— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 73, 74, 75 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 15/2/04 22:50

Hönum sendi hövuðfat
heljar stórt og loðið.
með sóma það á hausnum sat,
sælt varð fiarðar goðið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/2/04 22:52

Þú ert eikkað að misskilja krummo minn. Það á að hefja vísuna á síðasta orði þeirrar sem er á undan í keðjunni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/2/04 22:53

barinn var af breddunni
burt fór skáldagyðja
gerist margt með greddunni
galtóm skáldasmiðja

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 15/2/04 22:55

Barinn var hann Bjarni skinn,
burtu var hann rekinn.
Pauvast heim með pokann sinn
pasturslaus og útitekinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/2/04 22:55

Skáldasmiðju skelli ég
skálka dyrnar aftur.
Opna kannski í elli ég,
orðinn fylliraftur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/2/04 23:07

fylliraftur farinn er
farvel austanmaður
skundar drukkinn Skabbi fer
skelfilega graður

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 15/2/04 23:13

Fylliraftur sóði og svín
steli þjófur dóni.
Vesalingur drekkur vín
vælukjói róni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 15/2/04 23:15

Krummo hlítir enn ekki reglum svo ég held áfram þar sem Skabbi hætti

Graður er guminn Skabbi,
gælir við kvenna skuð.
Ætl' ann sé orðinn pabbi,
eftir allt þetta puð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 15/2/04 23:19

Skrabbi skrum, pú ert svo skratti snöggur, að ég verð allveg mát.
-----------------------------------------------------------------------
Ég þekki leikinn ´síðasta orð í vísu -----kveðja---- krummo,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 15/2/04 23:22

Já það er rétt krummo, þeir eru asskoti snöggir að yrkja hérna sumir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 15/2/04 23:26

Pup og aftur puð
menn puða allan daginn
Ó góður guð ég heiri suð
æ Gunna, það er maginn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 16/2/04 02:02

Maginn minn:
Mjór.
Þröngur þinn
þjór.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Zorglúbb 16/2/04 14:17

Menntamálaráðherra þó!

Þjór er þamb á bjór,
á þjói sit
skrambi er Skammkell sljór
Skortir vit?

Fyrirgefðu, illkvittnin náði yfirhöndinni.
(Eða er ég bara svona vitlaus að vita ekki hvað karkynsnafnorðið þjór þýðir?)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/2/04 14:30

vitringar í veiðiferð
vakna síðla nætur
kannski munu sveifla sverð
svona ávallt lætur

‹hugmyndaleysið algert hjá mér...›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 16/2/04 14:35

Lætur yfir lítið sér,
lunkinn kveður bögur.
Skemmtilegur skáldar hér,
Skabbi vísnamögur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/2/04 15:04

Vísna mögur, vitur karl.
Vænn og til í slaginn.
Hlaða- vildi herða -jarl.
Heilan langan daginn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/2/04 15:12

daginn út og daginn inn
dönsum kveðskapslínu
gleði jafnt sem gæfu finn
geð með höfuðpínu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 16/2/04 15:35

Höfuðpínan hellist yfir.
Heimskan er svo stór.
Ef þú, Zorglúbb, yfir klifir
eygðirðu hvað er þjór.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 73, 74, 75 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: