— GESTAPÓ —
Strætókerfið ógurlega
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöfn Schiöth 9/8/05 20:43

Nú ætla ég að hefja upp raust mína með því að spyrja ykkur hvað ykkur finnst um þetta strætókerfi sem var að byrja. Mér finnst það fínt því að með strætónum mínum kemst ég alveg þangað sem ég þarf að fara. En mér finnst þetta ógeðslega ruglingslegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/8/05 20:50

Nýtt kerfi veldur breytingum. Það er alltaf þannig að sumir koma betur úr breytingunni, aðrir tapa.

Nú er ég löngu hættur að nota strætó að staðaldri, en hef fylgst með umræðunum um breytingarnar með öðru auganu. Umræðan um það finnst mér vera ömurlega dæmigerð fyrir íslenska umræðuhefð. Þeir sem hafa tjáð sig um gæði kerfisins hafa í langflestum tilvikum gert það algerlega út frá eigin hagsmunum og aldrei dottið í hug að meta það í heildina í samanburði við heildarkerfið gamla.

Það er svosum ekki óvenjulegt, en ég hef orðið var við það, og þetta er það týpíska við umræðuna, er að þeir sem hafa ekki komið vel út úr kerfinu (á sínu afmarkaða svæði) hafa einatt fordæmt allt nýja kerfið í heild sinni út frá óhagkvæmum breytingum á sínu svæði. Það er fjarstæða og einkar ömurlegt. Skoðum málið í heild sinni. Þar sem vankantar eru á, þar þarf að benda á það en í guðanna bænum ekki fordæma heildina út frá hinu afmarkaða.

Langaði bara að koma þessu að.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 9/8/05 20:54

Mæl þú manna heilastur Hakuchi.

Sem starfsmaður þessa ógurlega kerfis að því er margir vilja meina þá vil ég benda á eftirfarandi:

Nýtt kerfi býður upp á ýmsa möguleika. Þegi menn þunnu hljóði og kvarta ekki verður kerfið líklega óþægilegt og stirt um alla tíð. En ef menn láta frá sér heyra við yfirmenn og í fjölmiðlum um það sem betur má fara þá er hægt að sníða stakk eftir vexti. Ég legg til að Gestapóar fjölmenni í strætó og kynni sér málið ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 9/8/05 21:15

Bara djöfullegt ! sit uppi með vinnufélaga á hverjum morgni sem nær ekki í vinnu á réttum tíma ( hann er hvorki í hjólastól eða göngugrind )

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 10/8/05 00:05

Ég tek undir með Hakuchi. Félagi minn sem tekur Strætó að staðaldri var afar ósáttur þegar leiðin sem hann hefur tekið í fjölda ára á hverjum degi milli Bústaðavegar og atvinnusvæðisins í Hálsahverfi var látin hverfa. Lendingin hjá honum er að taka vagn mun lengra frá á Miklubraut. Þar er dæmi um stað sem varð illa úti við breytingarnar (þ.e. Bústaðarvegur) Leiðum þar í gegn fækkaði úr 3 í eina. Hinsvegar ef litið er á kerfið yfir öllu höfuðborgarsvæðinu þá eru margar góðar og snjallar tengingar að finna.

Til dæmis Breiðholt/Árbær og Smárar/Lindir eru mun betur tengd saman en áður .

Verra er þó að gamlar og grónar tengingar hafa sumar hverjar nær alveg horfið auk þess sem hverfisvagnarnir sem fólk þarf mest á að halda til að komast til síns heima hætta um klukkustund fyrr en stofnleiðirnar eða klukkan 23:00-23:30 Það fólk sem tekur síðasta vagninn í Sogamýri þarf þessvegna að labba frá Stofnbraut þeirri sem Stofnleiðin fer um og alla leið heim. Í vetur getur það orðið mikið mál.

Mín gagntillaga að þessum vanda er að lokaferð tofnleiða á kvöldin sé tekin á "hálfum hraða", það táknar að Stofnleiðin fari að hluta um þau hverfi sem annars hverfisvagninn hefði tekið við. Ég get samið dæmi ef einhver vill en nú þarf ég að sækja vagnstjóra af vaktinni.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 10/8/05 01:39

B. Ewing mælti:

Það fólk sem tekur síðasta vagninn í Sogamýri þarf þessvegna að labba frá Stofnbraut þeirri sem Stofnleiðin fer um og alla leið heim. Í vetur getur það orðið mikið mál.

Mér hrís nú hugur við því að einhver þurfi kannski að hrökklast yfir skafla í kolvitlausu janúar-veðri frá Suðurlandsvegi inn í Álftamýri svo dæmi sé tekið. Ansi löng leið í vondu veðri.

‹Finnur hvernig hrollur fer um líkamann og fær sér snafs sér til heilsubótar og hressingar›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 11/8/05 09:14

Amma-Kúreki mælti:

Bara djöfullegt ! sit uppi með vinnufélaga á hverjum morgni sem nær ekki í vinnu á réttum tíma ( hann er hvorki í hjólastól eða göngugrind )

Já sama á við um mig. En þó er sá maður á bíl. Ég hugsa samt engu að síður að strætó sé að tefja umferð með þessu breytta leiðarkerfi.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 11/8/05 15:25

Hafa þessir blessuðu strætóar nokkurntímann verið neitt annað en annarsflokks ferðamáti? Kannski eru þeir ástæðan fyrir ótrúlegri bílaeign landsmanna? Fólk vill frekar keyra á eigin bíl eða hreinlega bara labba?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/8/05 15:30

Neðanjarðarlest... já takk!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 11/8/05 16:17

Það ætti að hætta þessu strætókjaftæði, það er eitthvað svo 19hundruðogeitthvað. Jafna öll úthverfin við jörðu og byggja alvöru skýjakljúfa. Einbýlishúsapakk getur bara flutt í krummaskuð úti á landi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 11/8/05 22:14

Já rétt feministi ‹glottir›
1 leið inní fjörð og svo til baka

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 11/8/05 22:16

Amma-Kúreki mælti:

Já rétt feministi ‹glottir›
1 leið inní fjörð og svo til baka

Það var rétt!! Borgarfjarðarleið skal það vera!! ‹Veðjar á að Amma Kúreki hafi annan fjörð í huga og hleypur hlæjandi í burtu›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 11/8/05 22:27

B. Ewing mælti:

Amma-Kúreki mælti:

Já rétt feministi ‹glottir›
1 leið inní fjörð og svo til baka

Það var rétt!! Borgarfjarðarleið skal það vera!! ‹Veðjar á að Amma Kúreki hafi annan fjörð í huga og hleypur hlæjandi í burtu›

Ó já elsku kall svo er ófært þarna á milli húsa 10 mánuði á ári vegna snjóa
þannig að kostnaður er á áætlun ‹Grípur um kvið sér, emjandi af hlátri›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
illfyglið 21/8/05 01:55

Þetta er eins og oft spurningin um hænuna og eggið, eða öllu heldur húsið og grunninn. Hvað varðar „óhefðbundinn“ ferðamáta, s.s. strætisvagna og reiðhjól, þá virðast sveitarfélögin (eða ríkið) ekki tilbúin að gera neitt í þeim málum fyrr en það hefur sýnt sig að fólk nýti sér þetta til ferða í stað einkabílsins. Með öðrum orðum, sveitarfélögin virðast ekki tilbúin að ákvarða staðsetningu húsa og steypa grunna fyrr en búið er að byggja öll húsin í hverfinu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 21/8/05 02:03

Ef þetta blessaða strætókerfi er svona ómögulegt fyrir ykkur getið þið bara setið heima, og hananú.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 21/8/05 02:14

illfyglið mælti:

Sveitarfélögin virðast ekki tilbúin að ákvarða staðsetningu húsa og steypa grunna fyrr en búið er að byggja öll húsin í hverfinu.

Það hefur ávalt verið stefnan að húsgrunnar eiga ekki að vera skipulagðir fyrr en löngu eftir að byggingaframkvæmdum er lokið. Nokkur dæmi um slíkt í dag er Vogaskóli, þar vara nýja skólahúsið rifið og nýtt byggt á nýjum ósamþykktum grunni þar sem gamli grunnurinn passaði ekki á skólalóðina.
Mýmörg önnur dæmi er að finna víða um borgina.
- Bláa húsið við Mýrargötu,
- Grandi
- Lýsisbræðslan eins og hún lagði sig.
- Gamla þvottastöðin við Laugaveg, þar er núna bogalaga glerlampi.
- Ráðhúsið
- Skemmtistaðurinn Tunglið (samsæri um skyndilegt brotthvarf vegna smá brunaskemmda)
- Annaðhvert hús á Laugavegi, sum hver nú þegar horfin eins og Eðalkvikmyndahúsið Stjörnubíó.
- Allt Skuggahverfið í Reykjavík
- Grafarholt hefur líka aldrei verið samþykkt
- Miklabraut fær aldrei að liggja í beinni línu vegna húsa, brúa, göngustíga grindverka, strætóskýla (ekki vegna strætóanna heldur til að auglýsingarnar sjáist) o.s.frv.
- Ísbjörninn er nú þegar horfinn. (Um hvað á Ísbjarnarblús nú að fjalla?)
- Sundlaugin í Laugardal átti aldrei að flæða svona langt útfyrir bakka sína.
- Húsdýragarðurinn varð til því bóndinn á Suðurlandsbrautarbænum vildi ekki fara og vildi ekki heldur drepast úr elli nógu snemma (Grimmdarlega skrifað, skammarbréf skrifist í þríriti)
- Bensínstöðvar hafa alltaf verið of margar (hver þarf átta bensínstöðvar á leiðinni til og frá vinnu?)

Þetta var það helsta sem kom upp í hugann á tíu mínútum.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: