— GESTAPÓ —
Kveld-ljóð
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 27/8/05 16:30

Sjáum hvað gerist.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ittu 27/8/05 17:31

Kvernig var kveldroðinn heima
kvennsnifti mínu hjá
æf vildi gand minn geyma
gekk jeg húsunum frá

Undir klettinum klakinn
klárlega bráðinn var
undan húminu hrakinn
hrundu vinirnir þar.

Ennþá má líta að látrum
lygileg stemmningin ein
hús full að slefi og slátrum
slóttug þar sólin ei skein.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 30/8/05 00:53

heim kem þreyttur með bogið bak
bógsveittur og ekki rótt
yllskeyttur hvar lítið lak
lá þeytt út á gólfi góða nótt

Öldungis vitleysa!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/8/05 01:01

Eptir atgang sumarsins geta sumir reist lakið upp við vegg. Nóg um það.

Kvöldljóð Bölverks

Þegar að daginn þrýtur
þreyttur í bólið fer.
Margt sem að ljóðum lýtur
læðist þá hljótt að mér.
Þungt hugsi verð ég þá.
Svo milli svefns og vöku
safna ég mér í stöku
flestu er flýgur hjá.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 31/8/05 22:17

Skvett er í skorpnar kverkar
skollin er á nóttin dimm
einhver það vaðmull verkar
vergjörn með fingur fimm.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/8/05 22:23

Nokkuð stoltur af þessu litla ljóði sem kom við sopa af Ákavíti...

Á kvöldin jafnan kvelst ein sál
ef kverkar þorna
Ákavíti er mín skál
eðalborna

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: