— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 9, 10, 11 ... 20, 21, 22  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 30/9/05 17:12

Skorpin er mín ljóða lund
lyndir ei við Braga
Sprauta mínum bögu brund
bitur alla daga

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 1/10/05 01:31

dagsins litir dofna um nótt
draumar taka völdin
af harðfylgi ég hef þó sótt
að hífast upp á kvöldin

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Laugardagur, létt er brá,
lífið ei svo bölvað.
Fyrirtak að far´ á stjá
& fá sig dál´tið ölvað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 2/10/05 04:28

Okkur leit hann eftir vel
í allmörg ár og nokkra daga
inn í banka brátt nú tel
að blýantsstubb ann fái að naga

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 3/10/05 21:34

Ansi þyki orðinn stór
allir hættu þessu
Bölverks orða óða kór
ort nú hef í klessu

‹gengur glaður út›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 5/10/05 08:31

Silfur hafsins seiðir menn,
síldin rennilega.
Fagurt er á fjörðum enn,
fiskist bærilega.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 5/10/05 09:13

Alltaf þegar það er regn
þjóðin verður blaut í gegn,
undanskilinn enginn þegn,
ýmsum reynist það um megn.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 5/10/05 11:22

Mældi ég of mikið loft
metrum helli niður
lendi í því ansi oft
endurtekinn siður

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 5/10/05 19:52

Hún Júlía fegurst mér finnst
falleg hún brosir til svanna
Um vess´ennar veit ég þó minnst
vonast brátt þá til að kanna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/10/05 01:13

Grátbólgin gekk til mín
grandvar svanni
mér kenndi sárin sín
sekum manni

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 8/10/05 14:36

Kenni ég í kolli verk
klofinn milli hvela
Renndi niður raddarkverk
Korsenkorva pela

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 10/10/05 15:51

Átti ég mér ofur lítinn
agnarsmáan risa
eitthvað var hann aðeins skrýtinn
átján hæða kisa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 11/10/05 12:26

er í tísku að taka níð
talsverðs virði gerast
orðin sem að alla tíð
út til London berast

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/05 21:01

Versti dagur vikunnar
varla er enn liðinn.
Bjartar sé til blikunnar
boðar ekki griðinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 12/10/05 09:15

Frí ég bráðum fæ að sjá
er fimmtudegi lýkur
hlaupa mun ég höndum á
heim til Reykjavíkur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 12/10/05 15:46

Til vinar míns Sundlaugs.

Ljúfur og góður, lesinn og fróður
læst vera óður, en verður of móður
Leyndasti sjóður, léttir mér róður
lífsandans fóður, í kinnum er rjóður

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 13/10/05 15:21

Nú er næturfrostið komið

Löng er Nótt og lundin grá
Lind því missir þrek, - anda.
Þegar Dagur drattast hjá
hún dillar sér með lekanda.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 14/10/05 07:34

Herjar á oss haustið kalt,
hrellir snauða og ríka
og myrkrið teygist út um allt
eins og gömul píka.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 9, 10, 11 ... 20, 21, 22  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: