— GESTAPÓ —
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Barbapabbi 19/11/03 22:46

sinti yfir sundin blá
síldarbátur
ţarna mátti fenginn fá
feikikátur

lagđi netin lúinn rýr
lítilátur
einskis var ţó annars fýr
eftirbátur

fćddi bćđi frú og hjú
fjarđarsnapi
draga mátti björg í bú
báruknapi

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ
Fellaskáldiđ 19/11/03 23:35

Hretar kalda, hríđar fjára
hvítur faldar snjór og ţýtur
Lyftist alda í ćrsl međ kára
Ćgis vald í fjöru hnýtur

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Barbapabbi 20/11/03 00:27

mér er um og mér er ó
myrkur leynist hér í sjó
vaggar bátur bylgjast mar
bíđur kannski eitthvađ ţar

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
voff 20/11/03 17:15

Aumt á haf í opnum bát.
Út ég róa.
Ćtli fjúkiđ mér geri fát.
Á Faxaflóa.

GESTUR
 • LOKAĐ • 
Rawiaz 20/11/03 18:12

Eitt er víst ađ á mér sléttist
andlit hrukkna,
og brjóstkassinn af ţangi ţéttist
ţegar ég drukkna.

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Tigra 21/11/03 19:37

Öldur, unnur geysist grimm,
aldir áfram líđa.
Kvöldiđ kemur nóttin dimm,
karlar sitja og bíđa.

Eigi ţora út á haf
óveđur í stafni,
Unni ţeim sem andann gaf
allir brátt í hafni.

GESTUR
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
EyjaSkjeggur 23/11/03 02:07

sćfari siglir nú
og lítur sér til handar
biđur bćnir í góđri trú
kemur brátt til strandar

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ
krummo 15/2/04 00:18

Oft til lofts og sjávar lítur
lindisprúđur skipstjórinn,
Ef ei bára á skjeri brýtur
bíst hann strags í róđurinn.
----------------------------------
komiđ drengir dagur rennur
dólum út á fiski miđ.
sjáiđ hvernig sćrinn brennur
stöldrum hjerna ađeins viđ
----------------------------------
Hjer ég lóđa á löngum kabbla,
líst mér ţetta allvel á
leggjum netinn nćgan afla
í nótt viđ munum landi ná.

LOKAĐ
» Gestapó   » Kveđist á   » Hvađ er nýtt?
Innskráning:
Viđurnefni:
Ađgangsorđ: