— GESTAPÓ —
Magnús gerist uppáþrengjandi
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/2/04 21:49

En á móti kemur líka sá fræðilegi möguleiki að honum hafi hreinlega líkað myndin afar vel. Það er líka til sá möguleiki að ástæðan fyrir því að hún hefur fengið svo góða dóma er að gagnrýnendur eru yfir höfuð afar hrifnir af myndinni.

Helsti glæpur myndarinnar virðist vera sá að hún dirfðist að sniðganga nokkrar klisjur Hollywood, s.s. aðalpersónurnar enduðu ekki saman í rúminu í miðri myndinni og þau enduðu ekki saman í lok hennar með tilheyrandi endaslaufurómantík og flugeldasýningum eins og svo oft fylgir amrískum myndum.

Kannski ef bætt hefði við nokkrum brjóstasenum, arabískum hryðjuverkamönnum, sprengingum og keleríi, þá hefði þér þóknast þessi mynd betur. Hver veit.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 10/2/04 23:21

Já, hver veit? Það virðist hins vegar vera nóg að sleppa öllu slíku (brjóstum og skotbardögum) til að menningarvitum finnist mynd góð. Fólk heldur að bara vegna þess að það gerist ekki neitt í myndinni, þá sé hún góð. Það skemmir ekki heldur fyrir að Kanafíflin eru ástfangin af þessu verki af ónáttúrulegum ástæðum sem ég kann ekki skýringu á.
Svipað átti sér stað þegar Shakespear in Love kom út (hún átti varla meira skilið en tvær stjörnur).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/2/04 23:45

Ekki bendla mig við menningarvita. Ég hef séð þúsund sinnum meira af almennilegu rusli en þú munt nokkurn tímann getað upplifað. Og haft gaman af. Því verður samt ekki neitað að Lost er afar góð og vel skrifuð ræma. Hún er það vel skrifuð að hún kemst upp með að sleppa þessum algildu trixum hollywoodmynda.

Gæti nokkuð verið að þú sért and-menningarsnobbarasnobbari? Þ.e. svona karakter sem mótmælir sjálfkrafa öllum myndum sem almennt fá afar góðar umfjallanir í von um að vera álitinn svona tja svalur rebell í anda Mikaels Torfasonar (sem er nú bara væskill þegar öllu er á botninn hvolft, en elskulegur væskill).

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 10/2/04 23:59

Ég hef ekki séð þessa umræddu mynd en ég vildi bara koma því á framfæri að allt sem tengt er við DV nú til dags er vafasamt í hugum margra og er ég þar ekki undanskilinn. Skil engan veginn hvað þessir menn eru að reyna að spila sig sem. Það hefur verið einn af kostunum sem íslendingar hafa búið við fram yfir aðra að þeir hafa alveg sloppið við svona kaldhæðnis-yfirdrullunar-blaðamennsku sem gerir útlönd jafn leiðinleg og raun ber vitni. Ég segi einfaldlega að allt sem ég heyri að komi úr DV,verði að taka með góðum fyrirvara. Sérstaklega bílaauglýsingarnar. Ég keypti einu sinni ´88 árgerðina af Mözd... ‹Snúinn niður og keflaður af hakuchi og Magnúsi›

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Heytugga 11/2/04 10:52

Helvítið á þeim

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 11/2/04 12:36

Kæru vinir.
Það er svo skrýtið í þessu lífi að fólk hefur stundum mismunandi skoðanir á ýmsu, t.d. kvikmyndum. Að baki þessu geta legið margs konar skýringar svo sem smekkur, fordómar og fleira. Við þessu er óskaplega lítið að gera. Mín reynsla er sú að það þýði ekki að rífast til að snúa öðrum á sitt band, heldur fremur reyna rökstuðning. Eftir að hafa lesið deilur ykkar er ég t.d. engu nær um af hverju þið hafið þessar mismunandi skoðanir á myndinni. Ég óska hér með eftir útskýringum Magnúsar og Hakuchi á ástæðum mismunandi dóma þeirra á myndinni.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 11/2/04 15:05

Ég skal með ánægju lýsa yfir a) hvað mér fannst um myndina aftur og enn og b) afhverju.

a) Mér fannst hún ömurleg
b) Ekki bara af því þau fóru ekki saman í rúmið enda finnst mér framhjáhald viðbjóðslegt heldur af þeirri ástæðu það gerist ekkert í allri myndinni nema bill murray er kaldhæðinn og útbrunninn og kellíngin þarna er óhamingjusöm.
Með þeim meiri flatlokum sem ég hef séð á minni löngu ævi

Það er greinilega gott að eiga góða að.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 11/2/04 16:19

Lost in Translation fjallar um aðgerðaleysi tveggja manneskja. Í fyrsta lagi er ekki hægt að búa til áhugaverða mynd um tvær manneskjur sem eru bara að "hanga". Myndin verður svo hryllilega óáhugaverð og drepleiðinleg að það hálfa væri yfirdrifið.
Þetta er jafnframt mjög svo "cheap" kvikmyndagerð. Það er tiltölulega lítið mál að gera svona mynd því það þarf ekkert hugmyndaflug eða aðra heppilega hæfileika til kvikmyndagerðar.
Oft er talað um stórleik Murrays í myndinni. Ég varð ekki var við hann (stórleikinn það er). Bill Murray er nákvæmlega eins og hann er í öllum öðrum myndum sem hann hefur leikið í, allt frá Ghostbusters til Kingpin. Hann setur upp fýlusvipinn í upphafi myndar og heldur honum til loka, það er allt sem hann þarf að gera í myndinni. Ég held að ég geti sagt með hreinni samvisku að þetta sé minnst krefjandi hlutverk sem honum hefur boðist á ferlinum.
Þessi mynd er búin til fyrir artsífartsí-pakkið sem sem heldur að það sé nóg að hafa þunglynt fólk sem aðalpersónur, þá sé myndin góð.
Þessi mynd er sem sagt afar þunnur þrettándi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/2/04 09:05

Hvað er það Magnús minn sem fær þig til að skrifa nær eingöngu um hana á þessu spjalli. Fór hún svona rosalega illa með þig? Ef mér þykir einhver mynd leiðinleg, þá nenni ég ekki að velta mér upp úr því, hún verður ekkert bærilegri fyrir vikið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 12/2/04 09:45

Skabbi skrumari mælti:

Ef mér þykir einhver mynd leiðinleg, þá nenni ég ekki að velta mér upp úr því, hún verður ekkert bærilegri fyrir vikið.

Sammála.
Stærstur hluti þeirra mynda sem kvikmyndahúsin bjóða upp á venjulega er lélegt vesturheimskt drasl (mín persónulega einkaskoðun) sem fer í taugarnar á mér. Ef ég ætlaði að fara að skrifa um þær allar hefði ég ekki tíma til að gera neitt annað.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 13/2/04 03:39

Ef enginn berðist fyrir óréttlæti í þessum heimi værum við öll búin að grafa sjálf okkur lifandi, þetta er atriði sem virðist oft fara fram hjá fólki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 13/2/04 03:41

Magnús mælti:

Ef enginn berðist fyrir óréttlæti í þessum heimi værum við öll búin að grafa sjálf okkur lifandi, þetta er atriði sem virðist oft fara fram hjá fólki.

Átt þú ekki að vera sofnaður,vinur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 15/2/04 17:21

Mér fannst þetta sérlega góð mynd. Svona er lífið, eilíft hangs og leiðindi. Mosa frænka er mér hjartanlega sammála, ekki satt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 15/2/04 17:31

Hjartanlega, Júlía mín. Sumir hafa haldið því fram að það gerist aldrei neitt í þessari mynd, en það er kolrangt. Það gerist mikið. Persónurnar ræða aldrei það sem er að gerast, að minnstu kosti ekki svo að við áhorfendur heyri. Það er villandi fyrir suma, býst ég við.

En aðalatriðið í myndinni fannst mér stemningin, fremur en atburðarásið. Fyrir þá sem kannast ekki við hana (stemninguna) af eigin reynslu, gæti myndin vel reynst leiðinleg og tilgangslaus, eins og ræða um einhverja bók sem maður hefur ekki lesið sjálfur eða einhvern stað sem maður hefur aldrei heimsótt og veit ekki neitt um. En ef maður kannast við þessa stemningu kemur í ljós hvað myndin er snilldarlega gerð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/2/04 18:54

Heyr heyr.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/2/04 10:04

Einmitt...Mosa klikkar ekki...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/2/04 12:36

Ekki frekar en sólarupprisan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 16/2/04 13:24

‹Roðnar .... dulítið eins og Vífilsfell í sólarupprisunni.›

LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: