— GESTAPÓ —
Einvígi aldarinnar
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fjaðrakústur 30/9/05 17:07

Ég rakst núna rétt í þessu á forsíðugreinina "Jón Ásgeir og Styrmir í „einvígi aldarinnar“". Í henni er haldið fram að Jón Ásgeir og Styrmir hafi barist í leynilegu einvígi með stungusverði. Myndin sem fylgir greininni sýnir þó greinilega að Styrmir heldur á höggsverði, sem fyrir þá sem ekki eru fróðir um málið sést á því að stungusverð hefur ekki skel umhverfis alla höndina sem heldur á því og að klótinni ólíkt höggsverðinu. Því varpa ég eftirfarandi spurningum til ritstjórnar (og þá sér í lagi Núma Fannskers sem hlýtur að bera einhverja ábyrgð á fyrrnefndri grein þar sem undirskrift hans prýðir hana):

Börðust þeir í raun og veru með höggsverðum en ekki stungusverðum?
Er kannski bara vitlaus mynd með greininni, og ef svo er, hverjum er það að kenna?
Er þetta kannski bara allt eitt allsherjar samsæri frá Baugi?
Og hvernig kemur Piparsveins-þáttaröðin íslenska inn í þetta alltsaman?

Furðufugl með meiru - Formaður og stofnandi Aðdáendaklúbbs Ruslaskrýmslisins
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 30/9/05 17:19

Já, nokkuð góður punktur, Fjaðurkústur. Sízt verri en þessi hér .

Reyndar, þegar horft er grannt á myndina þá gæti hér vel verið um eldri gerð af sk. léttu stungusverði. Höggsverð hafa breiðari blöð en stungusverð og mér sýnist að hér sé nú óttalegur prjónn á ferð.

Reyndar ber að nefna að í ólympískum skilmingum er um 3 gerðir af sverðum að ræða, þ.e.a.s. foil, épee og sabre (get þess að hér er um frönsk orð að ræða en ekki enskuslettur‹hryllir sig›). Þau kallast á íslenzku (í sömu röð) létt stungusverð, þungt stungusverð og höggsverð. Mismunandi reglur gilda eftir því með hvaða sverði er barizt um það hvenær má hefja árás, með hvaða hluta vopnsins má særa og hvar á líkamanum höggið eða stungan skal lenda til að fá stig.

Sýnist mér á þessari mynd að hé sé barizt með sk. foil.

Tek það fram að skylmingar eru göfug íþrótt og heilbrigð þó hún sé útlenzk.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/9/05 17:22

Tjah hvað segir Númi Fannsker við þessum aðdróttunum?

Er innlegg Fjaðrakústs vísbending um skipulegar aðfarir íslenskra stjórnvalda gegn Baggalúti sökum þess að sannleiksmiðlun þess miðils kemur illa við valdamenn?

Má búast við innrásum lögreglunnar í höfuðstöðvar Baggalútssamsteypunnar í kjölfarið? Munu mikilvægir viðskiptasamningar fyrirtækisins fara forgörðum út af þessum bíræfnu ásökunum.

Fjaðrakústur=eitthvað sem sópar upp skít eftir einhvern 'ónefndan aðila'=Jón Steinar?

Bíðið spennt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fjaðrakústur 30/9/05 17:30

Sundlaugur Vatne mælti:

Já, nokkuð góður punktur, Fjaðurkústur. Sízt verri en þessi hér .

Reyndar, þegar horft er grannt á myndina þá gæti hér vel verið um eldri gerð af sk. léttu stungusverði. Höggsverð hafa breiðari blöð en stungusverð og mér sýnist að hér sé nú óttalegur prjónn á ferð.

Reyndar ber að nefna að í ólympískum skilmingum er um 3 gerðir af sverðum að ræða, þ.e.a.s. foil, épee og sabre (get þess að hér er um frönsk orð að ræða en ekki enskuslettur‹hryllir sig›). Þau kallast á íslenzku (í sömu röð) létt stungusverð, þungt stungusverð og höggsverð. Mismunandi reglur gilda eftir því með hvaða sverði er barizt um það hvenær má hefja árás, með hvaða hluta vopnsins má særa og hvar á líkamanum höggið eða stungan skal lenda til að fá stig.

Sýnist mér á þessari mynd að hé sé barizt með sk. foil.

Tek það fram að skylmingar eru göfug íþrótt og heilbrigð þó hún sé útlenzk.

Veit ek vel. Reyndar kallast êpée "lagsverð" á hinu ástkæra ylhýra. Engu að síður verð ég að segja að mín *hauk*fráu augu eru nokkuð sammála um að þarna séu sabre (höggsverð) en ekki foil (stungusverð) á ferðinni.

Furðufugl með meiru - Formaður og stofnandi Aðdáendaklúbbs Ruslaskrýmslisins
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 30/9/05 17:34

Já, einmitt, lagsverð. Þakka þér fyrir, það er svo langt síðan ég stundaði skylmingar að við vorum enn að þýða þessi nöfn.
Haldið þið að það verði ekki hægt stækka myndina nóg til þess að skera úr um þennan ágreining?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 30/9/05 18:12

Númi Fannsker er fúskari og blábjáni, ég hélt að menn vissu það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Alvitur asnastrik 30/9/05 18:29

Enter mælti:

Númi Fannsker er fúskari og blábjáni, ég hélt að menn vissu það.

Það hef ég alltaf vitað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/10/05 16:05

Enter mælti:

Númi Fannsker er fúskari og blábjáni, ég hélt að menn vissu það.

Það hlaut að vera.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Doofus Fogh Andersen 1/10/05 16:09

Ha, hver er bláskari og fúbjáni? Númi... nei þar er að góðum dreng vegið með fólíu.

This is a product of my Thinking Faculty. •  Copyright: D.Fogh Anderssen
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Númi 2/10/05 17:10

Þessa mynd, ásamt nánari upplýsingum um þetta leynilega einvígi - þ.m.t. tegund vopna - fékk ég senda í tölvupósti frá netfanginu bonussucks@hotmail.com. Þar sem ég taldi heimildina áreiðanlega lagðist ég ekki í frekari rannsóknarvinnu um málið. „Fúskari og blábjáni“? Tjah, þetta kemur nú úr hörðustu átt; frá manni sem heldur því fram að plánetan Júpíter sé úr „náttúrulegu frauðplasti“ og að þar búi „dularfullar appelsínugular uglur úr hlaupkenndum osti“. Hver er þá hinn raunverulegi blábjáni?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/10/05 17:22

Það á nú allt saman eftir að koma í ljós. Efagumpur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
salvador 3/10/05 08:40

Mér sýnist umræðan farinn að nálgast Fréttablaðs standard og með þessu áframhaldi slær hún DV við.
-
Helstu uppeldisfræðingar mælast gegn því að foreldrar rífist fyrir framan börnin sínn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 3/10/05 08:51

Já Salvador, en mér er þá spurn hvor ætli sé mamman? Enter eða Númi? Og hvernig blandast hinir ritstjónarmeðlimir inn í þessa fjölskyldu?

Krúsídúlla Gestapó.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
salvador 3/10/05 13:12

Ekki ætla ég að skipta mér frekar að þessum fjölskyldu erjum !

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litli Múi 5/10/05 18:51

Eru þeir nokkuð saman spyr ég bara.

Litli Múi Sólmundarson
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 6/10/05 16:48

Litli Múi mælti:

Eru þeir nokkuð saman spyr ég bara.

Nei... þetta var bara einnar nætur gaman.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litli Múi 6/10/05 18:49

Enda eru þeir full gamlir fyrir samband.

Litli Múi Sólmundarson
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: