— GESTAPÓ —
Auglýsingar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 19/8/05 13:16

Heiðglyrnir mælti:

Ugla mælti:

Isak Dinesen mælti:

Já. Er það tilfellið að konur óttist það meira en berkla að svitna?

Nei. Ég er t.d rennandi blaut úr svita akkúrat á þessari stundu en það verður að segjast eins og er að það er the least of my problems....

Hvað er að Ugla mín, já svona opnaðu þig.

Ekkert sem brennivín og pillur geta ekki læknað....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 19/8/05 13:19

Ugla mælti:

Ekkert sem brennivín og pillur geta ekki læknað....

Já, þetta er rétti andinn. Láttu samt pillurnar í friði meðan brennivínið dugar.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/8/05 15:48

Hakuchi mælti:

Þessi þráður á frekar heima á dægurmálaþræðinum.

Ég færi þetta þá yfir á dægurmálasvæðið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég nefni hér til sögunnar auglýsinguna "Hvað segir klósettið þitt um þig" - kannast einhver við af hafa séð hana (söguþráðurinn er of vandræðalegur til að endursegja hann hér)? Get ekki gert það upp við mig hvort hún er óbærilega slæm ellegar á e-n hátt réttlætanleg vegna e-s konar sjúklegrar kómíkur, eða þá lögmálsins að e-ð geti orðið svo lélegt að það "fari hringinn" & verði þannig gott... Hallast þó að hinu fyrrnefnda.
-----------
Á Talstöðinni, af öllum útvarpsstöðvum, heyrði ég fyrir skemmstu að verið var að auglýsa nýja kvikmynd þarsem aðalsöguhetjan er bíll (man ekki titilinn). Nú get ég mér þess til að í auglýsingatexta á frummálinu hafi bíllinn sá arna verið sagður "...a little bit on the wild side..."
eða e-ð í þá veruna. Nema hvað; íslenski þulurinn tilkynnti hressilega:
"... og hann er dálítið Á VILLTU HLIÐINNI ..." (!!!)
Hvernig í blásvörtum blekklessum stendur á því að svonalagað getur ratað í útsendingu
- & eru engin refsilagaákvæði sem ná yfir slíkt?
Snöggtum skárra hefði verið nota bara heiðarlegu enskuslettuna dálítið "væld"
- í stað þessarar ömurlegu viðurstyggðar.
-----------

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/8/05 21:35

‹Leggst á villtu hliðina›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Magnus H. Jakobsen 22/8/05 17:19

albin mælti:

Ó.... umræða um auglýsingar.... ‹andvarpar›
...og ég sem hélt að hér gæti ég auglýst eftir silunganeti með c.a. 50mm möskvastærð, ef t.d. einhver ætti það í geymsluni eða bílskúrnum og það væri vara fyrir honum/henni.
‹Starir þegjandi út í loftið›
Líklega er það vileysa í mér...

Höfum við ekkert auglýsingasvæði þar sem við getum auglýst okkar á milli?

Það bráðvantar svona auglýsingadálk hann gerði góða lukku þegar hann var og hét.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/8/05 17:20

Nokkuð til í því. Mér tókst aldrei að selja ömmu mína á sínum tíma. Hún hefur hækkað talsvert í verði og því kjörið að hafa eitthvert smáauglýsingaafdrep.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/8/05 08:58

Eitt af því sem ég gerasamlega hata er það þegar maður veit ekki hvað er verið að auglýsa. Það er kannski sýnt par sem keyrir út í nóttina og maður heldur að þá sé verið að auglýsa bílinn, en nei þá er það eitthvað ilmvatn. Alveg óþolandi!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 24/8/05 10:10

Í flestum til fellum þá þoli ég ekki auglýsingar. Jú þar sem Jón Gnarr leikur lottó vinningshafa er ágæt. Hins vegar þá eiga ekki að vera auglýsingar á sjónvarpsstöðvum sem að ég eða nokkur önnur maneskja er að borga fyrir.
Úr því að við erum að borga fyrir RUV þá eigum við ekki að þurfa að horfa á auglýsingar þetta er einnig ein þeirra ástæðna sem ég hata stöð 2 fyrir.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 24/8/05 22:16

Þorsteinn Gunnarsson vinnur á sem "gáfaði" námsmaðurinn. í kvöld sá ég námsmannaauglýsingu sem ég hafði ekki séð áðu. Var um Newton og það hvað hann uppgvötaði er hann sat undir tré og epli datt í hausinn á honum. Fer ekki nánar út í þennan söguþráð að sinni en skemmtileg var hún (verst að ég hef lokið minni námsmannavist)

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
        1, 2
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: