— GESTAPÓ —
Hvað ertu að lesa?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 27, 28, 29 ... 66, 67, 68  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 25/8/05 21:21

Er svo reyndar líka að lesa Bróður minn ljónshjarta fyrir afkvæmið - það er bók sem allir ættu að lesa á tveggja ára fresti eða svo.

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 25/8/05 23:52

Aldrei þessu vant er ég ekki að lesa neitt í augnablikinu. Var þó mjög duglegur í sumar og tætti í gegnum tæpar tuttugu bækur. Ég geri ráð fyrir að skólabækurnar taki yfirhöndina fljótlega

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 26/8/05 01:47

krumpa mælti:

Er svo reyndar líka að lesa Bróður minn ljónshjarta fyrir afkvæmið - það er bók sem allir ættu að lesa á tveggja ára fresti eða svo.

Byrjaði að lesa þá bók fyrir dóttur mína, þá hún 5 ára. Klökknaði svo sjálfur að hún sagði: Þú þarft ekki að lesa meira pabbi. ...
Gaf henni svo spóluna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/8/05 13:37

Vjer höfum kannski upplifað Bróðir minn Ljónshjarta á eitthvað undarlegan hátt er vjer lásum hana á sínum tíma fyrir löngu því eigi líkaði oss boðskapurinn, oss fannst sem skilja mætti tiltekinn atburð sem áróður fyrir ágæti sjálfsmorða. En kannski erum vjer eitthvað stórundarlegir í tengslum við bækur. En þessa stundina erum vjer staddir milli bóka ef svo má segja.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 26/8/05 19:29

Kæri Vlad!
Við þurfum greinilega að hittast yfir ákavíti og ræða þetta.
Ráðlegg þér samt að lesa bókina aftur, hún inniheldur ekki áróður fyrir sjálfsmorðum, heldur er þetta gullfalleg saga sem sýnir okkur fram á hvað við erum ógnarlítil korn í þessum stóra heimi... (of væmið?) Svo er það ekki sjálfsmorð að fórna sér fyrir aðra - ég hef alltaf skilið sjálfsmorð sem eitthvað tilgangslaust - og það þurfa ekkert að vera endalokin þó að við deyjum hérna megin...

(hmmm... ekki mínar skoðanir, ég er ósköp trúlaus, en svona skil ég söguna)

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/8/05 22:35

Eins og vjer munum þetta voru þeir bræður staddir í Nangijala og leist eitthvað illa á stöðu mála í stríðinu þar. Frömdu þeir því í reynd sjálfsmorð til að komast til Nangilima þar sem allt átti að vera miklu betra. Kannski erum vjer þó eitthvað að ruglast því það eru líklega meira en 20 (!!) ár síðan vjer lásum þetta síðast.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/8/05 23:20

Critical thinking og Age of extremes.
Ekki beint skemmtilesning en nauðsynlegt engu að síður.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/8/05 23:27

Bump ´n run eftir Mike Lupica

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 26/8/05 23:31

48 Laws of Power

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 29/8/05 14:58

Hús andanna eftir Allende - átti væntanlega að lesa hana fyrir fimmtán árum þegar allir voru á kafi í Allende en mér er bara svo illa við að fylgja straumnum... Þrusugóð engu að síður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 30/8/05 15:48

Þá áttu sennilega líka eftir lesa „Hundrað ára einsemd“ eftir Gabríel Garcia Marques (minnir nafnið stafað svona). HEPPIN!!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/8/05 15:51
Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 4/9/05 16:36

Ellefu mínútur eftir Paulo Coelho.
Ekki búin að ákveða hvernig mér finnst hún.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
BíBí 4/9/05 17:36

Japanska myndasögu sem heitir Ragnarök

‹Killer†Bird›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 4/9/05 19:00

Ugla mælti:

Ellefu mínútur eftir Paulo Coelho.
Ekki búin að ákveða hvernig mér finnst hún.

Ég mæli með að þú lesir hana tvisvar Ugla.
Ég var ekki hrifin við fyrstu lesningu, en svo við aðra var eins og það opnuðust áður luktar dyr í heilastöðvunum og ég skildi bókina öðruvísi.
Einnig ef þú hefur lesið eitthvað annað eftir Coelho þá ættir þú að kannast við tilfinninguna sem maður fær oft við lestur bóka hans, tilfinninguna um að maður sé ekki að" fatta" plottið almennilega.
Besta bókin hans finnst mér án efa vera Veronika Decides to Die og svo kemur Alkemistinn fast á hæla henni.

Ég er sjálf að lesa skólabækur. The age of extremes er efst í staflanum.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 4/9/05 19:11

No Nonsense Knowledge - Chemistry Made Simple.
Ansi skemmtilegt.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 6/9/05 17:56

Nornin mælti:

Ugla mælti:

Ellefu mínútur eftir Paulo Coelho.
Ekki búin að ákveða hvernig mér finnst hún.

Ég mæli með að þú lesir hana tvisvar Ugla.
Ég var ekki hrifin við fyrstu lesningu, en svo við aðra var eins og það opnuðust áður luktar dyr í heilastöðvunum og ég skildi bókina öðruvísi.
Einnig ef þú hefur lesið eitthvað annað eftir Coelho þá ættir þú að kannast við tilfinninguna sem maður fær oft við lestur bóka hans, tilfinninguna um að maður sé ekki að" fatta" plottið almennilega.
Besta bókin hans finnst mér án efa vera Veronika Decides to Die og svo kemur Alkemistinn fast á hæla henni.

Ég er sjálf að lesa skólabækur. The age of extremes er efst í staflanum.

Ég varð fyrir vonbrigðum með þess bók, fannst hún ekkert skilja efir sig. Hvert var plottið eiginlega?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 7/9/05 23:26

Ég er að lesa ljóð Roberts Burns, þjóðskálds Skota.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
        1, 2, 3 ... 27, 28, 29 ... 66, 67, 68  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: