— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 330, 331, 332 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/9/05 02:14

Nóttin kemur, nóttin fer,
nýir dagar fæðast.
Lánast hefur lífs hjá mér
ljósið hreina að glæðast.

Þó að líði ár og öld
í alheims rými

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Þó að líði ár og öld
í alheims rými
á ég götótt gluggatjöld
& glás af lími

-----------------------
Verið stundum getur gott
að græða fé

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/9/05 03:09

Verið stundum getur gott
að græða fé.
Mér er -tölur ljúft að lott-
ó- láta' í té.

18, 16, 8, 2,
11, 14, 9

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 24/9/05 08:17

18, 16, 8, 2,
11, 14, 9
Tölur nú ég tel ei meir
teppti inntakssíu

Mikill borðar meiri ost
magnað vill hann stækka

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 24/9/05 13:42

Mikill borðar meiri ost
magnað vill hann stækka
Allar liggja þar með lost
lævísar fötum fækka.

16 10 17 2
6 og einar 9

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 24/9/05 14:25

16 10 17 2
6 og einar 9
Sígarettur soga þeir
uns sokknir eru í spíu

1 2 3 og allt eins 5
aldrei syng í kór

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 24/9/05 14:48

1 2 3 og allt eins 5
aldrei syng í kór
dúkkuföt og dimmalimm
dreymir sjaldan stór

Ekki hef ég oftar séð
jafnt ógrynni af tölum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 24/9/05 17:43

Ekki hef ég oftar séð
jafnt ógrynni af tölum
til fjalla gjarnan tek jeg með
10 tonn af Sölum

Undir einni álitlegri
undur þunnur vaknaði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 24/9/05 18:32

Undir einni álitlegri
undur þunnur vaknaði
höfuðs þessi halanegri
heldur betur saknaði

Áður en kroppur kólnaði
kynlíf Hundsi þáði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/9/05 18:38

Áður en kroppur kólnaði
kynlíf Hundsi þáði
Böllur hans þá bólgnaði
brund í kuntu sáði [nú fór ég yfir strikið]

Fyrirgefið forarkjaft
fallinn er í svaðið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 24/9/05 18:54

Skabbi skrumari mælti:

Böllur hans þá bólgnaði
brund í kuntu sáði [nú fór ég yfir strikið]

Tja varla, allavega ekki miðað við nýjustu vísuna á þessum þræði...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/9/05 19:22

Fyrirgefið forarkjaft
fallinn er í svaðið.
Los'á fólk við fylliraft
framhleypinga hlaðið.

Ekki meint til þín Skabbi... þó þú sért nú svolítið blautur ‹ Nikkar til Skabba og heldur áfram›

Hér er kveðið dag og kvöld
kvæðamennskan lifir

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ittu 24/9/05 19:25

Hér er kveðið dag og kvöld
kvæðamennskan lifir
tekið hefur tunga völd
tussudormum yfir

Höglin munu heldur betur
á hundi einu dynja þung

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 24/9/05 22:35

Höglin munu heldur betur
á hundi einum dynja þung,
kvað við kvellur rokna fretur
kúlan fór í hundsins pung.


Hópur stór um strætið fór
stríðs í hugleiðingum,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/05 00:30

Hópur stór um strætið fór
stríðs í hugleiðingum,
djöfull vil ég drígja hór
í drunganna meiðingum

Hver ert þú og hvað vilt þú
hver er þín perversjón

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/9/05 00:37

Hver ert þú og hvað vilt þú
hver er þín perverjón?
Ertu út úr kannski kú
karlafífl með nærsjón?

Gat ekki betur

Undir henni latur lá
leyfði henni ráða.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 25/9/05 01:37

Undir henni latur lá
leyfði henni ráða.
Hissa mamman horfði á
hana loksins fáða.

Það er gott að fíra fret
fyrir sólarlagið.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 25/9/05 04:38

Það er gott að fíra fret
fyrir sólarlagið.
Skjóni við því skall af fet
og skeiðaði heim dragið.

Gott er að eiga góðan hest:
gæfan, reistann, mjúkann

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 330, 331, 332 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: