeir biðja kærlega að heilsa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 8/11/05 11:29

‹Minnist Semming með mínútu þögn›

LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: